Réttur


Réttur - 01.01.1975, Qupperneq 45

Réttur - 01.01.1975, Qupperneq 45
ins, á aðdragandatímabili byltingarinnar, í bylting- unni sjálfri og eftir valdatökuna, með hverjum hætti sem hún verður. En slikt m ðstjórnarvald verður að vera vaxið upp úr virku lýðræði í flokknum. Það má aldrei verða að siálfstæðu valdi, aldrei annað og meira en skipulagt vald hinna virku og sjálfstætt hugsandi flokksfélaga i heild. Annars eru hætturnar á misbeitingu þess á hverju leiti, það hættir að vera sósíalískt miðstjórnarvald og glatar mætti sinum, þegar til átaka kemur, af því oð það er ekki lengur samvirkt vald þess hugsandi og starfandi mannvals, sem flokkinn skipar. En virkt lýðræði er heldur ekk hugsanlegt án traustr- ar stjórnar og góðs skipulags. Það kemur ekki af sjálfu sér að veita hverjum einum þá marxísku þekkingu á grundvallaratriðum, sem öllum flokks- mönnum er nauðsynleg, og það gerist ekki heldur af sjálfu sér, að hver flokksfélagi eða að minnsta kosti allur þorri þe'rra taki þátt I stefnumótun flokksins á hverjum tima og sé virkur í starfi. Til þess þarf mikið átak af hálfu þeirra, sem taka að sér trúnaðarstörf fyrir flokkinn i heild. Ef flokks- stjórn lætur það viðgangast, að lýðræðislegar sam- þykkt'r séu að engu hafðar, hver einstaklingur og hópur getur farið sinu fram, þá er úti um lýðræðið i flokknum. Þá hefur hinn almenni flokksmaður ekki lengur áhrif á stefnuna, því að það sem hann á þátt i að samþykkja, er að engu haft, hver klíkan fer sínu fram og skrifstofuvaldið verður einrátt. Eitthvað likt þessu var ástandið i Sósíalistaflokkn- um um nokkurt skeið áður en hann var lagður n'ð- ur. I stuttu máli: Án virks lýðræðis er sósialískt flokksskipulag og miðstjórnarvald ekki hugsanlegt og án sósíalísks flokksskipulags og miðstjórnar- valds ekkert sósíalískt lýðræði. Flokkur af þeirri gerð, að hann sé hinum sögu- lega vanda vaxinn, er e n allra mikilvægasta for- senda sósíalískrar byltingar. En hér verður ekki tími til að fara lengra út í þá sálma. Ég vil hins- vegar benda ykkur á, að í Leið Islands til sósíal- ismans er talsvert itarlegur kafli um gerð og hlut- verk sósíalísks flokks með sérstöku tilliti til ís- lenskra aðstæðna og verkefna á núverandi timabili. I tilvitnuninni úr Neista, sem ég minntist á áðan, er ,,þróuð byltingarvitund framsæknasta hluta verkalýðsstéttarinnar" nefnd sem eitt skilyrði fyrir valdatöku verkalýðsins. Þar j felst líka, að bylting- aröflin eigi sér hæfan forustuflokk. En í þvi sam- bandi er líka nauðsynlegt að minnast orða Leníns. Forustuliðið eitt og framsæknasti hluti verkalýðsins getur ekki sigrað. Til þess þarf stuðning alls fjöld- ans, byltingarafla hverrar þjóðar. „V.ð viljum enga „valdatöku", þar sem reynsla allra byltinga hefur sýnt, að ekkert vald fær staðist til lengdar, nema það hafi stuðning meir.hluta þjóðarinnar", segir Lenín I greininni „Stríð og bylting". Og í „Barna- sjúkdómi kommúnismans" segir hann, að það sé ekki aðeins heimska heldur líka glæpur að ota forustulið nu út í úrslitabaráttu um völdin án þess, að til komi stuðningur eða að minnsta kosti vel- viljað hlutleysi allrar stéttarinnar og þorra fólksins. Hæfan flokk og þroskaða byltingarvitund hinna undlrokuðu getum við kallað einu nafni hin hug- lægu skilyrði byltingarinnar. SÉRKENNI OKKAR TÍMA Að kunna skil á þessum grundvallaratriðum, sem ég nú hef nefnt, er að sjálfsögðu undirstaða allrar stjórnlistar. Næst er að athuga það tímabil, sem nú stendur, hvaða byltingarmöguleika það felur í sér og hvaða stjórnlist verður að beita 11 þess að hagnýta þá. Marx og Engels höfðu sýnt fram á, að sjálft hagkerfi auðvaldsins ber I sér sitt eigið dauða- mein. Andstæður þess eru ósættanlegar og sivax- andi, leiða til styrjalda og stéttastríða, sem hljóta að sprengja það að lokum. Vandi þess verður ekki leystur nema með því að kollvarpa því og taka upp nýtt hagkerfi und r forustu þeirrar stéttar, sem er i senn burðarás hins kapitaliska hagkerfis og timasprengja þess. Allt þetta hefur reynst rétt, allt þetta hefur sagan staðfest. Sívaxandi andstæður, ekkert lát á styrjöldum og tvær heimsstyrjaldir stærri í sniðum og skelfilegri en nokkurn gat órað fyrir á síðari hluta 19. aldar, linnulaust stéttastrið og kollvörpun auðvaldsskipulags'ns i stórum hluta heims. Eigi að siður hefur auðvaldsskipulagið orðið lifseigara en flesta grunaði, átt sín blómaskeið og kunnað furðuvel að aðlaga sig breyttum aðstæðum. Manni hefur stundum fundist það líkjast einna mest drekunum í ævintýrunum, sem óx nýtt höfuð fyrir hvert, er af var skorið. Samt hefur þetta verið eitt samfellt hnignunarskeið, þegar við lítum á það i heild. Á þessu timaskeiði hefur það tekið gagn- gerum breytingum hvað eftir annað. Góður marx- isti miðar jafnan stjórnlist sína v:ð þessar breyting- ar, vlð aðstæður hvers tíma og þá þróunarmögu- leika, sem þær fela í sér. Lenín skrifaði sínar 45
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.