Réttur


Réttur - 01.01.1975, Síða 59

Réttur - 01.01.1975, Síða 59
KÍNA Um miðjan janúar 1975 var haldið í Pek- ing fjórða allsherjarþing Alþýðulýðveldisins Kína. Voru þar einróma samþykktar ákvarð- anir um stefnu ríkisins. Chou-En-lai flutti þar aðalskýrslu stjórnarinnar og var hann áfram kjörinn forsætisráðherra. Hann lauk ræðu sinni með þessum orðum: „Kínverska þjóðin hefnr — undir forustu miðstjórnar flokksins, sem Mao formaður stýrir, — unnið af kappi, sigrast á öllum erfiðleikum og hcettum, og á rúmlega tuttugu árum hreytt bláfátœku og frumstceðu landi í sósíalistiskt land, þar sem grundvöllur er lagður að velmegun. Við getum áreiðanlega gert Kína að voldugu, nýtísku sósíalistísku landi á öðrum tuttugu árum eða áður en þessi öld er öll. Við skulum halda áfram að vinna af kappi, auka ávinningana og sigrast á erfiðleikunum, gœta hófs og stillingar, vera á verði gagnvart hroka og óðagoti, halda áfram á sigurbrautinni. Látum oss sameinast í tákni byltingarstefnu Mao formanns til að vinna enn meiri sigraf' Tímaritið „Time" metur þetta þing sem sigur raunsærrar stefnu sem Chou-En-lai sé fyrst og fremst fulltrúi fyrir. Bendir tímaritið m.a. á að Teng-Hsiao-ping, sem var aðal- ritari flokksins fyrir „menningarbyltinguna," en þá settur frá, sé nú orðinn bæði varafor- maður flokksins og varaforsætisráðherra, en þeir eru sex hver um sig. „Time" segir m.a. þann 3. febrúar: Chou-En-lai „Það er réttlátt og sanngjarnt að fela gömlu byltingarmönnunum aftur forusruna. Þegár öllu er á botninn hvolft, þá eru það þeir, sem hafa sameinað fjórðung mannkyns í stórfenglegustu stjórnmálahreyfingu sög- unnar. Það eru þeir, sem breyttu kínversku þjóðfélagi úr herjuðu, stríðsþreyttu, sundruðu mannfélagi í rústum í mikið — brátt vold- ugt — heimsveldi, sem nú þegar er bæði meðlimur kjarnorkuklúbbsins og olíuútflytj- 59

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.