Réttur - 01.10.1975, Page 3
DAGUR VAKNINGAR
24. október 1975 mun marka tímamót í sögunni af jafnréttis- og frelsisbaráttu vinnandi
kvenna á Islandi. Þær sýndu þann dag mátt sinn og vilja, þær sönnuðu með fjöida-
hreyfingu og fjöldafundum, sem eru að heita má einsdæmi í ísienskri baráttusögu, að
þær væru eigi aðeins jafnokar karlmanna i því að kveða upp herör til styrktar málstað
sinum, heldur gerðu það með slíkum stórhug, hrifningu og festu að leita verður langt
til baka — allt til hinna voldugu sögulegu átaka íslenskrar verkalýðshreyfingar til að
finna samjöfnuð.
Eftir þennan dag munu vinnandi konur ekki sætta sig við neitt minna en jafnræði
í þjóðfélaginu, byrja með því að knýja það fram í hinum pólitísku samtökum og flokk-
um og eigi linna uns þjóðfélaginu hefur fyrir tilstilli þessara samtaka verið breytt svo
að hugsjónir þessa dags og þessarar hreyfingar verði orðnar veruleiki.
DAGURINN í REYKJAVÍK
Dagurinn hafði verið undirbúinn urn allt
land. Allstaðar var sem öfl leystust úr læð-
ingi. Nýir kraftar komu fram, unnu og héldu
ræður í fyrsta sinn. Víðfeðma samstarf komst
víðast hvar á.
211