Réttur - 01.10.1975, Qupperneq 17
lengur út. Ný verkefni höfðu nú hlaðist á
brautryðjendurna, Hallfríður hafði ásamt
fleirum stofnað Mæðrafélagið, flokkurinn
réðst nú í það mikla átak að gefa út dagblað:
Þjóðviljann, starfsemin á nýjum sviðum og
í nýjum formum kröfðust allra krafta flokks-
manna.
„Nýja konan" hafði látið lítið yfir sér, taldi
sig blað en ekki tímarit, þó hún væri hið
síðarnefnda. En þótt formið væri fátæklegt
og frumstætt að hætti þessa tímabils, þá var
hjarta þeirra, er boðskapinn fluttu, heitt og
hvatningin til alþýðu, er hljómaði þar á
hverri síðu, átti sinn þátt í þeim sigrum, er
bráðlega unnust.
II.
„MELKORKA”
Níu árum síðar, tæpum áratug eftir að
K.F.I. hafði hafið rismikla og sigursæla sam-
fylkingarbaráttu sína hófu sósíalistískar kon-
ur að nýju útgáfu tímarits, er flytja skyldi
boðskap sósíalisma og þjóðfrelsisbaráttu fyrst
og fremst til kvenþjóðarinnar.
Aðstæður voru nú allar breyttar: Islensk-
ur verkalýður hafði 1942 risið upp og sigr-
ast á þrælalögum „þjóðstjórnarinnar", bylt
lífskjörum sínum, þurrkað burt sárustu fá-
tæktina, beitt jöfnum höndum faglegu sem
pólitísku valdi sínu, kennt burgeisastéttinni
að virða mátt alþýðunnar og skilja hverjum
skorðum hennar eigin ríkisvaldi væru settar.
Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalista-
flokkurinn, var orðinn hin viðurkenna for-
ustusveit alþýðu í frelsisbaráttu hennar,
flemtri hafði slegið á borgaraflokkana við
sigurför þá, en á sviði bókmennta og lista
hafði hin sókndjarfa, rismikla sveit sósíalískra
skálda sigrast á harðvítugum árásum ofstækis-
fulls afturhalds og litað Island andans rautt.
Bókmenntafélagið „Mál og menning" var
orðið stórveldi á útgáfusviðinu og íslensk
þjóð stefndi stolt og einhuga að stofnun
lýðveldis.
Það tímarit kvenna ,er nú hóf göngu sína,
var fagurt að frágangi, heft að tímarita sið,
stærð 1. heftis var 34 síður. Það hlaut nafn-
ið „Melkorka" og kápumynd, táknræn fyrir
nafnið prýddi forsíðu þess. Ritnefnd skipuðu:
Þóra Vigfúsdóttir, Valgerður Briem og
Petrína Jakobsson. Og ritstjóri var Rannveig
Kristjánsdóttir, 27 ára gömul glæsileg kona,
gædd brennandi áhuga.
Rannveig var fædd 17. mai 1917 á Dagverðar-
eyri við Eyjafjörð. Foreldrar hennar voru Sesselja
Eggertsdóttir og Kristján Sigurðsson kennari þar.
Hún útskrifaðist úr Menntaskólanum á Akureyri
1938 og nam siðan fyrst við háskólann i Kaup-
mannahöfn, en síðan lagði hún stund á matreiðslu-
námskeið og húsmæðrakennarafræðslu í Svíþjóð
og tók fullnaðarpróf I þeim greinum. Árið 1942 kom
hún heim og gerðist matreiðslukennari við Hús-
mæðraskóla Reykjavíkur. Rannveig var um skeið
ritstjóri kvennasiðu Þjóðviljans, flutti ótal útvarps-
erindi og fyrirlestra, vann í mörgum félagssam-
tökum, er studdu réttindamál kvenna, varð ráðu-
nautur hjá Kvennfélagasambandi Islands og síðar
námsstjóri húsmæðraskólanna af hálfu ríkisins.
1947 giftist Rannveig Pétri Hallberg og flytur með
honum til Svíþjóðar. Vann hún þar m.a. með manni
sinum mikið starf að því að kynna Svium rit Hall-
dórs Laxness. Þar andaðist hún 14. september
1952 aðeins 35 ára að aldri.
„Melkorka" hófst á ávarpi hias unga rit-
stjóra: „Sól er á loft komin". Kemur þar fyrst
tilvitnun í Laxdælu þá Melkorka talar við
son sinn. Síðan segir svo:
„Islenskar konurl Þögn okkar hefur verið þrálát
og löng eins og þögn Melkorku, og sjaldan rofin
225