Réttur


Réttur - 01.10.1975, Síða 26

Réttur - 01.10.1975, Síða 26
togar Chile svo sem: Luh Corvalan, Gustavo Ruz, Laura Allende, Anibal Palma, Fern- ando Flores og fleiri. Luiz Corvalán') formaður Kommúnista- flokks Chile, er alveg sérstaklega í mikilli hættu vegna þess hve herforingjaklíkan hatar hann. Talið er að hún láti smátt og smátt eitra þann mat, er hann fær, til þess að eyði- leggja heilsu hans. Einnig er hætta á að hún reyni að búa til tylliástæðu til þess að drepa hann, svo sem nú er hún þykist hafa upp- götvað samsæri kommúnista um að drepa Pinochet, blóðhundinn, er stjórnaði valda- ráninu og ræður nú Chile. Það er vitað að aðeins mótmæli alþýðunnar víða um heim hafa hindrað það að fasistastjórnin tæki Luiz Corvalan af lífi. Hinsvegar er vitanlegt að óánægjan vex í sífellu í Chile, því lífskjör almennings hrað- versna þar, verðbólga vex um 400—600% á ári, þjóðarframleiðslan var 1974 um 20% minni en 1972. Fyrir lágmarkskaup fengust í september 1973 22 kíló af brauði, en í nóvember 1974 9,2 kíló. Og atvinnuleysið er haustið 1975 orðið þannig að 18% vinnu- færra manna gengur atvinnulaus. En alþjóðahringarnir hafa náð tökum sín- um aftur á auðæfum Chile. V. Þannig má rekja áfram um jarðarkringl- una: hvar sem fasistiskir herforingjar eða sótsvart afturhald rænir völdum, nýtur það vináttu og verndar Bandaríkjanna, ef ríkis- stjórn þessa „forusturíkis lýðræðisins'' hefur ekki beint eða óbeint stutt að valdaráni við- komandi. Brasilía, Uruguay, Indónesía, Suður-Afríka, Suður-Kórea svo nokkur harðstjórnar- og fangabúða-lönd fasismans séu nefnd. Og þeg- ar fasistastjórnir falla, eins og í Grikklandi, þá er það eitt af því fyrsta, sem sannast, Renato Guttuso: Aftaka. — Til minningar um Garcia Lorca 1938. hvernig Bandaríkjastjórn beinlínis skipulagði valdarán grísku herforingjanna 1967.r,) Til þess að vinna öll þau níðingsverk, sem þurfti til þess að koma þessum blóðugu harð- stjórnum á eða viðhalda þeim hefur Banda- ríkin aldrei skort þýlynda þjóna, er gagnvart alþýðu komu fram með ofstæki harðstjórans. VI. Og hvað með þýlyndi gagnvart þessum herrum og harðstjórum og yfirboðurum þeirra hér heima? Ekki skorti hólið um Franco, er hann hóf uppreisn sína gegn lýðræðisstjórn Spánar 1936. Fasistar hans hétu „þjóðernissinnar" á máli Morgunblaðsins og lýðveldisherinn, það voru bara „rauðliðar". Þegar fasisminn ríkti í Grikklandi, hét það 234

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.