Réttur - 01.10.1975, Side 28
SERGIO ORTEGA:
SAMEINAÐ FÓLK VERÐUR
ALDREI SIGRAÐ
QUILAPAYÚN er söngflokkur frá Chile sem hefur verið útlægur
frá föðurlandi sínu síðan herforingjarnir frömdu valdaránið 1973.
Hann hefur sungið inn á margar plötur m.a. ,,EI pueblo unido
jamás será vencido".
Á fætur syngjum, við sem ætlum að sigra
þegar fánar einingarinnar sækja fram
og þú kemur með mér.
Og þannig muntu sjá
söng þinn og fána blómgast
og Ijós morgunroðans boða hið komandi líf.
Á fætur berjumst, fólkið ætlar að sigra.
Hið komandi líf verður betra.
Til að ná gleði okkar
gera þúsundir þarátturadda uppreisn
og munu syngja söng frelsisins.
Með ákvörðun: Föðurlandið mun sigra.
Það fólk sem gerir uppreisn í þaráttunni
hrópar nú með gríðarrödd: ÁFRAM.
„Sameinað fólk verður aldrei sigrað".
Föðurlandið er að sameinast,
frá norðri til suðurs er vígbúist,
frá brennheitu salti og steinum að suðlægum skógum
fara þeir til vinnu, sameinaðir í baráttunni.
Spor þeirra hylja þegar ættjörðina og boða framtíðina.
Á fætur syngjum, við fólkið sem ætlar að sigra.
Milljónir manna innleiða þegar sannleikann,
úr stáli eru þeir. Orrustan er eldheit.
Hendur þeirra koma færandi réttlætið og rökin.
Kona, með eld og hugrekki ertu hér þegar með verkamanninum.
Og það fólk sem gerir uppreisn í baráttunni
hrópar nú með gríðarrödd: ÁFRAM.
,,SAMEINAÐ FÖLK VERÐUR ALDREI SIGRAÐ."
Erla Sigurðardóttir þýddi.
236