Réttur


Réttur - 01.10.1975, Qupperneq 35

Réttur - 01.10.1975, Qupperneq 35
Endurreisn sósíalismans Hefst hún á ítaliu? Allt frá uppgjöf sósíaldemókrata fyrir striðsóðu auðvaldi 1914 hefur sósialisminn í Vestur-Hvrópu verið klofinn og búið við ýmiskonar kreppu í hug- myndafræði og baráttuaðferð. En rússneska byltingin 1917 kveikir von fyrir alla alþýðu heims. I fyrsta skipti í veraldarsögunni, eftir þúsundir ára undirokunar, eftir hundruð upp- reisna, er kæfðar voru i blóði alþýðu, tekst undir- okuðum stéttum loks að ná rikisvaldinu í sínar hendur og haida því lengur en þrjá mánuði1) (Par- ísarkommúnanj.Með óskaplegum fórnum og hetju- skap byggir alþýðan sin sterku sovétriki, sem sigra i ægilegustu styrjöld allra tima vigvél nasismans, en áður hafði rikisvald alþýðu þar kramið til dauða ýmsa af bestu hugsjónamönnum sósíalismans. Al- þýðubyltingin fer sína leið yfir löndin, en ekki í vesturhluta Evrópu, en þaðan var marxisminn upp runninn. Kínverska byltingin 1949, þjóðfrelsis- og bændabylting, vekur uppreisnaröldu í kúguðum ný- lendum, svo hið forna nýlenduveldakerfi hrynur til grunna á tveim áratugum og hrun þess nær há- marki í sigri Vietnam yfir Bandarikjunum 1975 en áður hafði byltingin á Kúbu 1959 sýnt undirokuð- um stéttum og þjóðum hvað gera mátti við bæjar- dyr Bandarikjanna. En sérkennilegt fyrir byltingu alþýðu i öllum þessum löndum þá hún er ger, er að yfirgnæfandi meirihluti alþýðu er þá bændur og búa-lið og hlutur sósíalistískrar verklýðshreyfingar i þeim mismunandi mikill, mestur i rússnesku byltingunni, en hlutverk kommúnista sem leiðtoga — og á Kúbu einlægra þjóðfrelsissinna — það, sem úrslitum ræður og tryggir sigurinn. Hinir ýmsu foringjar Lenín, Mao, Che Guevara, Castro, Ho Chi Minh og Giap urðu sjálfir að finna í hvert sinn þá baráttu- aðferð er dygði, — og vakti tiðum slíka hrifningu og bergmál um viða veröld að likt var eftir þeim þar sem aðstæður voru allt aðrar. Sameiginlegt með öllum þessum löndum, er bylt- ingin var gerð í, var að þau höfðu aðeins fengið að kenna á verstu kúgun kapitalismans, en einskis fengið að njóta af þeim miklu möguleikum, er iðnþróun hans skapar. — Verkalýður Vestur-Evrópu hafði hins vegar knúið fram með stéttabaráttu sinni að auðvaldið yrði að láta honum i té ýmsar efna- hagslegar endurbætur og hið borgaralega lýðræði. Sameiginlegt varð það með þessum löndum flest- um að forusta byltingarinnar og uppbygging sósí- alismans varð á vegum eins flokks, víðast hvar eins marxistisks flokks frá upphafi. En hvað um byltingu sósialismans í Vestur- Evrópu og þá hugsuði, er móta skyldu skynsam- legustu baráttuaðferðina þar, einkum miðað við að borgaralegt lýðræði fengi að haldast? Nú var að visu ekki slikum forsendum að fagna svo öruggt væri til lengdar. Auðmannastéttir Evrópu þurrkuðu þær forsendur út og komu fasisma á í fjölda þessara landa, svo sósialistar, — jafnt kommúnistar sem vinstri sósíaldemókratar — urðu að einbeita kröftum sinum að þvi að hnekkja því ofurvaldi og endurreisa borgaralegt lýðræði í Vest- ur-Evrópu. Og er það hafði heppnast hóf ameríska auðvaldið sitt kalda strið, sem aftur knúði róttæka verklýðshreyfingu i varnarstöðu til verndar friði og frelsi. Látum oss vona að nú sé því kalda stríði lokið 243
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.