Réttur


Réttur - 01.10.1975, Page 44

Réttur - 01.10.1975, Page 44
* Utþurrkun vestrænnar menningar? Ótti bandarískra kjarnorkufræðinga „Haukarnir" í Bandaríkjunum, hinir herskáu fulltrúar „stóriðju- og hernaðar- klikunnar“, búa sig í kjarnorkusyrjöld án tillits til þeirra ægilegu afieiðinga, sem hún hefur, og án þess að skeyta hið minnsta um aðvaranir vísindamanna, er betur vita en þeir. James Schlesinger, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna þar til nú í nóvembyrjun lýsti yfir því í maí sl. vor að ef andstæðing- ur hæfi stríð með venjulegum vopnum, myndu Bandaríkin ekki hika við að svara með „taktískum" kjarnavopnum. Mánuði síðar bætti hann því við slíka yfir- lýsingu að ef bandamaður stæði frammi fyrir ósigri þá „væri ekki útilokað að veita Sov- étríkjunum hörð högg með „strategiskum" kjarnorkuvopnum". Starfsbróðir hans í Vest- ur-Þýskalandi, Georg Leher, endurtók svip- aða hótun nokkru síðar. Kjarnorkuvísindamaðurinn bandaríski Sidney Drell gagnrýndi frammi fyrir nefnd öldungadeildarinnar þessa afstöðu og sagði: „Það lítur út fyrir að Bandaríkin hafi ákveð- ið að gera kjarnorkustríð að raunverulegri að- ferð í utanríkispólitík sinni." Fred Ikle, forstjóri bandarísku afvopnun- arstofnunarinnar kvað „nýja kynslóð her- fræðinga líta fram hjá áhættum atom-stríðs og gera lítið úr afleiðingum þess." Það er Ijóst að herforingjar reyna að eyðileggja í raun árangur af „Salt"-viðræðum Bandaríkj- 252

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.