Réttur - 01.10.1975, Síða 46
Dubcek
og
Smrkovsky
hafa
orðið
Það eru liðin sjö ár síðan ríkisvaldi Sovét-
ríkjanna í formi hers þeirra var beitt gegn
Kommúnistaflokki Tékkóslóvakíuþ'' til þess
með innrás og hernámi landsins að setja lög-
lega stjórn flckksins og þjóðarinnar frá völd-
um og koma öðrum að, sem innrásaraðilinn
hafði velþóknun á.
Þetta var verknaður, sem góðir kommún-
istar fyrirverða sig fyrir að kommúnistiskir
valdamenn skuli hafa getað framið. Innrásin
í T'ékkóslóvakíu verður svartur blettur í
sögu sósíalismans, sem vonandi verður þveg-
inn af fyrr en síðar. Baráttan fyrir sjálfstœðri
og þjóðlegri, lýðrœðislegri framkvæmd sósí-
alismans þar í landi er háð áfram, þótt svo
hálf miljón kommúnista hafi verið reknir úr
flokknum, til þess að tryggja ofstcekisöflun-
um völd. Hér skulu birt á eftir þrjú skjöl um
viðleitni foringja flokksins frá 1968 að bæta
ástandið, fyrst bréf Dubceks til Sambands-
þings Tékkóslóvakíu, dags. 28. okt. 1974,
síðan bréf Smrkovsky^ til Bresnefs 1973,
alltaf þó aðeins litlir partar og úr því þriðja
nokkrar setningar, en það er úr svari Dub-
ceks til Husaks.
Auðvaldssinnar þykjast stundum harma
örlög Tékkóslóvakíu. Það skortir aldrei
hrcesnina og lýðskrumið hjá þeim herrum,
ef þeir halda sig geta grcett á glappaskotum
eða glcepum, er kommúnistar drýgja. Auð-
mannastéttirnar höfðu með blóðugum inn-
rásarstyrjöldum lagt undir sig meir en hálf-
an heiminn, arðrcent og pínt þann meirihluta
mannkyns, er þar bjó, — og stofnað svo til
tveggja heimsstyrjalda, er kostuðu miljóna-
tugi manna lífið, til að berjast um bráðina
sín á milli:"1 Og þegar þessar þjáðu þjóðir
rísa upp, til að varpa af sér okinu og öðlast
sjálfstceði, þá skirrast þessar „háþróuðu
menningarþjóðir" ekki við að beita sínum
eitruðustu og banvœnustu vopnum til að
reyna að berja frelsisbaráttu þeirra niður, svo
sem Bandaríkjamenn gerðu í Vietnam. —
Slíkum ferst vissulega ekki að tala um frelsi
eða fella (krókódíls-) tár.
Hér fara bréf tékknesku kommúnistaleið-
toganna á eftir í útdráttum:
BRÉF DUBCEKS
Hinn 28. október 1974 ritaði Alexander Dubcek
Sambandsþingi Tékkóslóvakiska lýðveldisins og
Þjóðarráði Slóvakiu ýtarlegt bréf. Hefst það á því
að vísa til fyrri bréfa höfundar um það hvernig
innanrikisráðuneytið láti starfsmenn sína takmarka
frelsi hans og hafa stöðugt eftirlit með honum og
fjölskyldu hans.
Um ástæðurnar fyrir því, að hann riti enn á ný,
segir Dubcek svo orðrétt:
„Höfuðástæðan til þess að ég skrifa þetta bréf
er sú, að sósíalískt lýðræði og lögbundið skipulag
eru troðin undir fótum. Gagnstætt stjórnarskránni
254