Réttur


Réttur - 01.10.1975, Page 57

Réttur - 01.10.1975, Page 57
INNLEND □n VÍÐSJÁ □ J FLOKKSRÁÐSFUNDUR ALÞÝÐUBANDALAGSINS Flokksstjórnarfundur Alþýðubandalagsins var haldinn í Kópavogi dagana 14—16. nóv. s.l. Fundinn sóttu 113 aðalfulltrúar frá 38 Alþýðubandalagsfélögum í öllum kjördæm- um landsins. Aðalmál fundarins voru efnahags- og kjaramál, en einnig voru gerðar ályktanir um jafnréttismál, sjálfstæðismál og ítarleg álykt- un um flokksstarfið. I stjórnmálaályktun fundarins sem birtist í Þjóðviljanum þriðju- daginn 18. nóv. segir m.a.: „Stefna ríkisstjórnarinnar í efnahagsmál- um hefur reynst röng og hættuleg þjóðarbú- inu. Hún er meginorsök hinnar miklu dýrtíð- ar, sem afmr hefur leitt til ókyrrðar á vinnu- markaði, beinna framleiðslustöðvana og minnkandi þjóðarframleiðslu,, . . . „Ráðstafanir ríkisstjórnarinnar hafa aukið á vandann og gert hann torleystari en áður var. Þjóðin þarf að fá tækifæri til að kveða upp sinn dóm yfir þessari ríkisstjórn." . . . „I stað þess að miða allar efnahagsaðgerðir við að lækka laun og auka gróða og velta efnahagsvandanum þannig yfir á herðar launafólks, verður að taka upp stefnu skipu- lagshyggju, enda er gróðahvötin ekki for- senda efnahagslegra framfara. Þjóðin þarf að losna sem fyrst við þessa ríkisstjórn. Pólitísk og fagleg samtök launa- fólks þurfa að beita sér fyrir myndun ríkis- stjórnar, sem hafi það markmið að stjórna Islandi í þágu almennings og að vinna að lausn þess vanda á sviði efnahags- og at- vinnumála, sem nú steðjar að þjóðinni og stefnir okkar þjóðarbúskap í alvarlega hætm innan fárra ára, ef ekki verður að gert." A flokksráðsfundinum var einnig sérstak- lega fjallað um það alvarlega ástand er skap- ast hefði vegna linkindar íslenskra ráða- manna gagnvart erlendu valdi er skýrast kæmi fram í meðferð landhelgismálsins. I niðurlagi ályktunar um sjálfstæðismálin segir ir m. a.: „Samskipti núverandi ráðamanna við er- lent vald hafa í ríkum mæli einkennst af ó- sjálfstæði og undirlægjuhætti. Hvergi gætir þess átakanlegar en í meðferð landhelgis- málsins. Segja má að þetta stórmál hafi nú um tveggja áramga skeið verið prófsteinn á það, hver sé raunverulegur sjálfstæðisvilji og þjóðleg reisn íslenskra stjórnmálamanna og flokka. Ferill ríkisstjórnar Geirs Hallgríms- sonar í því máli er næsta dapurlegur og þjóð- in slegin ugg. A sama tíma og skýrslur vís- indamanna sanna, að svo nærri hefur verið gengið fiskistofnunum, að ekkert er lengur til skipta á Islandsmiðum, stendur ríkisstjórn- in í samningamakki við breta og vestur-þjóð- verja, þær tvær þjóðir, sem ýmist hafa beitt okkur viðskiptaþvingunum eða beinu hern- aðarofbeldi. Fólkið í landinu hefur með fjölda samþykkta varað eindregið við undan- slætti og samningum og sýnt á því fullan 265

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.