Réttur - 01.10.1975, Qupperneq 63
sem unnið hafa fyrir Holden: John Mark-
ham, Charles Dorkins, B. Manbertz og M.
Miiller, sem áður var í þjónustu hins ill-
ræmda Tshombe. — Það er því ekki að
undra þótt FNLA berjist fyrir því að vest-
rænir olíuhringar fái að starfa í Angola!
A bak við UNITA-hreyfinguna, sem klauf
sig út úr MPLA fyrir nokkrum árum, standa
aðallega auðmenn í Suður-Afríku svo og
gamlir nýlendukúgarar úr Portúgal.
Það er því sótt að þjóðfrelsishreyfingu
Angola bæði að norðan og sunnan að undir-
lagi auðhringa og bandamanna þeirra.
Þjóðfrelsishreyfing Angola MPLA verður
því nú að heyja harða frelsisbaráttu til þess
að hindra að nýir nýlendukúgarar komi í stað
þeirra portúgölsku.
STÓR-KAUPMENN DAUÐANS
Vopnaframleiðsla hefur ætíð verið gróða-
vænlegasta fyrirtæki auðhringanna. Henni
fleygir fram nú. Bandarísku auðfélögin eru
þar auðvitað í broddi fylkingar:
A fjárhagsárinu 1975 (júlí—júní) seldu
þeir út úr landi vopn fyrir 9,5 miljarða doll-
ara. 1973 var þessi vopnaútflutningur „að-
eins” 3,9 miljarðar dollara og vopnaverslun
alls heimsins 9-2 miljarðar dollarar (1970:
5.8 miljarðar). Verslunin með dauðann vex
því uggvænlega hratt. Vopnasala bandarísku
hringanna út úr landi er orðin tíundi hluti
alls útflutningsins, t.d. tvöföld upphæð hveiti-
útflutningsins.
Stærsm vopnakaupendurnir eru „þróunar-
löndin". Þrjú þeirra: Iran, Kuweit og Saudi-
Arabía keyptu helminginn af vopnaútflutn-
ingi Bandaríkjanna. Iran samdi 1974 um
vopn fyrir 3,4 miljarða dollara í Bandaríkj-
unum, Saudi-Arabía ætlar að nota 25 milj-
arða dollara til hergagnakaupa fram til árs-
ins 1980.
Samkvæmt fjárlögum Bandaríkjanna eru
90 miljarðar dollara áætlaðir til hernaðar-
þarfa. Á síðasta áratug fluttu amerískir
vopnahringar „aðeins" 5% framleiðslunnar
út. Nú hefur þetta vaxið svona gífurlega —
og bætir verslunarjöfnuðinn(l).
Frakkland var þriðja mesta vopnaútflutn-
ingslandið 1974. Flutti út vopn fyrir 3 milj-
ara dollara. (Sovétríkin voru önnur í röðinni
með 5.5 miljarða dollara, Bandaríkin þá með
8.3 miljarða dollara). Hefur vopnaútflutn-
ingur Frakka fjórfaldast frá ca. 1965 til 1972
og tvöfaldast síðan. Nú hafa franskir vopna-
salar pantanir, er nema 5 miljörðum dollara.
Við vopnaiðnaðinn vinna 270.000 manns,
meira en við nokkurn annan iðnað. — 8%
alls útflutnings Frakka eru vopn.
Vopnasalan er að verða ein af undirstöð-
um atvinnulífs helstu auðvaldslandanna.
Næst Frakklandi um vopnaútflutning er
Bretland (1974: 1.5 miljarðar dollara), þar-
næst Italía (240 miljónir dollara). Hið forna
stórveldi vopnaframleiðslunnar, Vestur-
Þýskaland, er aðeins með 100 miljónir doll-
ara útflutning, 0,3% útflutningsins. Blóð-
sporin fornu hræða enn sósíaldemókratíska
stjórnmálaleiðtoga Þýskalands, en hve lengi
verður slæm samviska vegna fyrri illverka
þýskra valdhafa látin hindra gróðavænlega
„vörusölu", þegar vönustu vopnaframleið-
endur heims taka að þrýsti á — og benda
m.a. á eina miljón atvinnulausra verkamanna
og kreppu á flestum öðrum sviðum en undir-
búningi manndrápsiðjunnar.
Gróðahyggjan, hreyfiafl auðvaldssfram-
leiðslunnar, magnar nú stóriðju manndráps-
tækjanna. Enn er hinn illi andi í flöskunni,
en það er aðeins tímaspursmál, hvenær hann
sleppur út, stríðin byrja — og hvar. — Þess
skal getið að sumt af þessári iðju kalla auð-
valdslöndin „þróunarhjálp".
271