Réttur


Réttur - 01.04.1976, Blaðsíða 2

Réttur - 01.04.1976, Blaðsíða 2
gegn hernáminu færist í fjöldaham, tekur slíkum stakkaskiptum að felmtri slær á andlega fanga Atlandshafsbandalagsins á hefðarstólum Islands. Þeg- ar íhugaður er undirlægjuháttur þeirra manna, er gefist hafa upp fyrir Bret- um og grípa nú enn til Rússagrýlunnar, þá er rétt að leiða hugann að því hvað þessir herrar hefðu sagt, ef það hefðu verið Rússar sem stunduðu hér veiðiþjófnað, — þá hefðu þeir víst þótst kempur og ekkert til sparað að sigra! Hitt er og lærdómsríkt fyrir íslenska alþýðu að sjá hvernig breski kommúnistaflokkurinn og dagblað hans „Morning Star" standa með okkur íslendingum í landhelgisdeilunni, — þegar íslenskt afturhald hinsvegar svík- ur eins og það er vant að gera, samanber framferðið 1958 og landráðin 1961. En hvorki breskum kommúnistum né Sovétrikjunum er þökkuð þeirra fram- koma, en burgeisar vorir flatmaga fyrir „vininum, bandamanninum, verndar- anurn" breska — veiðiþjófinum og innrásaraðilanum. ★ En höfuðatriðið er hitt: Þegar verslunarauðvaldið gerir einn landráðasamning- inn enn við breska auðvaldið og eyðileggur ef til vill þorskstofninn um ára bil, veldur þannig atvinnuleysi og illri afkomu, þá mun það braskvald beita sér fyrir því að leigja Bandarikjunum herstöðvar.til lengri tíma fyrir hátt gjald, svo það vald skorti hvorki gjaldeyri né gróða. Kröfur í þessa átt hafa nú þegar komið fram úr íhaldsherbúðunum bæði í sjónvarpi og svo í leiðara „Dagblaðsins“ 3. júní. Þeir láta ekki á sér standa fésýslumennirnir, sem finnst Ísland fullgott til að græða.á því að leiga það sem herstöð. Það eru því vissulega orðin sí§.ustu forvöð að alþýða íslands taki í taumana, stjórnartaumana, til að bjarga efnahag Islands og afkomugrundvelli, þjóð- frelsi voru og sjálfstæði. a:irv *. En þegar að þrengir sakir. landráða þeirra, sem verslunarauðvaldið á sök á, þá mun alþýðan minnast þess, þegar farið verður að tala um að „allir verði að spara," að það er verslunarauðvaldið, sem á að borga, því sökin er þess. Sú stéttabarátta, sem þá verður háð, kann að verða sú harðasta, sem ísland hefur séð, því hún krefst þjóðfélagslegra gerbreytinga. ■ nr. '' < ■ ■ •' . n, ★ ........ ■.,i. ,r'C. if» ,*:C t 'rr Lesendur „Réttar" hafa verið minntir á' að á þessu ári á „Réttur" 60 ára afmæli og hálf öld er liðin síðan marxistar tóku við honum. Gott væri að velunnarar „Réttar" minntust þessa með því að stórauka útbreiðslu hans. Þetta hefti verður nokkuð stærra en venjulega og mun „Réttur" keppa að því að stækka, ef hækkuð áskriftargjöld greiðast vel — og áskrifendum fjölgar, . - - - . n • - - v . .......... i , 4*i júní 1976. .....,■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.