Réttur


Réttur - 01.04.1976, Blaðsíða 6

Réttur - 01.04.1976, Blaðsíða 6
1975 af þjóðarframleiðslu, er nemur 185 miljörðum króna. En þessi gífurlega mikla fjárfesting veitir hlutfallslega litla aukningu þjóðarfram- leiðslu af eftirfarandi ástæðum: Nokkuð drjúgur hluti fer beinlínis í fjár- festingu, sem eykur eyðslu, svo sem innflutn- ingur 10000 bíla á einu ári, sem allir þurfa bensín o.fl. Hlutfallslega stærri hluti en hjá öðrum þjóðum fer í íbúðahúsabyggingar, — sem er gott og nauðsynlegt, ef ekki er um beinar óhófsíbúðir að ræða. En óeðlilega mikið fé er fest í ýmiskonar „skrifstofu"-byggingum og öðru slíku sem ekkert gefur af sér, ein- vörðungu til að geyma fé í steypunni frekar en í sparisjóði. Og jafnvel munu þess dæmi að fé fjárfestingarsjóða sé þannig notað í braskskyni. En hörmulegast er hve fjárfestingin í sjálf- um framleiðslutækjunum er skipulagslaus: Við framkvæmd rafvirkjana nú ríkir alger glundroði: Lágkúruleg hreppapólitísk sjón- armið og afbrýðissemi við skynsamlega hugs- aðar fyrirætlanir vinstri stjórnarinnar setja þar mark sitt á jafnhliða því sem einblínt er á erlenda stóriðjuaðila, en vanrækt að móta fastar áætlanir miðað við íslenskar að- stæður og hagsmuni. Og hvað smíði og innflutning fiskiskipa snertir skortir samræmingu á staðsetningu fiskiskipa miðað við hafnargerðir, fiskvinnslu- stöðvar o. s. frv. Stundum jafnvel fjárfest í tveim eða fleiri frystihúsum, sem óhagkvæm reynast svo í rekstri, þar sem eitt hefði gefið ágóða. Skammsýni og hreppapólitík er oft látin ráða, þar sem framsýni og heildarskipu- lag var lífsnauðsyn einmitt fyrir hinar breiðu byggðir, ef tryggja átti afkomu þeirra til frambúðar, en ekki slá ryki í augu kjósenda við einar kosningar. Við allt þetta bætist svo rányrkja, sem stofnar grundvelli þjóðfélagsins, þorskstofnin- um, í voða —: og eyðilegging verðmæta, sem kastað er í sjóinn, af því ekki þykir gróði að því að nýta þau í svipinn eða ekki hirt um að láta vinna úr þeim dýrmæt efni, sem í þeim eru (slor, lifur o. fl.). Það er flotið að feigðarósi, lítt hirt um al- varlegusm aðvaranir fiskifræðinga („svörtu skýrsluna") né hóflegar ábendingar jafnvel frá seðlabankastjóraV Búrgeisastéttin og stjórn hennar virðist aðeins hafa eitt áhuga- mál: að velta afleiðingunum af hringavit- lausri stjórn — eða réttara sagt óstjórn — sinni á efnahagsmálum yfir á hið breiða bak alþýðunnar með lífskjaraskerðingu og at- vinnuleysi. „FARIÐ HEILAR FORNU DYGGÐIR“ Aldrei síðan áhuga íslenskrar borgarastétt- ar tók að gceta í stjómmálum hefur hin póli- tíska forusta hennar verið vescelli en nú. Það er sem fram fari frjáls samkeppni milli lág- kúrunnar og úrrceðaleysisins, undirgefninnar og ábyrgðarleysisins um hvort geti skarað fram úr öðru. Sá siðferðilegi grundvöllur, sem borgara- stéttin . byggði á kröfu sína til forystu og ábyrgðar í þjóðfélaginu er hruninn í rúst: „Ráðdeild" og „sparsemi", „dugnaður og framtakssemi" eru snúin upp í algerar and- stæður sínar: ■ '. „Framtakssemin" felst í því að slá ríkis- banka og ríkisstjórn um 80—90% lán til framleiðslutækja og skammast um leið há- stöfum yfir ríkisafskipmm og ríkisþátttöku í atvinnuiífi. „Dugnaðurinn" sýnir sig best í því að láta í sífellu fella gjaldeyri þjóðarinnar í verði og gera þannig þjófnað á sparifé og opinber- um sjóðum að höfuðgróða- og eignasöfnun- ar-aðferð yfirstéttarinnar. 70
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.