Réttur


Réttur - 01.04.1976, Blaðsíða 46

Réttur - 01.04.1976, Blaðsíða 46
að keppast við að ákvarða innflutningsverðið til landsins með því að kynna sér verð á mörkuðum erlendis, ákveða á grundvelli þeirra athugana innflutningsverð hverrar vörutegundar, en gefa útsöluverðinu nokkuð lausan tauminn. Þeim sem tækist að kaupa inn vörur undir innflutningsverði fengju auka spón í askinn sinn, hinir töpuðu og hlytu að heltast úr lestinni. Auk þess hefði þessi aðferð í för með sér að mikið af földum um- boðslaunum kæmu fram í dagsljósið — en það eru verulegar fjárhæðir sem koma aldrei fram í gjaldeyristekjum þjóðarinnar. II. FRAMLEIÐSLU- EÐA FJÁRFESTINGARKREPPA Þegar fólki berst til eyrna orðið kreppa, dettur því oftast í hug verðhrun , gjaldþrota bankar, lokaðar verksmiðjur og herskarar at- vinnuleysingja og öreiga sem flykkjast út á strætin og láta ófriðlega. En kreppur hafa margvísleg teikn, allt eftir því hvar kreppu- upptökin eru. Kreppa sem á uppruna sinn í markaðs- og söluerfiðleikum hins kapítal- íska hagkerfis er annars eðlis en sú kreppa sem rekur rætur sínar tii framleiðsluvand- kvæða. Allt frá ársbyrjun 1974 hafa vestræn lönd átt við djúpstæð efnahagsvandamál að etja. Framleiðslan hefur dregist saman, atvinnu- leysi aukist á sama tíma og umtalsverð verð- bólga einkennir hagþróunina. Flestir eru sam- mála um að hér sé við að etja mestu efna- hagsörðugleika síðan heimskreppan mikla stóð yfir 1929—1932. Heimskreppan var fyrst og fremst sölu- kreppa. Hún orsakaðist vegna erfiðleika við að selja vörur sem búið var að framleiða. Gróðavænleg framleiðsla var ekkert vanda- mál, ef ekki hefði staðið á mörkuðum og sölu, en sölutregðan var afleiðing samdráttar heimsmarkaðarins í kjölfar fyrri heimsstyrj- aldarinnar. Sölutregðan leiddi af sér hrun. Núverandi kreppa er framleiðslukreppa. Það er erfitt að framleiða vörur gróðavæn- lega. Það er hvorki sölukerfið eða verðlagið sem hrynur, heldur reynist örðugt að fram- leiða í hagkerfi þar sem viss lágmarksgróði er forsenda framleiðslunnar. Þessi lágmarks- gróði er víðast hvar ekki fyrir hendi, og má því segja að yfirstandandi kreppa eigi rætur sínar að rekja til of lítils arðráns (gróða). Víkjum nú nánar að þessari fullyrðingu. Hvernig var umhorfs í efnahagslífi Vesmr- landa í ársbyrjun 1974? Arðsemi framleiðslunnar á Vesturlöndum hafði minnkað að mun frá því sem áður var, þótt vandalaust reyndist að koma vörunum í verð. Heimsmarkaðurinn hafði vaxið hrað- ar en framleiðslan andstætt því sem átti sér stað í heimskreppunni 1929- Til að geta útskýrt þetta, verðum við að hverfa aftur í söguna. Aramgurinn milli 1950 og 1960 einkenndist af háu gróðahlut- falli (á nútíma ísl.: góðri afkomu atvinnu- veganna). Tæknileg umbylting varð í þróun framleiðsluaflanna um leið og uppbyggingin eftir stríðið, endurhervæðing og stór aukin heimsviðskipti komu í veg fyrir sömu þróun og varð eftir fyrri heimsstyrjöldina. Sú umbylting sem átti sér stað á fram- leiðslusviðinu leiddi til þess að fjárfestingar- vörur urðu ódýrari og gat því almenn vöru- framleiðsla vaxið hraðar en fjárfesting. Það myndaðist ástand sem er einstakt í sögu kapítalismans, þegar saman fer mikill gróði, lækkandi launahlutfall af þjóðartekjum, ásamt einstaklega hagstæðu hlutfalli milli vinnu og fjármuna. Þessi kapítaliska dýrð stóð í nokkur ár. En það var galli á gjöf Njarðar. A ámnum 110
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.