Réttur - 01.04.1976, Blaðsíða 4
gegn kerfinu, leitin að hugsjóninni, er þar
í fullu fjöri.
★
Allt frá uppkomu auðvaldsskipulags í
Bretlandi , myndun fyrstu kaupmanna- og
útgerðarstaða þar, hafa Bretar, þá oft í
harðri keppni við Hansa-staði fyrr á öld-
um, — rænt íslensk fiskimið, stundum
þurrausið svo að fiskur lifði þar af aðeins
vegna heimsstyrjalda. Haf íslands og jörð
Irlands eru elstu arðránssvæði breska
heimsræningjans, engilsaxneskrar heims-
valdastefnu. Síðustu áratugina beitir ann-
ar voldugasti auðhringur Breta, Unilever,
—- sem um leið er voldugasti útgerðar-
aðili Vestur-Þýskalands, — „sætabrauð-
inu og svipunni'' á víxl í viðskiptum við
ísland: lætur ríkisstjórnir þessara landa
beita svikasamningum eða ofbeldi til
skiptis.
Verslunarvaldið er umboðsmaður hins
erlenda auðvalds á Islandi. Kramaraandi
þess grefur um sig í þjóðlífinu sem melur
í ullarflík. Svikin í þriðja þorskastríðinu
kallar þetta auðvald „stórkostlegan sig-
ur“ alveg eins og 1961, þegar það kallaði
,,óuppsegjanlega“ landráðasamninginn,
sem batt ísland við 12 mílur og Alþingi
varð að rifta 1971, ,,mikinn sigur" (Mbl.
10. mars 1961).
Keflavíkurgangan mikla var aðvörun
gegn uppgjöf þeirri, er fram fór 1. júní,
og jafnframt var þar skorin upp herör
gegn her Bandaríkjanna á Islandi.
★
Það reynir nú á Alþýðubandalagið, á
reisn þess og hugsjónaeld, á skipulags-
hæfileika þess og forustuþrótt, að virkja
þessar fjöldahreyfingar sem markvissan
pólitískan mátt: sumpart að fá hundruð
og þúsundir þess áhugafólks, sem svo
ótvírætt hefur tjáð vilja sinn til baráttu,
inn í flokkinn, til að gera hann vígreifan
fjöldaflokk, — sumpart að skipuleggja til
pólitísks samstarfs alla þá, sem á einn
eða annan hátt buðu fram þrótt sinn til
átaka 15. maí.
Þá má ekki gleymast að framar öllu er
það í Reykjavík, sem sigurinn verður að
vinnast, — og þar hefur nú einmitt fjöld-
inn sýnt sinn mátt, sem virkja skal. —
En þar er líka höfuðvígið, þar sem aftur-
haldið hefur búið um sig með aldarfjórð-
ungs köldu stríði og þjóðernislegri lág-
kúru. Þess má minnast að Kommúnista-
flokkur Islands hafði 1937 15,2% kjós-
enda í Reykjavík, Sósíalistaflokkurinn
1942 (haustið) 30,2% og Alþýðubanda-
lagið, eftir harða og sigursæla baráttu
1974 20,6%. Nú er hið þrotlausa hug-
sjónarika fjöldastarf framundan, til þess
að tvinna saman stéttabaráttu alþýðu og
þjóðfrelsishreyfinguna í þá pólitísku flóð-
bylgja, er feykir burt því andlega fúa-
timbri þjóðlegrar niðurlægingar og þeirri
svikamyllu alþýðukúgunar, sem aftur-
haldsöflin byggja völd sín á.
í þingkosningunum 1908 reis þjóðin
upp gegn innlimunarstefnu afturhaldsins
þá og sigraði. 1942 reis íslensk alþýða
upp í skæruhernaði og tvennum þing-
kosningum og braut af sér gerðardóms-
fjötrana og fátæktarhlekkina.
SLÍK UPPREISN ER ÞJÓÐINNI LÍFS-
NAUÐSYN NÚ.
Myndin í upphafi er af útifundinum á Lækjartorgi
að lokinni Keflavíkurgöngu.
68