Réttur


Réttur - 01.04.1976, Blaðsíða 69

Réttur - 01.04.1976, Blaðsíða 69
ið um 107% árið 1974, í Argentínu um 40%, í Brasilíu um 31%, í Ekuador um 22%. 7 Kúbu hefur heilbrigðisástandið gerbreyst. Sjúkrahús voru 1974 235 (1958 44), tala lcekna hefur tvöfaldast og 1000 útskrifast árlega. Ymsum farsóttum, sem áður voru landlœgar, hefur verið útrýmt að fullu, svo sem malaríu, kóleru, bólusótt, bama-lömun- arveiki o. fl. Meðalaldurinn, sem var 54 ár fyrir byltingu er nú 70 ár. Og barnadauð- inn, sem áður var mikill, er nú aðeins 29 af hverjum 1000 nýfæddum, sem er með lægsta í heimi. Oll læknisþjónusta er ókeypis. — Hlutfallstalan um barnadauða á fyrsta ári miðað við 1000 nýfædd, sýnir best heilbrigð- isástand annarra landa rómönsku Ameríku: í Haiti er hún 230, víða í Brasilíu 180, (t.d. í Sao Paulo 90), í Chile 79 — og að meðal- tali í löndum rómönsku Ameríku 66. Kúba var fyrst allra landa rómönsku Ameríku til að útrýma ólæsinu með miklu átaki, er gert var strax eftir byltinguna. Fyrir byltinguna voru ein miljón manna ólæs og hálf miljón aðeins hálflæs, 600 þús. börn á skólaskyldualdri sóttu ekki skóla, en 10 þús. kennarar voru atvinnulausir á sama tíma. Nú er öllum oþin leið til menntunar, líka æðri menntunar, 3,5 miljónir íbiianna, þriðj- ungur þjóðarinnar, er nú að læra. — Hin opinbera tala ólæsis í rómönsku Ameríku annars er 27%, en ólæsið er meira. I E1 Salvador eru 70% íbúanna ólæsir og óskrif- andi, I Guatemala, Honduras og Paraguay 50%, í Ekuador 44%. 12 miljónir barna á skólaskyldualdri sækja ekki skóla. Fyrir byltinguna komu út bækur á Kúbu í einni miljón eintaka, nú 35 miljónir ein- taka, tímaritin í 29 miljónum eintaka, blöð'm í 311 miljónum eintaka. Er nú Kúba fremst allra rómönsku landa Ameríku á þessu sviði. — Skal síðar skýrt frá fleiri stórbreytingum. NAZARETH RAUÐ „Getur nokkuð gott komið frá Nazareth" sögðu afturhaldsmenn ofstækistrúar forðum daga, er sonur eins smiðs tók að boða bylt- ingarkenningar um jafnrétti mannanna, æsti upp lýðinn, einkum þá fátæku og hrópaði vei yfir þá ríku og fariseana — og var eðlilega krossfestur fyrir af yfirstéttum landsins, prestum og prelátum, með góðri aðstoð er- lends hernámsliðs. Þann 9- desember 1975 fóru fram borgar- stjórnarkosningar í Nazareth í Galileu í Israelsríki. Vann lýðræðisleg samfylking undir forustu Kommúnistaflokks Israels þar stórsigur: fékk 67,3% atkvæða og 11 borg- arfulltrúa af 17. Við kosningarnar 1970 hafði kommúnistaflokkurinn fengið 42% at- kvæða. Tawfiq Zayyad, sem er frægt arabiskt skáld og þingmaður Kommúnistaflokksins, i'ar kosinn borgarstjóri. Nazareth er ein af stærri borgum Israels með um 40.000 íbúa, meirihluti þeirra eru kristnir, en múhamedstrú er og mjög út- breidd, því arabar eru í meirihluta meðal íbúanna. Hefur ríkisstjórnin í Israel verið mjög hlutdræg gagnvart þeim 450 þúsund aröbum, sem eru ríkisborgarar í Israel, neit- að þeim um jafnrétti á ýmsum sviðum og oft ofsótt þá. Meðan Nazareth var stjórnað af afturhaldsflokkunum var mjög iila hugs- að um hag íbúanna: engin vatnsleiðsla, ekk- ert rafmagn, engin skólpræsi, svo nokkuð sé nefnt og atvinnuástand mjög bágborið. Engin ný atvinnutæki hafa verið sett þar síðan 1948 og tveir þriðju af karlmönnum borgarinnar verða að sækja vinnu út fyrir borgina. Hin gífurlegu herútgjöld Israels vegna árásarstefnu stjórnarinnar íþyngja al- menningi og rýra í sífellu kjörin. Tókst Kommúnistaflokknum að vinna hin ýmsu 133
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.