Réttur


Réttur - 01.04.1976, Blaðsíða 33

Réttur - 01.04.1976, Blaðsíða 33
Guðrún Gísladóttir og Valgerður Gísladóttir: Katrín Thoroddsen Katrín Thoroddsen hefði orðið áttræð í sumar, ef hún hefði lifað. Skal nú minnst aðallega tveggja þátta úr pólitísku lífs- starfi hennar, — og sögð er ein endur- minning úr öllu hennar mikla og marg- brotna læknisstarfi. Katrín Thoroddsen var dóttir þeirra þjóðfrægu hjóna Theodóru og Skúla Thoroddsen, fædd 7. júlí 1896 á (safirði. Katrín varð stúdent 1916 og útskrifaðist úr læknadeild Háskóla Islands 1921, stundaði framhaldsnám í Noregi og Þýskalandi, varð viðurkenndur sérfræð- ingur í barnasjúkdómum 1924, stundaði héraðslæknisstörf í Flateyjarhreppi 1924 —26, en settist síðan að í Reykjavík. Árið 1927 tók hún að sér forustu ung- barnaverndar Líknar og síðan varð hún yfirlæknir barnadeildar Heilsuverndunar- stöðvarinnar, er ungbarnaverndin fluttist þangað. Eftir 1961 dró hún sig að mestu í hlé frá læknisstörfum. Katrín andaðist 11. maí 1970. Sverrir Kristjánsson sagði í eftirmæl- um eftir hana þessa smásögu, táknræna fyrir vinsældir hennar meðal þarna: ,,Svo bar við fyrir mörgum árum — ætli það hafi ekki verið á þessum frægu kreppuárum, — að í barnaskóla einum í höfuðborginni lét kennarinn krakkana svara þeirri spumingu skriflega, hverjar þeir álitu vera bestu manneskjurnar, sem uppi hefðu verið á jörðunni. Lítil stúlka svaraði spurningunni á þessa lund: ,,Ég held að bestu menn, sem lifað hafa hafi verið Jesús Kristur og postularnir, og svo er það hún Katrín Thoroddsen." Katrín var eldheitur baráttumaður fyrir þjóðfrelsi og sósíalisma, barðist í fylk- ingarbrjósti fyrir þeim hugsjónum þá hríð- in var hörðust. Hún var löngum í mið- stjórn Sósíalistaflokksins, var um þriggja áratuga skeið á framboðslistum Komm- únistaflokksins, Sósíalistaflokksins og Alþýðuþandalagsins við þingkosningar og bæjarstjórnarkosningar. Hún átti sæti á stormasömu Alþingi frá 1946 til 1949 og í bæjarstjórn Reykjavíkur 1950—54. — Hér á eftir rekur Guðrún Gísladóttir nokkur atriði úr þingstörfum hennar og starfi í borgarstjórn, en Valgerður Gísla- dóttir minnist eins atviks úr viðamikilli sögu hennar sem læknis. KATRÍN THORODDSEN ÞINGMAÐUR 1946—'49 Kjörtímabilið 1946—49 var öriagarikt tímabil fyrir þjóðina. I upphafi þess, haustið 1946, var Keflavík- ursamningurinn samþykktur og í lok kjörtímabilsins, vorið 1949, samþykkti Alþingi inngöngu Islands í Atlantshafsbandalagið. Katrin Thoroddsen tók virkan þátt í baráttu þing- 97
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.