Réttur - 01.04.1976, Blaðsíða 12
Kristín
Sigfúsdóttir:
ÖRBIRGÐ
(Saga,endurbirt á aldarafmæli höfundar)
Kristín Sigfúsdóttir skáldkona á aldaraf-
mœli í ár. Fyrir hálfri öld var hún svo elsku-
leg að leyfa „Rétti" að birta eina af hinum
ágœtu smásögum sínum, „Örbirgð”, sem
varpar skceru Ijósi á þá fátækt og umkomu-
leysi, sem margt vinnandi fólk átti þá við að
stríða — og vinnukonurnar fengu ekki hvað
síst að kenna á. „Réttur" vill nú minnast
þessarar ágcetu skáldkonu með því að birta
sögu þessa á ný, en hún kom fyrst í 12.
árgangi 1927. Síðar birtist önnur nöpur á-
deilusaga hennar í „Rétti„Vanþakklceti"
í 16. árgangi 1931.
Kristín Sigfúsdóttir fceddist 13. júlí 1876
á Helgastöðum í Saurbcejarhreppi í Eyjafirði.
Hún giftist 1901 Pálma fóhannessyni,
bjuggu þau á ýmsum bcejum í Eyjafirði, en
lengst af í Kálfagerði, þangað fluttust þau
1908. 1930 fluttust þau til Akureyrar.
Það fyrsta, sem birtist eftir Kristínu var
leikritið ,,Tengdamamma" 1923, er þá var
sýnt á Akureyri. Mun Gunnar Benediktsson
sem þá var prestur í Saurbce hafa átt sinn
þátt í þvi að hún árceddi að leggja út á þessa
braut skáldskaparins við þcer erfiðu aðstceður,
er hún bjó við. Síðan birtust: „Sögur úr sveit-
inni” 1924, „Gestir" 1925, „Óskastundin”
1926, „Gömul saga” I—II 1927—28, „Árs-
tíðirnar” 1929. Leikritið „I bce og sveit” var
frumsýnt á Akureyri 1941 og leikritið „Mel-
korka” var leikið í útvarpinu 1954. — Heild-
arrit Kristínar voru gefin út í þrem bindum
1949—51 og ritaði Jón úr Vör formála.
Birtust þar m.a. Ijóð og bernskuminningar,
sem ekki höfðu birst áður. Kristín andaðist
1953.
Það var reisn yfir Kristínu Sigfúsdóttur
sem manni og skáldi og hana brast aldrei
kjark né kend til að taka málstað lítilmagn-
ans í þjóðfélaginu og tjá í listinni tilfinning-
ar hans og aðstöðu alla.
76