Réttur - 01.04.1976, Blaðsíða 47
milli 1960 og 1970 fór kálfurinn að launa
ofeldið, framleiðsludýrðin breyttist í fram-
leiðslutregðu.
Meðan framleiðslan var svona arðvænleg
jókst hún mjög hratt og leiddi það brátt til
skorts á vinnuafli en það ýtti undir almennar
launahækkanir og launahlutfallið tók að
hækka á ný. Vinnuaflsskorturinn varð til þess
að vélar voru keyptar í staðinn fyrir vinnu-
afl. Verkalýðsfélögin stóðu hinsvegar á varð-
bergi gegn tilraunum til að lækka launin
og hlut launa af launatekjum. Þetta tókst
víðast hvar nema í Bandaríkjunum og á Is-
landi. Þetta er lykillinn að núverandi kreppu-
ástandi hins kapítalíska heims. Eftir því sem
fastafjármagnið kom rneira í staðinn fyrir
vinnuafl og fjármagnið á bak við hverja
vinnandi stund jókst (stærri bátar, færri
menn) þeim mun hættulegri urðu launa-
hækkanir kerfinu, héldist full atvinna.
Hér hafði myndast gjá milli þess sem var
og átti að vera. Þessa gjá var reynt að brúa
með meiri verðbólgu, því verðbólgan átti
upphaflega að lækka launahlutfallið. Það
sem í byrjun leit út fyrir að vera átök um
skiptingu þjóðartekna, varð brátt að al-
mennri fjárfestingarkreppu, en það er hin
hliðin á framleiðslukreppunni. Fjármagns-
kostnaður var orðinn svo veigamikill og vax-
andi kostnaðarþáttur í framleiðslunni að tekj-
urnar stóðu ekki undir óbreyttum launum.
Aukin ríkisafskipti skerpa kreppuna
Allar götur frá upphafi sjötta áratugsins,
hafði átt sér stað umtalsverður bati í afkomu
alls þorra fólks. Vöruframboð var meira en
nokkru sinni fyrr bæði hvað snertir umfang
og fjölbreyttni og kerfisþægir bjartsýnismenn
voru ófeimnir við að mæra óskeikulleik þessa
stórkostlega hagkerfis. En velmegunin
blekkti. Hún kom í veg fyrir að horft væri
raunsæjum augum á þá óhófslegu rányrkju,
sem stunduð var á náttúrunni s.s. landeyðing
og mengun, eyðing dýrategunda og fisk-
stofna, þurrð á málmum og olíu o. s. frv.
Iðnaðarmanneskjan var firrt og þjóðfélags-
lega utangarðs. Þetta verður mönnum Ijóst
upp úr 1970. Þá var gripið til þess ráðs að
stórauka útgjöld til félagslegra umbóta og til
framkvæmda sem snertu innri svið hagkerf-
isins, s.s. menntamál, almannatryggingar
heilsugæslu, landvernd, byggðaþróun, vega-
mál og margt fleira.
Hlutur ríkisins í þjóðartekjum hlaut því
að stækka.
TAFLA I
Hlutfall ríkisútgjalda i þjóðarframl (á föstu verðlagi).
Ár
1958 14,8% 1971 23,8%
1961 17.8% 1972 28,4%
1964 18,9% 1973 29,4%
1967 21,5% 1974 (31%)
1969 18,5%
Hér á landi óx hann á skömmum
tíma úr 18% x liðlega 30%. Þetta virðist
hafa gerst nánast óháð því hvort hér var við
völd vinstri eða hægri stjórn.
Þegar saman féllu auknar ríkistekjur, hærri
fjárfestingarkostnaður atvinnurekenda og
öflug mótstaða verkalýðshreyfingarinnar gegn
lækkuðu launahlutfalli — hlaut eitthvað að
láta undan. Verðlagið fór upp á við en fram-
leiðslan dróst saman. Þannig urðu aukin rík-
isafskipti til að kynda undir kreppunni. Or-
sakirnar voru þær að útgjöld ríkisins voru
fjármögnuð með aukinni skattheimtu annars-
vegar en stórfelldum lántökum utanlands
sem innan hinsvegar.
Aukin skattbyrði olli því að bilið milli út-
111