Réttur - 01.04.1976, Blaðsíða 37
Guðrún Gisladóttir
Valgerður Gisladóttir
anna og með hvílíkum fláttskap var gengið til kosn-
inga 1946, þegar frambjóðendur allra flokka lofuðu
að standa vörð um frelsi landsins, ef þeir næðu
kosningu, en þingmenn stjórnarinnar sviku síðan
undir eins og á þing var komið með samþykkt
Keflavíkursamningsins. Síðan komu þau svik, sem
nú voru i undirbúningi. Hún ræddi NATO-samning-
inn grein fyrir grein og benti á hættur þær, sem
í honum fólust fyrir frelsi og sjálfstæði landsins
og hættuna á þvi, að landið dragist inn i hernaðar-
átök stórveldanna við það að ganga í hernaðar-
bandalag með öðrum aðilanum.
Máli sinu lýkur hún á þessa leið:.............Og
ekki má gleyma því, að „facilities' 'þýðir ekki
aðeins þægindi, heldur einnig ráðþægni. Og hver
efast um ráðþægni hæstvirtrar ríkisstjórnar? Hún
veit hvað hún ætlast fyrir og því er hún hrædd,
ofsahrædd. Þess vegna hefir hæstvirtur utanríkis-
ráðherra um sig lífvörð, og þess vegna er Alþing-
ishúsið nú viggirt og fullt af lögreglu og hvítliðum.
Það er af þvi að ríkisstjórnin er hrædd, lafhrædd,
og þá hræðslu losnar hún aldrei framar við . . .
Háttvirtir alþingismenn, látið ekki þau föðurlands-
svik viðgangast, fellið þingsályktunartillöguna um
þátttöku Islands í Atlantshafsbandalaginu."
II
BORGARFULLTRÚI 1950—’54
Katrín Thoroddsen var fulltrúi Sósíalistaflokksins
I borgarstjórn Reykjavíkur kjörtímabilið 1950—'54.
Ræður hennar i borgarstjórn eru hvergi bókaðar
101