Réttur - 01.04.1976, Blaðsíða 63
INNLEND ■
VÍÐSJÁ ■||H 1
UPPGJÖF í UNNU STRÍÐI
1. júní undirrituðu Matthías Bjarnason
sjávarútvegsráðherra og Einar Agústsson ut-
anríkisráðherra fyrir Islands hönd samkomu-
lag um fiskveiðar breta í íslensku landhelg-
inni. Þetta gerðist í Osló og hafði aðdrag-
andi verið alllangur og flókinn. Verða þeim
efnum gerð ítarlegri skil í Rétti síðar. Megin-
efnisatriði samkomulagsins frá 1. júní 1976
eru sem hér segir:
1. 24 togarar verða að daglegum veiðum
hér við land eða alls 93 skip sem fá leyfi
til að fiska hér.
2. Heimilt verður að veiða upp að 20 míl-
um frá ströndinni, en á nokkrum stöðum
þó aðeins að 30 mílum.
3. Bretar skuldbinda sig til að virða friðuð
svæði.
4. Samið er til sex mánaða þe. til 1. desem-
ber nk.
5. Bókun sex hjá EBE taki gildi — þe. nið-
ur verða felldir refsitollar á íslenskar vor-
ur í EBE-ríkjunum.
6. Um það sem við tekur að loknu samn-
ingstímabilinu segir:
„Eftir að samningurinn fellur úr gildi
munu bresk skip aðeins smnda veiðar á því
svæði, sem greint er frá í hinni íslensku
reglugerð frá 1. 6. 1975 í samræmi við það
sem samþykkt kann að verða af Islands
hálfu," Hér er greinilega átt við það að bret-
um verði áfram veittar heimildir til að veiða
hér við land að 6 mánuðum liðnum. Trúlegt
er talið að bretar telji sig nú þegar hafa
tryggingar fyrir þessu, enda þótt það komi
ekki fram í opinberum gögnum. I fréttastofu-
skeytum hefur komið fram að við undirritun
samkomulagsins hefur Crossland utanríkis-
ráðherra breta látið gera sérstaka bókun, þar
sem segir, að sögn NTB-fréttastofunnar:
að telji bretar „ekki liggja fyrir viðunandi
samkomulag milli ríkjanna þann 1. desember
um áframhaldandi veiðar breta eftir þann
tíma, þá muni breska ríkisstjórnin krefjast
þess hjá Efnahagsbandalaginu að tollaþving-
anir þess gagnvart íslendingum verði teknar
upp á ný."
Þegar þetta er skrifað hefur forsætisráð-
herra, Geir Hallgrímsson, þegar viðurkennt
að bretar leggi annan skilning í það sem á
eftir kemur en íslendingar.
Mikil andstaða var við þetta samkomulag
ráóherranna og er boðað til útifundar á Lækj-
artorgi, mótmælasamþykktir streyma að hvað-
anæfa. Hefur samstarfsnefndin um vernd
landhelginnar beitt sér í málinu, en aðilar
að henni eru Alþýðusamband Islands, Sjó-
mannasamband Islands, Farmanna- og fiski-
mannasamband Islands, Verkamannasam-
band Islands, Félag áhugamanna um sjávar-
útveg, Alþýðubandalagið, Alþýðuflokkurinn
og Samtök frjálslyndra og vinstri manna.
I samkomulagi Einars og Matthíasar við
breta var gert ráð fyrir því að það tæki þegar
gildi sem milliríkjasamningur, en slíkt er al-
varlegt stjórnarskrárbrot og hafa stjórnarand-
stöðuflokkarnir krafist þess að alþingi verði
127