Réttur


Réttur - 01.04.1976, Blaðsíða 31

Réttur - 01.04.1976, Blaðsíða 31
meðtöldum konum og börnum, að bana, voru á vegum CIA. CIA hefur og hina nánustu samvinnu við bandarísku auðhringana, svo sem ITT, Ana- conda og Kcnnecott hafa orðið að meðganga, ■— og bræðirnir liggja líka til Alþjóðagjaldeyris- bankans, eins og aðstoð hans við fasistastjórn Chiles sýnir, en hinsvegar setti banki sá láns- bann á ríkisstjórn Allendes í Chile. — Þessi banki og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er nú að- al lánardrottna fslnads. * Upp af hvaða jarðvegi sprettur slík glæpastarf- semi sem CIA á ríkis vegiun? Það er auðvaldsskipulagið sjálft, sem er und- irrótin, jarðvegurinn, — mannfólag þar sent gróðinn og peningamir eru tignaðir sem hið æðsta og eftirsóknarverðasta, sem allt skuli víkja fyrir, fyrst og fremst allar siðferðishug- myndir. Ibsen hélt þá hann orti „Víg Lincolns" að íbúar Bandaríkjanna myndu vakna til andstöðu gegn þessu auðdýrkunarsamfélagi á undan Evr- ópubúum.: „Þar lögin grcinast við glampa hnífs og gálginn cr rcttarborð, mcnn vakna I'yrr og sjá veginn til lífs cn vér mcð liin drcpandi orð“. (Þýðing Einars Ben.) Um tíma var sem verkalýður Bandaríkjanna ætlaði að verða fyrri til, en eftir 1918 og eink- um eftir 1945 hefur amerískt auðvald fullkomn- að svo hið „drepandi orð“ að alþýða Banda- ríkjanna er í dag andlegur fangi yfirstéttarinnar, þegar verkalýður Evrópu býst til að hrista af sér hlekkina. En sá tími mun koma þótt síðar verði að einnig í því útvalda landi stjórnmála- og dóms- morða muni „hefnandinn setja þing og lýgin fá lögfullan dóm“. „Einn lifir og dæmir. Og loknn knýst af lyganna dýflissugrind. En ckki Jió fyrr cn ormskclin brýst og cngir sig tímannn hneyxli og snýst í cigin síns afskræmis mynd“. (Ibsen, þýðing Einars Ben.) Ibsen var í allri sinni byltingarbjartsýni barn síns tíma. Hann trúði því að „kerfið" myndi falla, er ormétið væri orðið. Hann grunaði ekki í hve ægilegt kerfi auðmannastétt gæti bundið blekkingar sínar, ormétið sig inn í sál alþýðu, honum fannst hið „drepandi orð“ broddborgar- anna á 19. öld hámarkið. Auðmannastétt Bandaríkjanna hefur víggirt sig vel í valdakerfi sínu: Hún á tvo flokka sem hún lætur rífast sín á milli og innbyrðis og skipta 99% af þeim kjósendum, er nenna að fara og greiða atkvæði, upp á milli sín. Og hún á marg- ar sjónvarps- og útvarpsstöðvar, sem fylla hug alls almennings með því sem hún vill, og móta hugarfar hans að hennar vild, — auk þess að drottna yfir 99% blaða og tímarita, er þetta fólk les. En engin andleg formyrkvun, þótt ramm- byggð sé á blekkingu, spillingu og ofbeldi, varir að eilífu. Þegar sósíalistar Vestur-Evrópu verða sem ráðandi afl búnir að margfalda aðdráttarafl sósíalismans um allan heim og fullkomnuð gerfitungl brjóta einokun bandarískra sjón- varpsstöðva, þá mun og draumur Ibsens rætast: „Lát ormana naga sín hýði í hjóm, svo hrynji hið gamla lag. Lát hvcrfast um „kerfin“ hol og tóm, — fyrr hrópar ei réttlætið upp sinn dóm á sviköld, liins síðasta dag“. (Ibsen, þýðing Einars Ben.) * En hvað um okkur íslendinga? Eigum \’ið, sem sjáum hvernig ameríska spillingin í kjölfar kapltalismans, hernámsins og peningadýrkunarinnar gagnsýrir mannfélag vort æ meir með mánuði hverjum, — eigum við að bíða uns dómurinn yfir maðksmognu mann- félagi Bandaríkjanna verður upp kveðinn og framkvæmdur? — Og hvað yrði þá orðið eftir af raunverulega íslensku samfélagi? Við sjáum hvernig eiturkýlið á Keflavíkur- flugvelli spillir þjóðlífinu í námunda við sig, eiturlyfjanotkun og áður óþekktir glæpir magn- ast, en gróðabönd nokkurra aðilja í viðskiptum og stjórnmálum og forheimskvandi áróður nokk- urra blaða hindra allar aðgerðir gegn hættunni og standa í vegi þess að útrýma orsökum hennar. 95
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.