Réttur


Réttur - 01.04.1976, Blaðsíða 35

Réttur - 01.04.1976, Blaðsíða 35
flokks Sósíalistaflokksins gegn báðum þessum samþykktum. Frumraun Katrinar á þingi mun hafa verið þátt- taka hennar i utvarpsumræðum 5. okt. 1946, þar sem hún talar gegn Keflavíkursamningnum. Hún er ekki myrk í orðum og dylst engum að hún gerir sér fulla grein fyrir alvöru málsins. Hún segir m.a.: ..... Verði uppkast þetta samþykkt, eru íslenskir alþingismenn að taka sér vald, sem þeir eiga hvorki lagalegan né siðferðilegan rétt á. Þeir eru að svikja þjóð sína og gefa úr hendi hennar eina vopnið, sem smáþjóð fær beitt gegn stórveldi, en það er rétturinn á að staðið sé við gerða samninga ... (Alþ. 1946, B 239). I upphafi þessa þings bar Katrín fram frumvarp til laga um dagheimili fyrir börn innan skólaskyldu- aldurs (Nd. 85/1946). I frumvarpi þessu er gert ráð fyrir gæslu fyrir börn innan 1 mán. — 11/2 árs allan daginn, heilsdags gæslu fyrir börn 11/2 — 6 ára og hálfsdags gæslu fyrir 11/2 — 7 ára. Katrín vill að yfirstjórn barnaheimila sé í höndum fræðslu- málastjórn og ríkið taki þátt í byggingu og rekstri þeirra, enda verði barnaheimilum komið á fót út um allt land. Engin tilviljun mun hafa ráðið því, að fyrsta mál- ið, sem Katrin leggur fram á Alþingi, varðar heill barna. Kynni hennar af börnum höfuðstaðarins og þá einkum þörnum i efna-minni fjölskyldum borgar- innar, urðu til þess, að engum varð Ijósara en henni þörfin á því að bæta aðbúnað þessara þarna og styðja þau til eðlilegs þroska, andlega og lik- amlega. Athyglisvert er, að hún bendir I frumvarpi sínu á þá leið, sem farið var inn á rúmum 25 árum síðar, þ. e. að ríkið taki þátt í þyggingu og rekstri barna- heimila út um allt land en með því er staðfest nauðsyn þarnaheimila í uppeldis- og fræðslukerfi landsins. Annað frumvarp Katrínar var frumvarp til laga um breytingar á lögum um tekjuskatt og eigna- skatt (Nd. 91/1946). Þar gerir hún ráð fyrir, að giftum konum, sem stunda vinnu utan heimilis, sé heimilt að telja fram sérstaklega, ef tekjur þeirra fara yfir víst lágmark. Frumvarp þetta sýnir vel skilning Katrínar á þjóðfélagslegri aðstöðu kvenna. Á þeim tíma var samsköttunin einn aðal hemill á því, að giftar konur tækju að sér launuð störf, þar sem við lá, að þær yrðu að þorga með sér, ef tekjur þeirra urðu nokkr- ar að ráði, og eiginmaðurinn var I sæmilega laun- uðu starfi. Katrín gerði sér grein fyrir þýðingu þessa i baráttu kvenna fyrir jafnrétti til náms og starfa í þjóðfélaginu, þótt samsköttunin bitnaði aldrei á henni sjálfri, því hún var einhleyp alla ævi. Ákvæðið um lágmarkstekjur skýrir hún á þann veg, að hún hafi viljað forða frá óþarfa skriffinnsku vegna lítilla upphæða. Á þessu þingi fær Katrin samþykkta þingsálykt- unartillögu um innflutning nýrra ávaxta. Á þeim tima fengust ávextir aðeins gegn lyfseðli, og var innfluíningur þeirra mjög naumt skammtaður. Eng- um var Ijósara en Katrínu, hve mörg börn og sjúk- lingar þurftu á þessari fæðu að halda. I lok þingsins flutti Katrín ásamt þrem öðr- um þingmönnum, sínum frá hvorum þingflokki tillögu til þingsályktunar um uppeldisheimili (Sþ. 902/1946). Þar segir: Alþingi ályktar að fela rík- isstjórninni að undirbúa löggjöf um stofnun at- hugunarstöðva fyrir börn, sem eru andlega miður sín og uppeldisheimilis fyrir pilta og stúlkur, sem eru á glapstigum siðferðilega, sbr. lög um vernd barna og ungiinga —. Lög þau, sem þarna er vitnað til, voru samþykkt á sama þingi. I þeim fólst heimild til þess að koma á fót slíkum stofn- unum, þegar peningar væru fyrir hendi, en Katrín og meðflutningsmenn hennar vildu að þetta yrði framkvæmt þegar í stað. Þingslit urðu áður en þingskjal þetta var tekið á dagskrá, en á næsta þingi tóku flutningsmenn málið upp að nýju og var þá kveðið nokkru fastar að orði. Ríkisstjórninni sé falið ,,að hefja nú þegar undirbúning að stofnun . . .“ (Sþ. 71/1947). Katrín talaði fyrir málinu. Því var síðan vísað til nefndar og kom ekki fram aftur. Haustið 1947 hófst vöruskömmtun á Islandi. Katrín gerði strax harða hrið að viðskiptamálaráð- herra fyrir undirbúning og fyrirkomulag skömmt- unarinnar. Hún flutti þingsályktunartillögu um ógild- ingu skömmtunarreglna, er til framkvæmda komu 1. okt. 1947 og að settar verði nýjar reglur í þeirra stað (Sþ. 8/1947). I greinargerð segir hún að vöruskömmtun sé nauðsynleg og sjálfsögð, en í skömmtunarreglum verði að taka tillit til allra, sem hlita eiga skömmtuninni. Kerfið þurfi að vera hag- kvæmt í framkvæmd. Erfiðismenn, barnshafandi konur, sjúklingar, börn og gamalmenni fái auka- skammt eftir þörfum og gætt verði hagsmuna fólks, sem er að stofna heimili. Hún atyrðir ríkisstjórnina fyrir þann drátt, sem varð á að koma skömmtun- inni á, eftir að allir vissu, hvað til stóð. Það varð 99
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.