Réttur - 01.04.1976, Blaðsíða 52
verðmætarýrnunar peninga gagnvart fast-
eignum. Eignir aukast þótt reksturinn sýni
tap, og það mikið tap að sífellt þarf meiri
og hraðari lán til að halda þessari vitfirrings-
lega kapphlaupi áfram. Og þá er leitað á
náðir brasks og hverskyns lögbrota til að
halda spilaborginni gangandi. Siðleysi verð-
bólgu og auðvalds kemur ekki aðeins fram í
Klúbbmálinu og Alþýðubankamálinu það
er ubara þær bólur sem springa — siðleysið
er kerfið sjálft, og það á eftir að springa.
Það er ekki alþýðan sem lifir um efni
fram, eins og Olafur Jóhannesson fullyrðir.
Það eru ekki of háar greiðslur fyrir vinnu-
aflið sem eru að sliga atvinnulífið. Það
er eignastéttin, fjármagnsbraskararnir, út-
gerðarmenn og ramáttavillt stjórnvöld
sem eru að sliga almenning. Eignastéttin
á of miklar eignir og almenningur þarf að
skerða kjör sín til að geta haldið uppi svona
ríkri stétt. Fjármagn er í reynd ekkert annað
en vinna kynslóðanna og þegar hún er þrotin
þá er það vinnuafl nútíðarinnar og framtíð
arinnar sem „borgar' fjármagnið.
Of mikið og óarðbært fjármagn takmark-
þjóðina við verðbólguna hefur okkur verið
talin trú um að þetta sé allt í stakasta lagi,
allir græddu á verðbólgunni .Þetta er argasta
blekking, verðbólgan er að gera þjóðina
gjaldþrota. Hallinn á viðskiptum okkar við
útlönd nemur um 60 hundraðshlutum af ár-
legum útflutningi. Heildarskuldir við útlönd
eru á milli 95 og 100 miljarðar og fara vax-
andi, og þó er áfram predikuð eyðslustefna.
Við lifum á lánum sem við ætlum ekki að
borga sjálf nema að litlum hluta — heldur
eftirlátum það afkomendum okkar og kom-
andi kynslóðum. Stórmannlegt að eyða því
sem maður ekki á.
IV.
AUÐLINDAKREPPAN
Karl Marx segir einhversstaðar að sagan
setji mannskepnunni ekki önnur verkefni en
hún geti leyst. Við íslendingar stöndum nú
frammi fyrir hrikalegri vandamálum en við
höfum um langan tíma gert. Fiskimiðin eru
að eyðast upp — fiskurinn er á þrotum.
TAFLA V.
Fjármunamyndun 1969—1974 (án álverksmiðju). Á verðlagi hvers árs (I milj. kr.).
1969 % 1970 % 1971 % 1972 % 1973 % 1974 %
A. Atvinnuvegir 2083 29 4088 41 7640 50 8080 44 12900 46 30630 46
B Ibúðarhús 1804 25 2138 22 2700 18 4120 23 7740 27 10200 23
C. Opinberar byggingar 3396 46 3655 37 5000 32 6070 33 7730 27 14150 31
Fjármunamyndun alls 7283 100 9881 100 15340 100 18270 100 28370 100 44980 100
ar framleiðslumöguleika landsins og heldur
kjörum launafólks niðri. Verðbólgan er ekki
bara notuð til að ræna sparifé og lífeyrissjóði
heldur ekki síður til að lækka laun. Island
er aftur orðið að láglaunalandi. Til að sætta
Framtíð okkar er í hættu. Við höfum
gengið í þennan mikla sjóð öldum saman og
fætt okkur þar af. Hagkerfi okkar hefur sína
gulltryggingu í fiski og er því sniðið eftir
duttlungum hans. Lengi vel héldum við að
116