Réttur


Réttur - 01.04.1976, Blaðsíða 43

Réttur - 01.04.1976, Blaðsíða 43
efnahagserfiðleika sem við eigum nú við að stríða. Sumir segja að yfir standi langvar- andi strúktúrvandi eða kreppa — aðrir tala um tímabundin vandkvæði eða það sem sem kallað er hagsveifla. Stjórnarandstaðan hefur yfirleitt fremur talað um tilbúinn vanda rík- isstjórnarinnar, meðan ríkisstjórnin afsakar dugleysi sitt og úrræðaleysi með fjálglegu tali um alheimskreppu. Báðir hafa nokkuð til síns máls. Við sósíalistar megum aldrei gleyma því að við erum að berjast gegn ákveðinni hag- skipan — gegn ríkjandi eignaskipan samfé- lagsins, en hún leiðir til margskonar órétt- lætis, efnahagskreppna, örbirgðar og mann- legs kyrkings. Aróður okkar verður jöfnum höndum að beinast gegn hagkerfinu og stjórnvöldum, og við megum ekki láta það henda okkur, að gleyma barátmnni fyrir nýju og fullkomnara hagkerfi í pólitískum hvers- dagsönnum. Okkur er lítt um það gefið að tala mikið um kreppur, þær minna á fátækt, basl og kolsvart atfurhald. Almennt ríkir sú skoðun að kreppur séu sjáanlegar í búðar- gluggum, á strætum úti, á alþýðuheimilum. En það er með kreppuna eins og mannskepn- una að útlit hennar er margvíslegt. Það er kreppum sameiginlegt að þær standa yfir í nokkuð langan tíma og bera vott um meiri- háttar sjúkdóma í hagkerfinu. Þær líða þó hjá engu að síður, þótt skaði þeirra sé veru- legur, því krefjast þæ>- róttækra lækningar- meðala. Hitt hugtakið sem notað er til að gera grein fyrir tmflunum í hagkerfi nú eru svo- kallaðar hagsveiflur. Þær em notaðar þegar um er að ræða stuttar tmflanir, sem koma og fara með vissu millibili eins og sjávarföll. Hérlendis eru hagsveiflur mjög tíðar og miklu tíðari en í nokkru öðru landi á norð- hveli jarðar. Hagsveiflurnar gera verðbólg- una að eilífðarmáli íslenskra stjórnmála, það er þeirra sameiginlega einkenni hér — þær leiða alltaf til aukinnar verðbólgu. Skulum við nú lýsa vélgengni einnar hag- sveiflu og draga fram þau þjóðfélagsátök sem hún leiðir af sér. Hagsveiflan afleiðing einhæfs atvinnulifs Það sem einkennir íslenskt efnahagslíf framar öðm frá þjóðarbúskap annara landa, sem búa við kapítalíska framleiðsluþætti, er einhæfni atvinnulífsins, einkum hvað snert- ir útflutning. Efnahagsþróunin hér hefur um margt orðið öðruvísi en hjá nágrönnum okkar. Við höfum í senn náð tiltölulega háu lífskjarastigi ásamt miklum óstöðugleika í efnahagsþróuninni. Sveiflur í árlegum breyt- ingum þjóðartekna hafa verið tvöfalt meiri en í nokkru nágrannalandi okkar. Skýringar á þessu er að leita í mikilvægi sjávarútvegsins, í þjóðarbúskapnum. Við erum í miklum mæli háð duttlungum náttúru og erlendra verðsveiflna, en hvorugt er undir áhrifa- mætti innlendrar hagstjórnar. Mikilvægi sjávarútvegs sést best á því að talið er að 25—30% þjóðarframleiðslunnar eigi meint eða óbeint rót sína að rekja til sjáv- arútvegs og 85—90% útflutningstekna ef álútflutningi er sleppt, en útflutningur og innflutningur vöm og þjónusm nemur um 40—45% af verðmæti þjóðarframleiðslunn- ar. Rannsóknir á ferli íslensku verðbólgunn- ar benda ótvírcett til þess að óstöðugleiki í tekjum sjávarútvegsins ásamt endurteknum gengisfellingum sé meginskjring hennar. Það er ekki síður eftirtektarvert að verðbólg- an virðist ekki ná sér verulega á strik fyrr en eftir 1950 þegar gengið er fellt í kjölfar verðfalls á fiski. Eftir að farið er að nota gengið sem hagstjórnartæki fyrir alvöru, sígur 107
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.