Réttur - 01.04.1976, Blaðsíða 44
sífellt meir á ógæfuhliðina fyrir okkur.
Haftastefnan svokallaða og millifærslukerfið
hafa á ýmsan hátt tekið meira tillit til sér-
aðstæðna íslensks efnahagslífs heldur en
gengishyggja svokallaðra frjálsra verslunar-
hátta. Þeir sem vilja kynna sér ferli verð-
bólgunnar ættu að skoða og bera saman
hreyfingar á vísitölu útflutningsverðs (þ.e.
sjávarafurða) og vísitölu vöru og þjónustu.
En fylgjum nú ferli einnar verðhækkunar
á fiski erlendis. Við fiskverðshækkunina
hækka tekjur í sjávarútvegi, fyrst hjá fisk-
vinnslunni síðan hjá veiðunum. Tekjur sjó-
manna hækka sjálfkrafa gegnum hlutaskipta-
kerfið. Hér eru það sameiginlegir hagsmunir
bæði útgerðarmanna og sjómanna að tekju-
hækkun atvinnuvegarins sem heildar verði
sem mest. Tekjuhækkun sjómanna hefur
veruleg áhrif á launakröfur annara starfshópa
hagkerfisins, en það eru hópar sem ekkert
tillit þurfa að taka til erlends verðlags eða
samkeppnisaðstöðu. En tekjuaukningin í sjáv-
arútveginum hafði einnig í för með sér aukið
peningamagn og þar af leiðandi meira svig-
rúm bankanna til útlána. Almenn eftirspurn-
aráhrif láta ekki á sér standa, s. s. í vaxandi
framkvæmdasemi á ýmsum sviðum ekki síst
byggingariðnaði. Launahækkunum í þeim at-
vinnuvegum sem ekki búa við neina erlenda
samkeppni er velt út í verðlagið umsvifala-
ust. Hér grípa tekjuskiptingarátök stéttanna
inn í þróunina og skerpa hana að mun. Lög-
tenging launa bóndans við laun annara stétta
hnykkir enn á útbreiðslu verðsveiflunnar.
Laun opinberra starfsmanna hækka sjálf-
krafa svo og bætur almannatrygginga —
þegar hér er komið sögu er allt hagkerfið
komið á hærra tekjustig en áður.
En þótt þennig megi rekja upptök verð-
lagsþróunarinnar til verð- eða aflabreytinga í
sjávarútvegi, kemur margt til viðbótar til að
ýta undir frekari verðbólguþróun. Mjög lág
framleiðni í samkeppnislausu atvinnuvegun-
um ýtir undir tilhneigingar til að hækka
verðið meira en nemur launahækkuninni.
Áhrif spákaupmennsku og brasks má ekki
vanmeta og þeirrar tilhneigingar auðstéttar-
innar að græða á verðbólgunni — og bein-
línis að reka fyrirtækin í gegnum eignamynd-
un og eignabrask fremur en skynsamlegan
rekstur. En að því mun verða vikið síðar.
Enn skýrari fylgni í breytingum á verð-
lagi og tekjum sjávarútvegs sést ef um er að
ræða verðfall eða aflabrest og hvorutveggja
er svarað með gengisfellingu.
Gengisfellingar
Eins og að framan er sagt, hafa gengis-
fellingar verið andsvar ríkisstjórna við
aflabresti eða verðfalli á fiskafurðum erleid-
is síðan fyrri vinstri stjórnin leið. Þær hafa
átt að færa tekjur til sjávarútvegs. Rýrnaðar
gjaldeyristekjur þrengja möguleika á því að
greiða fyrir innflutning. Með fallandi arð-
semi í útflutningsatvinnuvegum verður æ tor-
veldara að halda fólki þar. I samkeppnislausu
greinunum haldast laun óbreytt eða hækka
jafnvel (vísitölukerfið), en það eykur eftir-
spurn þrátt fyrir minnkandi gjaldeyristekjur.
Þar kemur að því að gengið er fellt, þar með
hækka tekjur sjávarútvegs og hringekjan
heldur áfram, innflutningsverðlag hækkar
sem nemur gengisfellingunni og við-
bættu dulitlu meira, sem fellur í skaut
innflytjenda. En gengisfellingin hefur fleiri
áhrif. Hún færir ekki aðeins til tekjur frá
almenningi til sjávarútvegsins, heldur einnig
milli stétta. Sérhver gengisfelling táknar stór-
kostlegar tilfærslur á fjármunum til stór-
skuldara og er verðmætarýrnun á sjóðum
landsmanna — en verkalýðshreyfingin er nú
einn helsti eigandi þeirra. Gengisfelling er
þannig um leið auðsöfnunaraðferð braskar-
108