Réttur


Réttur - 01.04.1976, Blaðsíða 44

Réttur - 01.04.1976, Blaðsíða 44
sífellt meir á ógæfuhliðina fyrir okkur. Haftastefnan svokallaða og millifærslukerfið hafa á ýmsan hátt tekið meira tillit til sér- aðstæðna íslensks efnahagslífs heldur en gengishyggja svokallaðra frjálsra verslunar- hátta. Þeir sem vilja kynna sér ferli verð- bólgunnar ættu að skoða og bera saman hreyfingar á vísitölu útflutningsverðs (þ.e. sjávarafurða) og vísitölu vöru og þjónustu. En fylgjum nú ferli einnar verðhækkunar á fiski erlendis. Við fiskverðshækkunina hækka tekjur í sjávarútvegi, fyrst hjá fisk- vinnslunni síðan hjá veiðunum. Tekjur sjó- manna hækka sjálfkrafa gegnum hlutaskipta- kerfið. Hér eru það sameiginlegir hagsmunir bæði útgerðarmanna og sjómanna að tekju- hækkun atvinnuvegarins sem heildar verði sem mest. Tekjuhækkun sjómanna hefur veruleg áhrif á launakröfur annara starfshópa hagkerfisins, en það eru hópar sem ekkert tillit þurfa að taka til erlends verðlags eða samkeppnisaðstöðu. En tekjuaukningin í sjáv- arútveginum hafði einnig í för með sér aukið peningamagn og þar af leiðandi meira svig- rúm bankanna til útlána. Almenn eftirspurn- aráhrif láta ekki á sér standa, s. s. í vaxandi framkvæmdasemi á ýmsum sviðum ekki síst byggingariðnaði. Launahækkunum í þeim at- vinnuvegum sem ekki búa við neina erlenda samkeppni er velt út í verðlagið umsvifala- ust. Hér grípa tekjuskiptingarátök stéttanna inn í þróunina og skerpa hana að mun. Lög- tenging launa bóndans við laun annara stétta hnykkir enn á útbreiðslu verðsveiflunnar. Laun opinberra starfsmanna hækka sjálf- krafa svo og bætur almannatrygginga — þegar hér er komið sögu er allt hagkerfið komið á hærra tekjustig en áður. En þótt þennig megi rekja upptök verð- lagsþróunarinnar til verð- eða aflabreytinga í sjávarútvegi, kemur margt til viðbótar til að ýta undir frekari verðbólguþróun. Mjög lág framleiðni í samkeppnislausu atvinnuvegun- um ýtir undir tilhneigingar til að hækka verðið meira en nemur launahækkuninni. Áhrif spákaupmennsku og brasks má ekki vanmeta og þeirrar tilhneigingar auðstéttar- innar að græða á verðbólgunni — og bein- línis að reka fyrirtækin í gegnum eignamynd- un og eignabrask fremur en skynsamlegan rekstur. En að því mun verða vikið síðar. Enn skýrari fylgni í breytingum á verð- lagi og tekjum sjávarútvegs sést ef um er að ræða verðfall eða aflabrest og hvorutveggja er svarað með gengisfellingu. Gengisfellingar Eins og að framan er sagt, hafa gengis- fellingar verið andsvar ríkisstjórna við aflabresti eða verðfalli á fiskafurðum erleid- is síðan fyrri vinstri stjórnin leið. Þær hafa átt að færa tekjur til sjávarútvegs. Rýrnaðar gjaldeyristekjur þrengja möguleika á því að greiða fyrir innflutning. Með fallandi arð- semi í útflutningsatvinnuvegum verður æ tor- veldara að halda fólki þar. I samkeppnislausu greinunum haldast laun óbreytt eða hækka jafnvel (vísitölukerfið), en það eykur eftir- spurn þrátt fyrir minnkandi gjaldeyristekjur. Þar kemur að því að gengið er fellt, þar með hækka tekjur sjávarútvegs og hringekjan heldur áfram, innflutningsverðlag hækkar sem nemur gengisfellingunni og við- bættu dulitlu meira, sem fellur í skaut innflytjenda. En gengisfellingin hefur fleiri áhrif. Hún færir ekki aðeins til tekjur frá almenningi til sjávarútvegsins, heldur einnig milli stétta. Sérhver gengisfelling táknar stór- kostlegar tilfærslur á fjármunum til stór- skuldara og er verðmætarýrnun á sjóðum landsmanna — en verkalýðshreyfingin er nú einn helsti eigandi þeirra. Gengisfelling er þannig um leið auðsöfnunaraðferð braskar- 108
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.