Réttur


Réttur - 01.04.1976, Blaðsíða 26

Réttur - 01.04.1976, Blaðsíða 26
ar forsendu engin íslensk menning, ekkert raun- verulegt sjálfstæði. Hefðum við glatað efnahags- legu sjálfstæði okkar höfum við jafnframt glatað pólitískri stöðu okkar eins og hún er í dag meðal annars til þess að reka herinn úr landinu, eða til þess að segja ísland úr Nató eða til þess að heyja árangursríkja kjarabaráttu. Landhelgismálið sjálft og öll sú umræða hefur enn orðið til þess að opna hugi fólks fyrir þjóð- ernislegum og utanrikispólitískum staðreyndum. Jafnvel þeir sem hafa verið ákafastir stuðnings- menn hersetunnar gera sér nú Ijóst það sem við höfum haldið fram árum saman að herinn er hér fyrir Bandaríkin og sömu menn gera sér Ijóst að aðild Islands að Nato er i þágu stórveldanna í Nato en ekki okkar þágu alveg á sama hátt og aðild tékka og slóvaka að Varsjárbandalaginu er fremur í þágu rússa en Tékkóslóvakiu. I landhelgisum- ræðunni verður undirlægjuháttur forustumanna stjórnarflokkanna augljós og aumingjaskapur þeirra kallar aftur á djarfhuga utanríkisstefnu. Stóra hættan við landhelgismálið er sú að rikisstjórnin taki að makka um málið á vettvangi Atlanshafs- bandalagsins svipað og gert var 1961, þegar nauð- ungarsamningarnir voru gerðir sem fólu í sér að viðreisnarstjórnin afsalaði rétti íslendinga til þess að færa landhelgina út frekar, þe. úr 12 sjómílum. Þess vegna þurfum við nú stöðugt að vera á verði andspænis þessari hættu um leið og við gerum allt sem hægt er til þess að koma i veg fyrir samningana. SAKAMÁL Pólitísk umræða siðustu missera væri ekki sér- stök fyrir landhelgismálið og efnahagsmálin ef ekki kæmi fleira til. Umræðan að undanförnu manna á meðal hefur ekki aðeins staðnæmst við þetta eitt, því að siðustu misserin hefur hvert glæpamálið á fætur öðru verið í umræðunni. Þessi glæpamál eru ekki af smærra taginu, þau ná viða yfir og víða er tekið ,að glitta í slappan siðferðisbúk mafíanna. Fyrsta málið af þessu tagi sem kom upp á sl. ári var svonefnt Ármannsfellsmál. Þar kom það upp að byggingafélag nokkurt í borginni hafði greitt miljón í kosningasjóð Sjálfstæðisflokksins í því skyni að fá eina eftirsóttustu lóð borgarinnar. Þetta mál var í fyrstu ekki í hámælum en komst þó fyrr i hámæli en ella þar sem hörð valdabarátta stóð yfir á sama tíma innan Sjálfstæðisflokksins, þar bitust mafíurnar ótt og títt. Þetta mál fékk þann ólukkulega endi að íhaldið var sýknað af misferl- inu; ekki þóttu efni til ákæru þar sem ekki var sannað að bein tengsl hefðu verið á milli lóðaút- hlutunarinnar og miljónarinnar. I Bandaríkjunum þar sem réttarfar stendur að ýmsu leyti feti framar en hér hefði ekki þurft að sanna þessi aug- Ijósu tengsl á milli miljónarinnar og lóðarinnar. Það eitt hefði nægt þar til þess að koma stjórnmála- mönnum frá að lóðin og miljónin höfðu nær sam- tímis farið í gegnum hendurnar á sama manninum. Albert Guðmundsson og Birgir Isleifur Gunnars- son hefðu báðir verið reknir frá embættum í öll- um venjulegum ríkjum þar sem réttarfar hefur feng- ið að þróast eðlilega. Næsta mál sem skaust upp á síður dagblaðanna var svonefnt Alþýðubankamál. Þar kom í Ijós að bankinn hafði lánað fáeinum fyrirtækjum stórfelldar fjárfúlgur, þannig að bankinn hafði ekkert eftir til þess að lána alþýðufólki og alþýðusamtökunum eins og honum hafði verið ætlað í upphafi. Nú er þetta mál til meðferðar I dómstólakerfinu. Sjálf- sagt verður þar ekki heldur ástæða til málshöfð- unar vegna þess að í rauninni hafi öll stjórn Al- þýðubankans verið fyrir innan lög og rétt; ekki verði efni til málshöfðunar o. s. frv. Þannig er íslenskt réttarfar, það getur dæmt þúfutittlingana til bana fyrirhafnarlaust, stórveldin fá að fara sínu fram. Það er nefnilega ekki glæpsamlegt skv. islenskum lögum að lána bröskurum og glæpa- hringum peninga alþýðunnar. Þriðja málið og sennilega það stærsta hefir verið rætt mikið manna á meðal síðustu dagana. Þar er um að ræða smygl, yfirhilmingar, tékka- svindl í stórum stil og jafnvel mannsmorð. Einnig í þessu máli er réttvísin ákaflega svifasein, nema þegar hún þarf skyndilega að tefja málin. Það gerðist tam. þegar tveir menn fundu að því við dómsmálaráðuneytið að mannorð þeirra væri í stórfelldri hættu fyrir hverskyns órökstuddum rógi. Þá brá dómsmálaráðuneytið við ótt og títt og benti á það hvað þessum guðsenglum liði dapurlega að þurfa að engjast í rógsfljóti ósanngjarnrar alþýðu. Það gerðist og í þessu máli að fyrirtæki eitt sem þar kom snemma við sögu varð uppvist að van- skilum á sköttum. En yfirvöldin sáu óðara í gegn- um fingur við forsjármenn þess; þeir stofnuðu annað fyrirtæki, en söluskattssvindlið var i fjögur ár I rannsókn, sem nú er nýlega lokið. 90
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.