Réttur


Réttur - 01.04.1976, Blaðsíða 60

Réttur - 01.04.1976, Blaðsíða 60
Er Atlandshafsbandalagið fyrir auðvaldið eða lýðræðið? Þessi fyrirsögn er þversögn — sem stendur — Atlandshafsbandalagið er skapað af auðvaldinu, fyrir auðvaldið, en undir yfirskyni lýðræðis, en afneitar enn sem komið er þess krafti: óttast það ef „lýðurinn" skyldi fara að vilja ráða. — Við íslendingar höf- um fengið smjörþefinn af því nú undanfarið hvernig herfloti Natoveldis, hins forna breska nýlendukúgara, er notaður gegn okkur í lífs- og þjóðfrelsis-baráttu vorri. Frá sjónarmiði sjálfstæðs, vopnlauss íslantís er það fásinna að vera í hernaðarbanda- lagi og fyrir þjóðina er það smán og lífshætta að hafa hér erlendan her. En þar fyrir þurfum við að fylgjast með því af athygli og raunsæi hverju fram vindur í Atlandshafsbandalaginu og hverjar hugsanlegar breytingar kunna að verða á því. Atlantshafsbandalagið — eða Nato öðru nafni — var myndað af auðmannastétt Bandaríkjanna til baráttu gegn sósíalism- anum og til eflingar auðdrottnunar í heim- inum. En slíkt má ekki segja — aðeins gera. „Fagurt skal mæla en flátt hyggja." I 1. gr. sáttmálans stendur því að aðilar séu „staðráðnir í því að varðveita frelsi þjóða sinna, sameiginlega arfleifð þeirra og menn- ingu, er hvíla á meginreglum lýðræðis, ein- staklingsfrelsi og lögum og rétti." Bandaríkjastjórn var alveg ákveðin í því að Nato væri eingöngu til framdráttar auð- valdi í heiminum, en hún neyddist til að nota „lýðræðið" sem skálkaskjól, af því ýms ríkin, t.d. Norðurlönd, tóku það alvarlega. Samt tókst henni að knýja fram að Tyrkland yrði með, þótt svo lýðræðið þar væri vissulega í hæsta máta vafasamt, en landið því þýð- ingarmeiri skotpallur á Sovétríkin. En Spáni fasismans tókst henni ekki að fá inn. Norð- urlönd neituðu. Háttsetmr embættismaður Bandaríkja- stjórnar var að því spurður nokkru eftir stofnun Nato, hvað Bandaríkjastjórn gerði ef kommúnistar kæmust til valda í Nato- landi á lýðræðislegan hátt. Hann svaraði: „Slíkt getur ekki gerst." — Það var nú í þá tíð. En nú hefur slegið flemtri á forustumenn 124
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.