Réttur


Réttur - 01.04.1976, Blaðsíða 45

Réttur - 01.04.1976, Blaðsíða 45
anna, hún lækkar raungildi skulda en hækkar tekjur innflytjenda m.m. Því er stundum slegið fram að verðbólgan sé afleiðing stéttaátaka í þjóðfélaginu. Þau stéttaátök hljóta fyrst og fremst að koma fram í kjaradeilum. Launahækkanir geta or- sakað hærra verð einstakra vörutegunda, sé atvinnurekandi í stöðu til að velta launa- hækkunum út í verðlagið, en þær geta ekki orsakað verðbólgu, sem er langvinn og sífelld hækkun vöruverðs. Það þarf mikla fjármuni til að fjármagna verðbólguna og þeir koma utanfrá. Vísitölubinding launa er heldur ekki orsöku verðbólgunnar. Síðastliðið ár var verð- bólgan um 50% en vísitölubinding bönnuð og launahækkanir sáralitlar, og heiftúðugum stéttaátökum ekki fyrir að fara. Það má færa nokkuð gild rök fyrir því að skortur á stéttaátökum sé ein helsta trygging fyrir framgangi verðbólgunnar, bæði hvað snertir langlundargerð verkalýðshreyfingar- innar gagnvart gengisfellingum og verðbólgu en einnig vegna takmarkaðrar samstöðu inn- an atvinnugreina, milli sveina og meistara, sjómanna og útvegsmanna. Ég geri einnig ráð fyrir því að, ef samið væri við bændur um landbúnaðarverð yrðu hækkanir þar minni en þegar þær eru sjálfvirkar eins og nú. Látum þetta nægja. Það er enginn efi á því að megin aflvaki verðbólgunnar er staða sjávarútvegsins, og sveiflutíðni hans. En margt kemur þar fleira til, því verðbólgan íslenska er litskrúðugt fyrirbæri. Að ná tökum á verðsveiflum Tekjusveiflur í sjávarútvegi verða aldrei viðráðanlegar meðan óbreytt skipulag ríkir í sjávarútvegi. Þessari yfirburðastöðu sjávar- útvegsins verður að mæta með sterkri, sam- ræmdri stjórnun. I staðinn fyrir að láta hann stjórna okkur, verðum við að stjórna honum. Besta lausnin væri tvímælalaust að þjóð- nýta sölusamtök sjávarútvegsins og stærsm vinnslustöðvarnar. Það er enginn efi á því að slíkt byði upp á möguleika til fullkominnar hagstjórnar og hámarksnýtingu fiskimiðanna. Hinn kosturinn er að efla og breyta verðjöfn- unarsjóði fiskiðnaðarins. Það ætti að nota hann til að jafna út tekjusveiflurnar, svo og aflabrögð en ekki bara jafna á milli greina, eins og nú er gert. En þetta nægir ekki til að einangra hag- sveifluna. Innflutningsverð skiptir einnig öllu máli varðandi verbólguþróunina og verðlag á innflutningi fellur ekki alltaf saman við verðlagsþróun útflutnings. Um 40% af öll- um vörum sem íslenskt alþýðuheimili kaupir daglega eru innfluttar. Hér er einnig um tvær leiðir að ræða. Annaðhvort þjóðnýting á inn- flutningi svokallaðra nauðsynjavara, sem yrði þá í því formi að hluti heildsölufyrirtækja yrði þjóðnýrmr, hinsvegar önnur og skyn- samlegri beiting verðlagseftirlitsins. Þessat ráðstafanir kynnu að vekja furðu erlendis þar sem við allt annarskonar innflutningsvanda- mál er að stríða. A Islandi er almenningur nánast ofurseldur duttlungum heildsalanna, þeir hafa það í hendi sér með hvaða kjörum er flutt til landsins. Þetta eru tiltölulega fá fyrirtæki sem skipta máli þarna. Núverandi verðlagseftirlit kemur hér að ákaflega litlu gagni. Reynslan hefur sýnt að það megnar ekki að koma í veg fyrir verðhækkanir, en það getur dregið þær á langinn. Þegar eldar brenna skiptir það engu meginmáli að hefta útbreiðslu reykjarins. Það er eldinn sem verð- ur að stöðva. Verðlagseftirlitið leitast við að ákveða útsöluverð vöru innanlands. Styðst það þá við verðútreikninga sem heildsalarnir senda þeim, og fólk getur ímyndað sér hversu áreiðanleg- ir þeir em. Þess í stað ætti verðlagseftirlitið 109
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.