Réttur


Réttur - 01.04.1976, Blaðsíða 11

Réttur - 01.04.1976, Blaðsíða 11
NEISTAR ALÞÝÐUVÖLD „Frumherjar verkalýðshreyfing- arinnar reistu markið ákaflega hátt. Uppistaðan i boðskap þeirra var alþýðuvöld á Islandi. Það var verkefnið, sem verklýðshreyfingin se'.ti sér að hrinda i framkvæmd og allar voru þessar hugmyndir tengdar sósialismanum og fram- kvæmd hans.“ . . . 'k ,,En meginvandi verklýðshreyf- ingarinnar ó Islandi er sá, að hinn pólitíski armur hreyfingarinnar er of veikur. Þessvegna tapast oft á alþingi það, sem unnist hefur í héraði. Eigi verklýðshreyfingin i heild að geta aukið áhrif sin og stefnt markvisst að yfirráðum i þjóðfé- laginu, þá er fyrsta skilyrðið miklu sterkari pólitísk verklýðshreyfing. En til þess að tryggja efnahags- lega og menningarlega hagsmuni verklýðsstéttarinnar, þá dugar ekkert minna en full þjóðfélagsleg yfirráð eins og brautryðjendur verklýðshreyfingarinnar gerðu sér flestir skýra grein fyrir." . . . ★ „Það er þó á.m.k. þolað, ef ekki beinlinis viðurkennt sem eðli- legt að dagleg barátta verkalýðs- hreyfingarinnar sé liður í barátt- unni fyrir verklýðsvöldum og sósi- allsma. Ég vænti þess, að hið sósialiska inntak baráttunnar muni verða skýrara á komandi árum og verk- lýðshreyfingin muni rækja sitt þjóðfélagslega hlutverk af meira þrótti en verið hefur um skeið. Að tala um verklýðsflokk eða flokka án sósialisma er tómt mál. Hafi slíkir flokkar ekki sósialism- ann og sósíalisk markmið að leið- arljósi, þá eru þeir eins og hvert annað rekald, einskis virði fyrir verklýðshreyfinguna og baráttu hennar.“ Björn Jónsson, forseti A.S.I. í viðtali við Þjóðviljann (undir fyrirsögninni „Völdin i landinu í hendur verklýðshreyfingar- innar") á 60 ára afmæli Al- þýðusambandsins 12. mars 1976. FAGLEG OG STJÓRN- MÁLALEG EINING „Reynslan hefur sýnt hversu brýnt það er, að islenskt launafólk styrki hina stjórnmálalegu sam- stöðu sina, svo það verði ekki jafnóðum hirt aftur á stjórnmála- vettvangi, sem vinnst í hinum fag- legu átökum. Reykvisk alþýða skorar á allt launafólk að standa trúan vörð um stéttarsamtök sin og telur brýnt, að verklýðshreyf- ingin leiti samstarfs við þau stjórnmálaöfl, sem vilja hafa hags- muni hennar að leiðarljósi, því að fagleg eining er vanmegnug án stjórnmálalegrar samstöðu." Úr 1. mai-ávarpi fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna í Reykja- vik, Bandalags starfsmanna ríkis og bæja og Iðnnema- sambands Islands. ★ „öll saga síðari tima og þá ekki sist reynslan af átökunum siðustu mánuðina, sannar svo glöggt sem verða má að það sem verkalýðs- hreyfinguna skortir nú fremur öllu öðru er stjórnmálalegt afl. Svo lengi sem þar verður ekki breyt- ing á, eru samtök verkafólks dæmd til þess að sæta því að standa í stöðugu varnarstriði og þrátefli um kjör sín og afkomu alla og geta ekki vænst neinna stórvægilegra breytinga né varan- legra sigra í baráttu sinni fyrir betri tíð og rikara mannlífi." .... ★ „Þannig er sú afturhalds- og óstjórnarstefna sem nú ræður i landi, ekki aðeins orðin háskaleg verkalýðshreyfingunni, heldur er hún einnig orðin bein ógnun við þjóð okkar, alla þá, sem eiga framtiðarvonir sínar bundnar við lif og starf i þessu landi. Þetta ástand, þessar horfur, verða og hljóta að mana fram þá ákvörðun verklýðshreyfingarinnar, að efla samheldni sína, ekki aðeins fag- lega um launakjör og brýnustu þarfir, heldur um það pólitíska vald, sem úrslitum ræður um fram- tið hennar og þjóðarinnar." ★ „Ég lýk máli mínu með þvi að endurtaka og undirstrika lokaorð ávarps dagsins frá verkalýðsfélög- unum i Reykjavík: Fylkjum liði með verkalýð heimsins undir fánum þjóðfrelsis og alþýðuvalda, — gegn kúgun og arðráni auðvaldsins." Björn Jónsson, forseti A.S.I., í 1. mai ræðu 1976 á útifundi verklýðssamtakanna i Reykja- vík. 75
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.