Réttur - 01.04.1976, Síða 11
NEISTAR
ALÞÝÐUVÖLD
„Frumherjar verkalýðshreyfing-
arinnar reistu markið ákaflega
hátt. Uppistaðan i boðskap þeirra
var alþýðuvöld á Islandi. Það var
verkefnið, sem verklýðshreyfingin
se'.ti sér að hrinda i framkvæmd
og allar voru þessar hugmyndir
tengdar sósialismanum og fram-
kvæmd hans.“ . . .
'k
,,En meginvandi verklýðshreyf-
ingarinnar ó Islandi er sá, að hinn
pólitíski armur hreyfingarinnar er
of veikur. Þessvegna tapast oft
á alþingi það, sem unnist hefur
í héraði.
Eigi verklýðshreyfingin i heild
að geta aukið áhrif sin og stefnt
markvisst að yfirráðum i þjóðfé-
laginu, þá er fyrsta skilyrðið miklu
sterkari pólitísk verklýðshreyfing.
En til þess að tryggja efnahags-
lega og menningarlega hagsmuni
verklýðsstéttarinnar, þá dugar
ekkert minna en full þjóðfélagsleg
yfirráð eins og brautryðjendur
verklýðshreyfingarinnar gerðu sér
flestir skýra grein fyrir." . . .
★
„Það er þó á.m.k. þolað, ef
ekki beinlinis viðurkennt sem eðli-
legt að dagleg barátta verkalýðs-
hreyfingarinnar sé liður í barátt-
unni fyrir verklýðsvöldum og sósi-
allsma.
Ég vænti þess, að hið sósialiska
inntak baráttunnar muni verða
skýrara á komandi árum og verk-
lýðshreyfingin muni rækja sitt
þjóðfélagslega hlutverk af meira
þrótti en verið hefur um skeið.
Að tala um verklýðsflokk eða
flokka án sósialisma er tómt mál.
Hafi slíkir flokkar ekki sósialism-
ann og sósíalisk markmið að leið-
arljósi, þá eru þeir eins og hvert
annað rekald, einskis virði fyrir
verklýðshreyfinguna og baráttu
hennar.“
Björn Jónsson, forseti A.S.I. í
viðtali við Þjóðviljann (undir
fyrirsögninni „Völdin i landinu
í hendur verklýðshreyfingar-
innar") á 60 ára afmæli Al-
þýðusambandsins 12. mars
1976.
FAGLEG OG STJÓRN-
MÁLALEG EINING
„Reynslan hefur sýnt hversu
brýnt það er, að islenskt launafólk
styrki hina stjórnmálalegu sam-
stöðu sina, svo það verði ekki
jafnóðum hirt aftur á stjórnmála-
vettvangi, sem vinnst í hinum fag-
legu átökum. Reykvisk alþýða
skorar á allt launafólk að standa
trúan vörð um stéttarsamtök sin
og telur brýnt, að verklýðshreyf-
ingin leiti samstarfs við þau
stjórnmálaöfl, sem vilja hafa hags-
muni hennar að leiðarljósi, því að
fagleg eining er vanmegnug án
stjórnmálalegrar samstöðu."
Úr 1. mai-ávarpi fulltrúaráðs
verkalýðsfélaganna í Reykja-
vik, Bandalags starfsmanna
ríkis og bæja og Iðnnema-
sambands Islands.
★
„öll saga síðari tima og þá ekki
sist reynslan af átökunum siðustu
mánuðina, sannar svo glöggt sem
verða má að það sem verkalýðs-
hreyfinguna skortir nú fremur öllu
öðru er stjórnmálalegt afl. Svo
lengi sem þar verður ekki breyt-
ing á, eru samtök verkafólks
dæmd til þess að sæta því að
standa í stöðugu varnarstriði og
þrátefli um kjör sín og afkomu
alla og geta ekki vænst neinna
stórvægilegra breytinga né varan-
legra sigra í baráttu sinni fyrir
betri tíð og rikara mannlífi." ....
★
„Þannig er sú afturhalds- og
óstjórnarstefna sem nú ræður i
landi, ekki aðeins orðin háskaleg
verkalýðshreyfingunni, heldur er
hún einnig orðin bein ógnun við
þjóð okkar, alla þá, sem eiga
framtiðarvonir sínar bundnar við
lif og starf i þessu landi. Þetta
ástand, þessar horfur, verða og
hljóta að mana fram þá ákvörðun
verklýðshreyfingarinnar, að efla
samheldni sína, ekki aðeins fag-
lega um launakjör og brýnustu
þarfir, heldur um það pólitíska
vald, sem úrslitum ræður um fram-
tið hennar og þjóðarinnar."
★
„Ég lýk máli mínu með þvi að
endurtaka og undirstrika lokaorð
ávarps dagsins frá verkalýðsfélög-
unum i Reykjavík:
Fylkjum liði með verkalýð
heimsins undir fánum þjóðfrelsis
og alþýðuvalda, — gegn kúgun og
arðráni auðvaldsins."
Björn Jónsson, forseti A.S.I.,
í 1. mai ræðu 1976 á útifundi
verklýðssamtakanna i Reykja-
vík.
75