Réttur


Réttur - 01.04.1976, Side 33

Réttur - 01.04.1976, Side 33
Guðrún Gísladóttir og Valgerður Gísladóttir Katrín Thoroddsen Katrín Thoroddsen hefði orðið áttræð í sumar, ef hún hefði lifað. Skal nú minnst aðallega tveggja þátta úr pólitísku lífs- starfi hennar, — og sögð er ein endur- minning úr öllu hennar mikla og marg- brotna læknisstarfi. Katrín Thoroddsen var dóttir þeirra þjóðfrægu hjóna Theodóru og Skúla Thoroddsen, fædd 7. júlí 1896 á Isafirði. Katrín varð stúdent 1916 og útskrifaðist úr læknadeild Háskóla íslands 1921, stundaði framhaldsnám í Noregi og Þýskalandi, varð viðurkenndur sérfræð- ingur í barnasjúkdómum 1924, stundaði héraðslæknisstörf í Flateyjarhreppi 1924 —26, en settist síðan að í Reykjavík. Árið 1927 tók hún að sér forustu ung- barnaverndar Líknar og síðan varð hún yfirlæknir barnadeildar Heilsuverndunar- stöðvarinnar, er ungbarnaverndin fluttist þangað. Eftir 1961 dró hún sig að mestu í hlé frá læknisstörfum. Katrín andaðist 11. maí 1970. Sverrir Kristjánsson sagði í eftirmæl- um eftir hana þessa smásögu, táknræna fyrir vinsældir hennar meðal barna: ,,Svo bar við fyrir mörgum árum — ætli það hafi ekki verið á þessum frægu kreppuárum, — að í barnaskóla einum í höfuðborginni lét kennarinn krakkana svara þeirri spurningu skriflega, hverjar þeir álitu vera bestu manneskjurnar, sem uppi hefðu verið á jörðunni. Lítil stúlka svaraði spurningunni á þessa lund: ,,Ég held að bestu menn, sem lifað hafa hafi verið Jesús Kristur og postularnir, og svo er það hún Katrín Thoroddsen." Katrín var eldheitur baráttumaður fyrir þjóðfrelsi og sósíalisma, barðist í fylk- ingarbrjósti fyrir þeim hugsjónum þá hríð- in var hörðust. Hún var löngum í mið- stjórn Sósíalistaflokksins, var um þriggja áratuga skeið á framboðslistum Komm- únistaflokksins, Sósíalistaflokksins og Alþýðubandalagsins við þingkosningar og bæjarstjórnarkosningar. Hún átti sæti á stormasömu Alþingi frá 1946 til 1949 og i bæjarstjórn Reykjavíkur 1950—54. — Hér á eftir rekur Guðrún Gísladóttir nokkur atriði úr þingstörfum hennar og starfi í borgarstjórn, en Valgerður Gísla- dóttir minnist eins atviks úr viðamikilli sögu hennar sem læknis. I KATRÍN THORODDSEN ÞINGMAÐUR 1946—’49 Kjörtimabilið 1946—49 var örlagaríkt tímabil fyrir þjóðina. I upphafi þess, haustið 1946, var Keflavík- ursamningurinn samþykktur og í lok kjörtímaþilsins, vorið 1949, samþykkti Alþingi inngöngu Islands i Atlantshafsbandalagið. Katrin Thoroddsen tók virkan þátt í baráttu þmg- 97

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.