Réttur


Réttur - 01.04.1976, Page 6

Réttur - 01.04.1976, Page 6
1975 af þjóðarframleiðslu, er nemur 185 miljörðum króna. En þessi gífurlega mikla fjárfesting veitir hlutfallslega litla aukningu þjóðarfram- leiðslu af eftirfarandi ástæðum: Nokkuð drjúgur hluti fer beinlínis í fjár- festingu, sem eykur eyðslu, svo sem innflutn- ingur 10000 bíla á einu ári, sem allir þurfa bensín o.fl. Hlutfallslega stærri hluti en hjá öðrum þjóðum fer í íbúðahúsabyggingar, — sem er gott og nauðsynlegt, ef ekki er um beinar óhófsíbúðir að ræða. En óeðlilega mikið fé er fest í ýmiskonar „skrifstofu"-byggingum og öðru slíku sem ekkert gefur af sér, ein- vörðungu til að geyma fé í steypunni frekar en í sparisjóði. Og jafnvel munu þess dæmi að fé fjárfestingarsjóða sé þannig notað í braskskyni. En hörmulegast er hve fjárfestingin í sjálf- um framleiðslutækjunum er skipulagslaus: Við framkvæmd rafvirkjana nú ríkir alger glundroði: Lágkúruleg hreppapólitísk sjón- armið og afbrýðissemi við skynsamlega hugs- aðar fyrirætlanir vinstri stjórnarinnar setja þar mark sitt á jafnhliða því sem einblínt er á erlenda stóriðjuaðila, en vanrækt að móta fastar áætlanir miðað við íslenskar að- stæður og hagsmuni. Og hvað smíði og innflutning fiskiskipa snertir skortir samræmingu á staðsetningu fiskiskipa miðað við hafnargerðir, fiskvinnslu- stöðvar o. s. frv. Stundum jafnvel fjárfest í tveim eða fleiri frystihúsum, sem óhagkvæm reynast svo í rekstri, þar sem eitt hefði gefið ágóða. Skammsýni og hreppapólitík er oft látin ráða, þar sem framsýni og heildarskipu- lag var lífsnauðsyn einmitt fyrir hinar breiðu byggðir, ef tryggja átti afkomu þeirra til frambúðar, en ekki slá ryki í augu kjósenda við einar kosningar. Við allt þetta bætist svo rányrkja, sem stofnar grundvelli þjóðfélagsins, þorskstofnin- um, í voða —: og eyðilegging verðmæta, sem kastað er í sjóinn, af því ekki þykir gróði að því að nýta þau í svipinn eða ekki hirt um að láta vinna úr þeim dýrmæt efni, sem í þeim eru (slor, lifur o. fl.). Það er flotið að feigðarósi, lítt hirt um al- varlegusm aðvaranir fiskifræðinga („svörtu skýrsluna") né hóflegar ábendingar jafnvel frá seðlabankastjóraV Búrgeisastéttin og stjórn hennar virðist aðeins hafa eitt áhuga- mál: að velta afleiðingunum af hringavit- lausri stjórn — eða réttara sagt óstjórn — sinni á efnahagsmálum yfir á hið breiða bak alþýðunnar með lífskjaraskerðingu og at- vinnuleysi. „FARIÐ HEILAR FORNU DYGGÐIR“ Aldrei síðan áhuga íslenskrar borgarastétt- ar tók að gceta í stjómmálum hefur hin póli- tíska forusta hennar verið vescelli en nú. Það er sem fram fari frjáls samkeppni milli lág- kúrunnar og úrrceðaleysisins, undirgefninnar og ábyrgðarleysisins um hvort geti skarað fram úr öðru. Sá siðferðilegi grundvöllur, sem borgara- stéttin . byggði á kröfu sína til forystu og ábyrgðar í þjóðfélaginu er hruninn í rúst: „Ráðdeild" og „sparsemi", „dugnaður og framtakssemi" eru snúin upp í algerar and- stæður sínar: ■ '. „Framtakssemin" felst í því að slá ríkis- banka og ríkisstjórn um 80—90% lán til framleiðslutækja og skammast um leið há- stöfum yfir ríkisafskipmm og ríkisþátttöku í atvinnuiífi. „Dugnaðurinn" sýnir sig best í því að láta í sífellu fella gjaldeyri þjóðarinnar í verði og gera þannig þjófnað á sparifé og opinber- um sjóðum að höfuðgróða- og eignasöfnun- ar-aðferð yfirstéttarinnar. 70

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.