Réttur


Réttur - 01.04.1987, Síða 12

Réttur - 01.04.1987, Síða 12
sendur okkur og menn voru að skjótast til að borða einhverstaðar undir báti eða húsvegg. Svo stofnuðuð þið Dagsbrún, hvernig verkaði það? — Það verkaði eins og íkveikja. Atvinnurekendur sögðu allt ómögulegt, og að verið væri að setja allt á hausinn. Ég held að þeir hafi haft nóg að gera mennirnir sem voru að berjast fyrir Dagsbrún, ekki held ég að þeir hafi alltaf mátt sofa. Eftir stofnun Dagbrúnar bötn- uðu kjörin. Það er ólíkt þá og nú. Það hefur margt breyst á þessum 68 árum frá því ég fæddist. Hér voru veg- leysur og grútartýrur, ekkert vatn nema' sækja það í brunna. Það besta sem við höfum fengið af framförum er vatnið og rafmagnið. Að taka allt samtalið við Guðmund hefði verið of langt mál og því er stiklað á stóru og má vera að síðar gefist rúm til að bæta því við, sem gengið var fram hjá. Eðvarð og Hannes og Jón Bjarnason tóku ágætar viðræður við Kjartan Ólafs- son múrara, fyrsta ritara Dagsbrúnar og Sigurð Guðmundsson á Njarðargötunni og er mikinn fróðleik að finna í þeim við- tölum ekki síður en þeim sem hér er kom- in á blað. Allir voru þessir menn stofn- endur Dagsbrúnar og miklir hugsjóna- og hugmenn. Væntanlega verður þessum viðtölum þeirra Eðvarðs og félaga gerð betri skil í framhaldi af þessari ritgerð. 60

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.