Réttur


Réttur - 01.04.1987, Síða 13

Réttur - 01.04.1987, Síða 13
LLJÐVÍK JÓSEPSSON: Meirihluti í 40 ár Sósíalistar hafa haft meirihluta- völd í bæjarstjórn Neskaup- staðar samfleytt í 40 ár. Það var í bæjarstjórnarkosningunum, sem fram fóru 27. janúar 1946, aö fram- boðslisti sósíalista hlaut 5 fulltrúa af 9 sem þá voru kosnir í bæjarstjórn Nes- kaupstaðar. Síðan hafa sósíalistar haldið meirihlutaaðstöðu sinni í Neskaupstað óslitið í 40 ár og hlutu enn á ný 5 fulltrúa af 9 í síðustu kosningum 1986. Þeir sem kosnir voru sem bæjarfulltrú- ar af lista sósíalista 1946 voru: Jóhannes Stefánsson, Bjarni Þórðarson, Jón Svan Sigurðsson, Vigfús Guttormsson og Lúðvík Jósepsson. Þess munu fá dæmi, að pólitískur flokkur, hafi haldið meirihluta-aðstöðu sinni óslitið jafnlengi og sósíalistar í Neskaupstað. í kosningunum 1946 tóku þátt allir aðalstjórnmálaflokkar landsins, sem þá voru, þ.e. auk Sósíalistaflokksins, Al- þýðuflokkur, Sjálfstæðisflokkur og Fram- sóknarflokkur. Þannig hefir það jafnan verið, þegar kosið hefir verið til bæjar- stjórnar í Neskaupstað á þessum liðnu 40 árum. Hvers vegna hafa sósíalistar verið svona sterkir í Neskaupstað? Um þetta hefi ég oft verið spurður, og við þessu á ég ekkert einfalt og öruggt svar. Oft hefir verið bent á þátt okkar félag- anna þriggja; minn, sem þessar línur skrifa, Jóhannesar Stefánssonar og Bjarna Þórðarsonar, sem skýringu á því hvernig til hefir tekist. Sú skýring er að mínum dómi langt frá því að vera full- nægjandi. Vissulega áttum við félagarnir þrír mikið og gott starf saman. Við vorum Lúðvík Jósepsson

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.