Réttur - 01.04.1987, Side 18
Smábátahöfnin.
unum í landinu geta stöðvað okkur sósíal-
ista. Vissulega fundum við fyrir því á
mörgum stöðum og til þess að halda velli
urðum við að standa okkur; standa í skil-
um með lán og uppfylla allar skyldur og
kröfur.
í næs.tu bæjarstjórnarkosningum, sem
fram fóru, eftir sigur okkar 1946, komu
allir hinir flokkarnir sér saman um sam-
eiginlegt framboð gegn okkur sósíalist-
um. Pá var hart barist og flestir utan
Neskaupstaðar héldu að við mynduin
tapa. Hvernig áttu menn að búast við því,
að við sósíalistar stæðumst sameiginlegan
framboðslista Alþýðuflokks, Sjálfstæðis-
flokks og Framsóknarflokks. En þegar
þannig var staðið að málum í kosningun-
um 1950 urðu úrslitin þau, að við sósíal-
istar hlutum 6 bæjarfulltrúa kjörna en hin
fylkingin hlaut aðeins 3.
Norðfirðingar höfðu vottað okkur traust
á eftirminnilegan hátt.
Hvað hefir áunnist?
í þessari grein, sem á að vera stutt, og
fyrst og fremst til að minna á merkileg
tímamót í bæjarstjórnarsögu sósíalista í
Neskaupstað, — verður aðeins drepið
með fáeinum orðum á nokkur af þeim
málefnum, sem sósíalistar í Neskaupstað
hafa unnið að og komið fram á þessum 40
árum.
I atvinnumálum hafa orðið algjör um-
66