Réttur - 01.04.1987, Qupperneq 19
skipti. Atvinnuleysið gamla er úr sög-
unni. Samkvæmt opinberum skýrslum
hafa meðalatvinnutekjur í Neskaupstað
jafnan verið með því hæsta sem þekkist á
landinu og oft hæstar. Nú er eitt stærsta
og þróttmesta útgerðar- og fiskverkunar-
fyrirtæki rekið af félagi sjómanna, út-
gerðarmanna og verkafólks í Neskaup-
stað. Það rekur 3 skuttogara, 2 stór
loðnuskip, frystihús, saltfiskverkun, véla-
verkstæði, slipp ofl. ofl.
v
Glæsilegu sjúkrahúsi var komið upp og
í Neskaupstað er nú rekin heilsugæslu-
stöð, ein sú besta á landinu, með inni-
sundlaug og þjálfunarstöð.
Barnaheimilið hefir lengst af fullnægt
þörfum í bænum og þy.kir mjög til fyrir-
myndar.
Hafnar-aðstaðan hefir gjörbreyst.
Smábátahöfnin er ein sú besta á landinu
og nú er Norðfjarðarhöfn örugg öllum
skipum hvernig sem viðrar.
Félagsheimili var byggt og þar réð for-
ysta bæjarfélagsins úrslitum.
Menntamál. Verkmenntaskóli Austur-
lands er í Neskaupstað. Að honum
standa um 30 sveitarfélög á Austurlandi.
Skólinn hefir mikið og almennt gildi
fyrir framhaldsmenntun á Austurlandi.
Bæjarstjórn Neskaupstaðar tók
snemma upp þann hátt að leggja ekki út-
svar á þá sem náð hafi ellilauna-aldri þ.e.
67 ára aldri.
Bæjarlífið í bænum hefir tekið miklum
breytingum, bærinn er hreinn og snyrti-
legur, garðagróður er mikill, og félagslíf-
ið í bænum er fjölbreytt.
Já, það hafa vissulega orðið miklar
breytingar á þessum 40 árum í lífi Norð-
firðinga. Miklar og góðar breytingar hafa
líka orðið í öðrum byggðarlögum.
En ég hygg að á engan sé hallað þó að
fullyrt sé, að Neskaupstaður hefir jafnan
verið í fremstu röð bæjarfélaga af þeirri
stærð, sem Neskaupstaður er.
Samheldni fólksins í bænum og þeirra,
sem farið hafa með meirihlutavöld í bæn-
um og haft með stjórn fyrirtækjanna í
bænum að gera, hefir verið góð og betri
en víðast annars staðar.
Auðvitað hafa skipst á skin og skúrir í
Neskaupstað eins og í öðrum bæjum. Erf-
iðleikatímar hafa gengið yfir og stundum
hefir þrengt að, einkum þegar afturhalds-
stefna hefir verið ríkjandi í landinu.
En þrátt fyrir allt unum við sósíalistar í
Neskaupstað við okkar hlut og höfum í
síðustu kosningum fengið betri dóm en
flestir aðrir eftir 40 ára reynslutímabil.
Sjúkrahúsið, sem nú er orðið Fjórðungssjúkrahús Austurlands.