Réttur


Réttur - 01.04.1987, Qupperneq 19

Réttur - 01.04.1987, Qupperneq 19
skipti. Atvinnuleysið gamla er úr sög- unni. Samkvæmt opinberum skýrslum hafa meðalatvinnutekjur í Neskaupstað jafnan verið með því hæsta sem þekkist á landinu og oft hæstar. Nú er eitt stærsta og þróttmesta útgerðar- og fiskverkunar- fyrirtæki rekið af félagi sjómanna, út- gerðarmanna og verkafólks í Neskaup- stað. Það rekur 3 skuttogara, 2 stór loðnuskip, frystihús, saltfiskverkun, véla- verkstæði, slipp ofl. ofl. v Glæsilegu sjúkrahúsi var komið upp og í Neskaupstað er nú rekin heilsugæslu- stöð, ein sú besta á landinu, með inni- sundlaug og þjálfunarstöð. Barnaheimilið hefir lengst af fullnægt þörfum í bænum og þy.kir mjög til fyrir- myndar. Hafnar-aðstaðan hefir gjörbreyst. Smábátahöfnin er ein sú besta á landinu og nú er Norðfjarðarhöfn örugg öllum skipum hvernig sem viðrar. Félagsheimili var byggt og þar réð for- ysta bæjarfélagsins úrslitum. Menntamál. Verkmenntaskóli Austur- lands er í Neskaupstað. Að honum standa um 30 sveitarfélög á Austurlandi. Skólinn hefir mikið og almennt gildi fyrir framhaldsmenntun á Austurlandi. Bæjarstjórn Neskaupstaðar tók snemma upp þann hátt að leggja ekki út- svar á þá sem náð hafi ellilauna-aldri þ.e. 67 ára aldri. Bæjarlífið í bænum hefir tekið miklum breytingum, bærinn er hreinn og snyrti- legur, garðagróður er mikill, og félagslíf- ið í bænum er fjölbreytt. Já, það hafa vissulega orðið miklar breytingar á þessum 40 árum í lífi Norð- firðinga. Miklar og góðar breytingar hafa líka orðið í öðrum byggðarlögum. En ég hygg að á engan sé hallað þó að fullyrt sé, að Neskaupstaður hefir jafnan verið í fremstu röð bæjarfélaga af þeirri stærð, sem Neskaupstaður er. Samheldni fólksins í bænum og þeirra, sem farið hafa með meirihlutavöld í bæn- um og haft með stjórn fyrirtækjanna í bænum að gera, hefir verið góð og betri en víðast annars staðar. Auðvitað hafa skipst á skin og skúrir í Neskaupstað eins og í öðrum bæjum. Erf- iðleikatímar hafa gengið yfir og stundum hefir þrengt að, einkum þegar afturhalds- stefna hefir verið ríkjandi í landinu. En þrátt fyrir allt unum við sósíalistar í Neskaupstað við okkar hlut og höfum í síðustu kosningum fengið betri dóm en flestir aðrir eftir 40 ára reynslutímabil. Sjúkrahúsið, sem nú er orðið Fjórðungssjúkrahús Austurlands.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.