Réttur


Réttur - 01.04.1987, Síða 28

Réttur - 01.04.1987, Síða 28
Lét CIA myrða Palme? „Nú er Palme dauður!“ Þessi vafningalausu skilaboð bárust rosknum hjónum í Stokkhólmsúthverfínu Bromma símleiðis klukkan 11.35 að kvöldi föstudagsins 28. febrúar í fyrra, tæp- um 15 mínútum eftir að skotið var á Olof Palme forsætisráðherra Svía og Lisbeth konu hans á horni Sveavágen og Tunnelgatan í Stokkhólmi þegar þau voru á leið heim af kvikmyndasýningu. Þegar þessi skilaboð bárust var það aðeins á vitorði örfárra hver sá myrti var. Það var ekki tilkynnt fyrr en 8 mínútum síðar á útvarpsbylgju lögreglunnar. Símtalið allt var svona: „Nú er Palmc dauður!“ segir sá sem hringir. „Mér er skítsama," svarar maðurinn í Bromma sem hélt að verið væri að grínast. „Er það?“ segir símhringjandinn og leggur snöggt á eins og renni upp fyrir honum að hann hafi hringt í rangt númer. Símnúmerið hjá hjónunum í Bromma er næstum því eins og símnúmerið hjá Áke Lindsten sem þá var foringi Sví- þjóðardeildar hinna alræmdu Heimssam- taka andkommúnista, WACL (World Anti-Communist League). Þessi samtök hafa löngum (og sér í lagi upp á síðkastið I’almc ásamt sendihcrra Norður-Víetnam í Moskvu í mótmælagöngu gegn þjóðarmorði Bandaríkjanna í Víet- nam. Bandaríkin urðu æf og kölluðu heim sendihcrra sinn frá Svíþjóð. 76

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.