Réttur


Réttur - 01.04.1987, Page 32

Réttur - 01.04.1987, Page 32
Fyrrverandi atvinnuhermanni, Hugo Johansson, segist svo frá um ástandið í hernum: „Það var allt í lagi að vera krati en Palme var almennt hataður. Ég held meðal annars vegna þess að hann var álit- inn friðarsinni. Hann gat þar að auki tal- að við austurveldin. Ég hef orðið vitni að samtölum þar sem opinskátt var látið í ljós að það yrði að ryðja Palme úr vegi. Nú veit ég ekki hvort þetta hefur nokkuð að gera með morðið á Palme en hitt er víst að margir yfirmenn í hernum fögn- uðu morðinu. Vegna reynslu minnar úr hernum er ég sannfærður um að hægri- menn þaðan gætu hafa komið nálægt morðinu ásamt Iögreglumönnum og mönnum úr SÁPO. Petta er ekki gripið úr lausu lofti, ég veit hvernig þessir menn hugsa. Ég veit að í hernum og lögreglunni eru menn sem eru viljug handbendi Bandaríkjanna og CIA.“ Á alþjóðavettvangi Ástæðuna fyrir hatri sænskra hægri- manna á Palme er ekki að finna í stefnu hans í hreinum innanríkismálum heldur í stefnu hans í friðar- og afvopnunarmálum og sjálfstæði hans gagnvart Bandaríkjun- um. Bandaríkin hafa hatast við Palme allt frá því að hann tók af skarið og snerist skelegglega gegn stríðsrekstri þeirra í Víetnam. M.a. líkti hann loftárásunum á Hanoi jólin 1972 við ódæðisverk nasista. Óhlíðni Svía var svo alvarleg að Banda- ríkin kölluðu sendiherra sinn heim um tíma. Upp frá þessu hafa samskipti Bandaríkjanna og Svíþjóðar verið ákaf- lega stirð enda hélt Palme uppteknum hætti og lét Bandaríkin ekki segja sér fyr- ir verkum. I alþjóðasambandi krata var hann í for- Vinmargur maður Palme ásamt Oliver Tambo, forustumanni ANC. 80

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.