Réttur - 01.04.1987, Síða 37
1986, aðeins tíu dögum fyrir morðið á
Palme. Pátttakendur á þessum fundi voru
nýnasistaforinginn Hans von Hofsten,
formaður EAP Mikael Eriksson ásamt
nokkrum lögreglumönnum sem ekki eru
nafngreindir. Á þessum fundi var sam-
þykkt að korna þyrfti í veg fyrir áætlaða
Sovétheimsókn Palme hvað sem það
kostaði.
Palme tilkynnti um kl. 6 sama kvöld og
hann var myrtur að hann vildi vera án líf-
varða þá um kvöldið. Til að vita um þetta
þurfti að hafa góð sambönd innan lög-
reglunnar og leyniþjónustunnar.
Slóðin liggur inn á lögreglustöð
Lars Krantz, dagskrárgerðarmaður við
sjónvarpið, var farþegi í strætisvagni
morðkvöldið. Á biðstöð á Birger Jarls-
gatan við Eriksbergsgatan, um 400 metr-
um frá morðstaðnum, sá hann 6 mínútum
eftir að morðið var framið mann stökkva
upp á dyraþrepið, staldra þar við smá
stund og stökkva svo af aftur. Maðurinn
hélt á skjóðu samskonar og lögreglumenn
bera vopn sín í þegar þeir eru ekki að
störfum. Maðurinn var móður eins og eft-
ir spretthlaup. Nokkrum dögum síðar
kom í ljós að maðurinn var Thomas Piltz,
lögreglumaður sem starfar í Norrmalms-
umdæminu.
Strætisvagnstjórinn hafði líka samband
við lögregluna óháð Krantz. Hann stað-
festir vitnisburð Krantz, m.a. staðfestir
hann að maðurinn sé Thomas Piltz.
Strætisvagnstjórinn segir ennfremur að í
för með Piltz hafi verið stór og stæðilegur
maður ljós yfirlitum sem hafi rétt honum
byssu sem Piltz stakk niður í tösku. Kom-
ið hefur í ljós að hér var um að ræða Leif
Tell, starfsfélaga Pilts í Norrmalms-um-
dæminu. Samkvæmt vagnstjóranum
Tilgangurinn með loftárásinni á Tripoli í I.ýbíu var
sá að myrða Muanunar Kadaffi. I>cssu er lialdið
fram í 10 síðna grein í New York Times. Heimildir
hlaðsins eru m.a. viðtöl við uni 70 manns í Hvíta
húsinu, utanríkisráðuneytinu, CIA og Pentagon.
Samkvæmt sömu hciinilduni hafa öll opinbcr skjöl
um að Kadaffi væri skotmarkið verið cyöilögð. Lagt
var á ráðin um moröiö þegar áriö 1981 og tylliást-
æða fckkst þegar sprengja sprakk á vcstur-þýskum
skemmtistað. Bandaríska lcyniþjönustan staðhæfði
að sprengjutilræðið væri hægt að rekja til Kadaffi.
Ekkert hefur þó verið lagt fram þessu til sönnunar
og allt eins líklegt að Bandaríkin sjálf hafí staðið að
tilræðinu til að útvcga sér tylliástæöu til að setja
morðáætlunina í framkvæmd. Heimildir New York
Timcs scgja ennfremur að Bandaríkin hafí jafnt og
þétt fcngiö upplýsingar frá Isracl um hvar Kadaffí
væri. Síðustu upplýsingarnar komu tvcim tímum
áður en sprcngjurnar féllu og þá átti Kadaffí að hafa
verið í vinnutjaldi sínu. Tilræðið fór sem kunnugt er
út um þúfur þar sem marklcitartæki I jögurra af árás-
arflugvélunum 16 störfuðu ekki sem skyldi.
stóðu mennirnir ekki á biðstöðinni og
biðu heldur komu þeir út úr sundi þegar
strætisvagninn nam staðar. Tell mun hafa
ekið með nokkurn spöl, farið svo úr en
komið upp í vagninn aftur þegar hann
85