Réttur - 01.04.1987, Síða 40
hafi komið frá labbröbbum. Johannesgat-
an er stutt frá hæstu hæð í miðborg
Stokkhólms.
Áður en morðið var framið tóku tvær
konur mörgum sinnum eftir manni sem
líktist „Skugganum“ („Skugginn“ er
mynd sem lögreglan lét gera eftir vitna-
lýsingum nokkru eftir morðið) nálægt
morðstaðnum. Maðurinn faldi eitthvað
undir jakkanum, sem gæti hafa verið
byssa eða labbrabba. Piltz og „Skugginn“
eru sláandi líkir.
Tæpum fimmtán mínútum eftir að
morðið var framið er svo hringt í hjónin í
Bromma en eins og áður segir er símnúm-
er þeirra næstum eins og símnúmerið hjá
þáverandi forustumanni Svíþjóðardeildar
WACL.
Undarleg morðrannsókn
Thomas Piltz heldur því fram að hann
hal'i verið heima allt kvöldið og staðfestir
sambýliskona hans þaö. Lögreglan tekur
þessa fjarvistarsönnun góða og gilda.
Pegar hjónin í Bromma áttuðu sig á því
daginn eftir morðið að það sem sagt var í
símann var satt tilkynntu þau lögreglunni
um símhringinguna. Löngu seinna var
haft samband við þau. Var það SÁPO og
tilgangurinn ekki sá að rekja þessa mikil-
vægu slóð heldur var reynt að fá hjónin til
að viðurkenna að tímasetning þeirra á
símhringingunni væri röng, jafnvel að
hringt hafi verið í þau daginn eftir
morðið. Svo óþægileg hafa viðskipti
þeirra hjóna við lögregluna verið að kon-
an segist næstum sjá eftir því að hafa til-
kynnt um hringinguna.
Lögreglan hefur sniðgengið fjöldann
allan af vitnum og jafnvel reynt að gera
vitnisburðinn tortryggilegan. T.d. hefur
hún reynt að halda því fram að Krantz og
strætisvagnstjórinn hafi ekki verið í sama
vagni. Krantz náði tali af Hans Holmér,
stjórnanda morðrannsóknarinnar, og fékk
hann til að hlusta á sig en þegar Krantz
sýndi honum mynd af lögreglumanninum
stóð Holmér upp í fússi með ummælun-
um „þetta er kollegi“. Sum vitni, eins og
t.d. konan sem sá lögreglubílinn í grennd
við morðstaðinn og ljósmyndarinn frá
Dagens Nyheter, hafa ekki einu sinni ver-
ið kölluð til yfirheyrslu. Lisbeth kona
Palme, sem var við hlið hans þegar hann
var skotinn og horfðist í augu við morð-
ingjann, var ekki látin gefa lýsingu af
honum fyrr en fjórtán mánuðum eftir að
morðið var framið.
Þegar umsjón'armönnum útvarpsþátt-
arins „Kanalen“ barst bréfið um fund
hægriöfgamannanna höfðu þeir samband við
lögregluna. Hún sagðist hafa fengið sams-
konar bréf og voru þeir beðnir að hafa
ekki hátt um þetta meðan verið væri að
athuga málið. Sjö vikum síðar, þegar
Ijóst var að lögreglan ætlaði ekkert að
gera í rnálinu, birtu þeir fréttina. Bréfið
frá Ameríku um þátt WACL í morðinu
hefur líka horfið, það er ekki einu sinni
að finna á skrá. „Þetta er dularfullt,“ seg-
ir Ingvar Eriksson, fulltrúi núverandi
rannsóknarnefndar.
Lögreglustjórinn í Stokkhólmi, Hans
Holmér fyrrverandi yfirmaður SÁPO,
stýrði morðrannsókninni fyrsta árið og
átti þráfaldlega í útistöðum við saksókn-
ara sem neituðu að taka mark á málatil-
búnaði hans. Hér verður ekki orðlengt
um öll þau skrítilegheit sem hann stóð
fyrir en eftirfarandi látið nægja: Holmér
segist hafa orðið handviss um það, strax í
upphafi rannsóknarinnar þegar hann var
á leiðinni á morðstaðinn, að morðingjann
væri að finna í samtökum Kúrda, PKK.
Þessi hugdetta var gjörsamlega gripin úr
lausu lofti. Kúrdar höfðu síst af öllu
88