Réttur - 01.04.1987, Qupperneq 52
svara réttlætiskröfunum með byssukjöft-
um.
Árið 1915 var Joe Hill líflátinn. Árið
1927 voru Sacco og Vanzetti líflátnir. Þeir
voru lögformlega dæmdir til dauða af
bandarískum dómstólum en ákærurnar
voru rangar og sönnunargögnin fölsuð.
Á sjöunda áratugnum, tímabili mann-
réttindahreyfingarinnar, urðu Martin
Luther King og Malcolm X fórnarlömb
sama kerfis. Þó að þeir væru reyndar
myrtir án lögformlegs dóms eða afskipta
lögreglunnar þá skaut lögreglan þeldökkt
fólk tugum saman á þessum tímum. í
Chicagó fundust sjö blökkumenn skotnir
í rúmum sínum eftir lögregluárás. Lög-
reglan hélt því fram að „skotbardagi“ hafi
staðið yfir í fimmtán til tuttugu mínútur.
Martin Luther King myrtur árið 1968.
The american way of life
Morðið er samofið bandaríska þjóðfé-
lagskerfinu. Hugmyndafræðin á bak við
þetta kerfi á rætur sínar að rekja til Eng-
lands og enskrar heimspekihefðar. Banda-
ríkin voru stofnuð á grundvelli þeirrar
frjálslyndis- og einstaklingshyggju sem óx
fram í aldanna rás fyrir tilverknað manna
eins og Wilhelm af Occam, Francis
Bacon, John Locke, David Hume, John
Stuart Mill, Jeremy Bentham, Adam
Smith, Herbert Spencer o.s.frv.
í Evrópu runnu þessar hugmyndir sam-
an við klassísk viðhorf frá meginlandi
Evrópu um samhyggju og samfélagslega
ábyrgð og báru ríkulegan ávöxt. í Banda-
ríkjunum hins vegar þróuðust þessar hug-
myndir út í fjarstæðukenndar öfgar vegna
skorts á menningarhefð. „Ég“ „hér“ og
„nú“ er það sem skiptir máli og þó að
þetta viðhorf hafi leitt af sér ótrúlega
mikla framtakssemi hefur það jafnframt
gert hugtök eins og samneyslu og félags-
Malcolm X, róttækur forustumaður í baráttu
blökkumanna, myrtur árið 1965.
100