Réttur


Réttur - 01.04.1987, Page 57

Réttur - 01.04.1987, Page 57
dregur úr eftirspurn og er pólitískt óraun- sætt, vegna samtakamáttar launþega aö reyna launalækkun. Hann taldi raunsærri leið að auka gróðamöguleika fyrirtækj- anna með því að auka peningamagn og um leið verðbólgu því það leiddi til lækk- unar raunlauna án harðra stéttaátaka. Auk þess sýndi Keynes fram á að það hefði nákvæmlega sömu áhrif gagnvart gróðaaukningu fyrirtækjanna að raun- gildi, að lækka laun ef peningamagnið er óbreytt og að auka peningamagnið ef raunlaun eru óbreytt. Seinni aðferðin er pólitískt auðveldari sagði Keynes og hún dregur úr óvissu á mörkuðum vegna hugsanlegra eða raunverulegra stétta- átaka. Það er því eðlileg niðurstaða Keynes að boða þá stefnu að ríksivaldið ætti að auka almenna eftirspurn með opinberum framkvæmdum og þjónustu og auka gróðavæntingar, fjárfesta með því að auka peningamagn því það leiddi til vaxta- lækkunar þegar til lengri tíma er litið og lækkunar raunlauna. En Keynes lét ekki þar við sitja. Hann taldi að umsvif ríkisvaldsins í auðvalds- kerfinu myndu aukast verulega frá því sem þau voru á hans dögum og að það myndi jafnvel eiga beina aðild að fjárfest- ingum. Um þetta skrifar hann í Almennu kenningunni: „Ríkisvaldið verður að hafa mótandi áhrif á neysluvilja fólks að hluta til með skattastefnu sinni, að hluta til með vaxta- stefnu sinni og ef til vill með öðrum hætti. Jafnframt virðist ólíklegt að áhrif stefnu bankanna á vexti nægi til að tryggja há- mörkun fjárfestinga. Ég tel því að fremur umfangsmikil fjárfesting félagslegra aðila muni reynast verða eina leiðin til að tryggja nálgun að fullri atvinnu.“ Hefðbundinn keynesismi — nýklassísk samsuða Keynes er vissulega ekki að boða sós- íalisma með þessum orðum sínum um nauðsyn félagslegra eða opinberra fjár- festinga. Hann er aðeins að reka enda- hnútinn á kenningu sem viðurkennir að markaðsöfl auðvaldskerfisins eru ófær um að skapa jafnvægi fullrar atvinnu og há- marksframleiðslu. í samanburði við þá hagfræði sem Keynes hafnaði breytist nú verksvið hagfræðinnar úr því að vera hug- myndafræðileg réttlæting auðvaldskerfis- ins í það að vera stjórntæki sem notað er til að stjórna óbeint auðmagnsupphleðsl- unni og arðráni fyrirtækjanna. Það voru hægrisinnaðir nýklassískir hagfræðingar eftirstríðsáranna (sbr. P. Samuelsson) sem urðu ofan á í túlkunum á verkum Keynes. Peir lögðu megin- áherslu á að kenningar Keynes lytu aðeins að vandamálum heildareftirspurnar og heildarjafnvægis í hagkerfinu og að kenn- ingar hans skákuðu ekki hefðbundnum nýklassískum kenningum um hegðun einstakra fyrirtækja í samkeppni á mörkuðum. Samkvæmt þessari nýklass- ísku samsuðu átti ríkisvaldið því ekki að hafa bein áhrif á sviði fyrirtækjanna sjálfra, heldur að einbeita sér að skatta- og peningastefnu sem aðeins hefði óbein áhrif á fyrirtækin og fjárfestingar. Vinstri-keynesisminn Markmið Keynes með Almennu kenn- ingunni var að setja fram hagfræðikenn- ingu sem lýsti á raunsæjan hátt samspili þeirra efnahagsþátta sem mótuðu skammtímaþróun efnahagskerfisins og nýttist þannig sem hagnýtt stjórntæki. En skörp aðgreining milli annars vegar „gef- inna“ menningarlegra, félagslegra, 105

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.