Réttur


Réttur - 01.04.1987, Blaðsíða 58

Réttur - 01.04.1987, Blaðsíða 58
stjórnmálalegra þátta og framleiðslu- tækni, sem falla utan við skýringar Keyn- es og hins vegar þeirra skammtíma þátta sem lýst var hér að ofan gerir það að verkum að kenning hans um fjárfesting- arhneigð og væntingar er ófullkomin og óraunsæ. Ástæðan er skortur á sögulegri vídd í kenningunni. Þetta sést best af því að á krepputímum eykst óvissan í fjár- festingum enn frekar en kenningar Keyn- es gera ráð fyrir vegna óvissu um hagnýt- ingu nýrrar tækni og stéttaátaka sem af henni leiða auk óvissu um sköpun nýrra markaða og neysluvenja sem hin nýja tækni gefur tilefni til. Þar á ofan bætist óvissuþáttur sem felur í sér viðbrögð ríkisvaldsins og væntanleg stefna eða stefnuleysi þess. Það er einmitt einn reg- ingallinn á kenningum Keynes að hann lítur ríkisvaldið augum hefðbundinnar frjálshyggju sem sjálfstæðan geranda óháðan efnahagslegum og félagslegum öflum, en raunsæ mynd af stefnu ríkis- valdsins og hlutverk þess dregur fram þá staðreynd, að stefna þess er afleiðing valdajafnvægis stríðandi stétta og félags- legra afla. En það er einkum tæknilegt og félagslegt þrátefli kreppunnar sem magn- ar óvissu í fjárfestingum á krepputímum. í stuttu máli má því segja að sá ljóður sé á kenningu Keynes að hún greinir ekki hvernig langtímaþættir hafa úrslitaáhrif á skammtímaóvissu á ákveðnum tímum. Auk þessara galla á kenningunni, hvað varðar skammtímaþróun efnahagslífins, er hún rýr í ljósi greininga á langtímaþró- un auðvaldsbúskaparins. Saga auðvalds- kerfisins hefur einkennst af djúptækum kreppum á 40-50 ára fresti, en um þá sögu hefur Almenna kenningin harla lítið að segja. Þegar sú saga er greind kemur í ljós að skammtímakenning Keynes er lít- ils megnug til skýringa og að þeirra verð- ur að leita í samspili tæknibyltinga, undir- okunar verkafólks undir nýja tækni, til- komu nýrra hópa launafólks og tekju- dreifingar og síðast en ekki síst tilkomu nýrra neysluvenja, en allt þetta samspil getur af sér langtíma upphleðslukerfi auðmagnsins sem skapar ný form arðráns eða gróðamyndunar fyrirtækja og lendir í kreppu þegar gróðamöguleikarnir eru uppurnir á mörkuðum.1 Keynesisminn í ljósi sögunnar Það er athyglisvert að skoða keynes- ismann í ljósi langtímaþróunar af því tagi sem hér er lýst. Þegar samfélags- og efna- hagsþróun Vesturlanda eftir seinni heimsstyrjöldina er skoðuð kemur í ljós að harla erfitt er að greina mikilvægi keynesismans í samanburði við mikilvægi tækniframfara, félagslegra og stjórnmála- legra þátta, þegar skýra á ástæður tiltölu- lega jafnrar efnahagsþróunar þenslu- skeiðsins eftir stríð á Vesturlöndum. Þar kemur til að hefðbundnum keynesisma var ekki beitt fyrir alvöru fyrr en með Kennedy-stjórninni í Bandaríkjunum í byrjun sjöunda áratugarins og sömu sögu er að segja um V-Þýskaland. V-Þjóðverj- ar náðu miklu forskotí yfir Evrópuþjóðir á tæknisviðinu þegar efnahagskerfi þeirra var reist úr rústum eftir styrjöldina, en jafnframt komu þeir sér upp öflugu stétta- samvinnukerfi um ákvörðun launaþróun- ar, með þríhliða þátttöku ríkisvalds og hreyfinga launþega og atvinnurekenda, sem leiddi til tiltölulega sveiflulausrar þróunar eftirspurnar. Athyglisverðara er að bera saman þró- un Frakklands og Bretlands. Á Bretlandi hefur bankaauðmagnið verið leiðandi meðal stétta atvinnurekenda og þar í landi varð hefðbundinn keynesismi ofan á. en stéttasamvinnukerfi gagnvart inn- 106
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.