Réttur


Réttur - 01.04.1987, Side 60

Réttur - 01.04.1987, Side 60
greinar er aö ræða. Það er aðeins stétta- samvinnukerfi sem launþegar hafa al- mennt trú á, öflugt, tekjujafnandi vel- ferðarkerfi sem er fært um að glíma við þetta vandamál innan ramma auðvalds- kerfisins. Hins vegar hefur keynesisminn reynst óraunsær í ljósi þróunar á alþjóða- mörkuðum og stóraukins mikilvægis utanríkisviðskipta í efnahagslífi Vestur- landa. Keynesisminn byggir á samstill- ingu ríkisumsvifa og efnahagssveiflna en úr áhrifamætti slíkrar samstillingar hefur dregið vegna: í fyrsta lagi hefur stóraukin framleiðni í iðnaði eftir stríð leitt til þess að hag- kvæmni í framleiðslu gætir ekki nema jafnframt sé framleitt fyrir erlendan markað, eða m.ö.o. heimamarkaðir eru of smáir. Þróunin hefur því verið í átt til stóraukinnar fríverslunar sbr. EBE og EFTA. Afleiðing aukinna utanríkisvið- skipta er að keynesískar þensluaðgerðir renna að miklu leyti út í sandinn því með þeim eykst innflutningur sem keppir við innlendan iðnað. Þensluaðgerðir í dag ná ekki tilætluðum árangri nema þær séu samstiga í samkeppnislöndum!1 í öðru lagi er ekki lengur það sama samhengi milli aukinna ríkisumsvifa og aukinnar atvinnu og áður var því hin nýja sjálfvirknitækni í dag er „vinnusparandi“. Atvinnuleysi eykst því í iðnaði þrátt fyrir aukin umsvif hins opinbera; í þriðja lagi er ríkisvaldið berskjaldað gagnvart útþenslu fjölþjóðlegra fyrir- tækja sem vaxa mun hraðar en „þjóðleg“ fyrirtæki í skjóli einokunar á hátækni og rannsóknum og yfirburða í markaðssetn- ingu, en valdastaða þessara fjölþjóðafyr- irtækja rýrir mjög valkosti ríkisstjórna við mótun skattastefnu;1 í fjórða lagi gerir stöðugt nánara sam- starf ríkisvalds og stórfyrirtækja á sviði áhættufjárfestinga og rannsókna- og þró- unarstarfsemi (sbr. Japan) í fjölmörgum iðnríkjum það að verkum, að nauðsyn- legt er ríkisstjórnum að fara út fyrir ramma hefðbundins keynesisma og taka beinni þátt í auðmagnsupphleðslunni til að bæta samkeppnisstöðu fyrirtækja á heimsmarkaði og draga úr óvissu sem rík- ir í dag í fjárfestingum vegna tækni- og félagslegs þráteflis á Vesturlöndum!1 í fimmta lagi er keynesísk vaxta- og peningastefna vanmáttug gagnvart þeirri spákaupmennsku sem ríkir á alþjóða- gjaldeyrismörkuðum eftir hrun alþjóða gjaldeyriskerfisins á síðasta áratug. Keynesísk lágvaxtastefna án gjaldeyris- hafta leiðir til fjármagnsflótta við núver- andi aðstæður. Keynesisminn dauður? Með ofansögðu er ekki sagt að keynes- isminn sé dauður heldur aðeins það, þó það hljómi þversagnakennt, að í dag verður keynesisminn ekki raunsæ efna- hagsstefna nema aðgerðir hans felist í be- inni afskiptum af fjárfestingum og tækni- þróun en áður hefur þekkst, en til þess að sú verði raunin er keynesistum nauðsyn- legt að horfa með opnum hug til schum- peterískra kenninga eins og þessi grein byggir á og jafnvel kenninga Marx um þá þætti sem verka gegn krepputilhneiging- um auðvaldskerfisins. Það var einmitt megintemað í kenningum Schumpeters og Marx að það væri óhjákvæmilegt að auðmagnsupphleðslan yrði stöðugt fé- lagslegri. SKÝRINGAR: 1 Sjá nánar um þetta í grein undirritaðs: „Thatch- erisminn og efnahagskreppan" í tímaritinu Rétti nr. 3 og 4. 1986. 108

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.