Réttur


Réttur - 01.04.1987, Page 63

Réttur - 01.04.1987, Page 63
INNLEND agB ■ VÍÐSJÁ fllmm 1 Þingkosningar og ný afturhaldsstjórn Alþingiskosningarnar 25. apríl fóru sem hér segir: Alþýðuflokkur fékk 23.260 atkv. og 10 þingmenn, en 15,2% at- kvæða. Alþýðubandalagið fékk 20.382 atkv. og 8 þingmenn, en 13,3% atkvæða. — Bætti Alþýðuflokkurinnn við sig 4 þingmönnum, en Alþýðubandalagið tap- aði 2. — Er þetta í fyrsta skipti eftir 45 ár að Alþýðuflokkurinn er sterkari en Al- þýðubandalagið. — En fyrir báða verka- lýðsflokkana er þetta slæm útkoma, þeg- ar borið er saman við kosningarnar 1978, er þeir höfðu samanlagt 45% atkvæða en nú 28,5%. Sjálfstæðisflokkurinn fékk 48.855 atkv. og 1» þingmenn en 27,2% atkvæða. Olli því tapi klofningur sá, er veitti Borgara- flokki Alberts 15.518 atkv. (10,8%) og 7 þingmenn. Framsóknarflokkurinn fékk 28.883 atkv. (18,9%) og 13 þingmenn. Kvennalistinn fékk 11.646 atkv. (10,1%9 og 6 þingmenn. Hinir framboðsflokkarnir fjórir komu engum manni að. í rauninni voru kosningarnar harður dómur yfir stjórnarflokkunum tveim, sem höfðu byrjað ránsferil sinn með því að stela þriðjungi af kaupi launafólks með bráðabirgðalögum. En gífurlegur áróður og fjáraustur fékk kjósendur til að gleyma slíku á kjördegi og Albertsklofn- ingurinn stafaði af klaufasparki frá for- manni íhaldsins í „fótboltakappann“. Það tók afturhaldsflokkana tvo rúma tvo mánuði að skríða saman í nýja aftur- haldsstjórn og ætlar hún sér að hafa Al- þýðuflokkinn sem „hækju“, — svo notuð sé forn samlíking, — þegar ríkasta auð- mannastétt, sem yfir íslandi hefur drottnað, byrjar árásir sínar á alþýðu að nýju. Reynir þá á hve lengi margt af því góða baráttufólki, sem í þeim flokki er, lætur nota sig til slíks. Það reynir nú á alla hreyfingu launa- fólks í landinu — verkamenn, fagmenn, kennara, háskólagengna menn og aðra að sameina fylkingar sínar gegn þeim árás- um, sem yfir vofa, — og á Alþýðubanda- lagið að sigrast á eigin erfiðleikum og ná aftur krafti og kyngi Sósíalista- og Komm- únistaflokksins, t.d. frá 1942. Kennalist- inn var sigursæll og reynist vonandi fær um að nota þann sigur rétt. Fyrsta verk hinnar endurnýjuðu ríkis- stjórnar ríkustu yfirstéttar íslandssögunn- ar, var að láta kasta hundruðum smálesta kjöts á öskuhaugana, það var ekki hægt að græða á því kjöti, — frekar skal þá eyðileggja en gefa fátækum og hungruð- um. Hákristin ríkisstjórn; „Sjá, ég var hungr- aður og þér gáfuð mér að eta.“ (Biblían.) 111

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.