Réttur


Réttur - 01.10.1988, Qupperneq 29

Réttur - 01.10.1988, Qupperneq 29
SIGURLAUG S. GUNNLAUGSDÓTTIR OG GYLFI PÁLL HERSIR: Söguleg tímamót Fidel Castro talar um byltingarsinnaðar aðferðir og Ængólu Hinn 26. júlí síöastliðinn voru 35 ár liðin frá mikilvægum tímamótum í barátt- unni gegn einræöi Fulgencio Batista á Kúbu. Ungir byltingarsinnar er síðar nefndu sig „26. júlí hreyfinguna“ gerðu þá árás á Moncada herbúðirnar í borg- inni Santiago, austast á Kúbu. Dagurinn er þjóðhátíðardagur Kúbu. í ár markaði 26. júlí verklok bygging- aráfanga hjá mörgum hinna metnaðar- fullu litlu vinnusveita, þar sem sjálfboða- liðar höfðu lagt nótt við dag. I Santiago- borg söfnuðust íbúarnir saman ásamt inn- lendum og alþjóðlegum gestum, og hlýddu á ræðu Fidels Castro, forseta landsins. Tveir kaflar úr ræðunni fara hér á eftir, en hún birtist í heild í Granma Weekly Review, 7. ágúst 1988. Þótt alþjóðlegar fréttastofnanir geri Kúbu ekki liátt undir höfði, dylst fáum að landið fer sínar eigin leiðir. Fyrir nokkr- um árum hófst leiðréttingin, eða uppgjör við þá stefnu sem byltingin hafði tekið. í henni felst ekki afturhvarf frá sósíalisma, heldur er kallað á að leiðrétt verði mistök, sem stöfuðu al' einangrun Kúbu og vantrú á byltinguna og alþýðuna. Menn voru farnir að treysta á að gang- verk og áætlanir leiddu af sjálfu sér til sósíalisma. Þetta viðhorf hafði í för með sér stöðnun og jafnvel afturhvarf á ýms- um sviðum. Framleiðni minnkaði og gæði framleiðslunnar rýrnuðu. Nýbyggingar tóku afskaplega langan tíma, lauk jafnvel ekki vegna þess að það borgaði sig ekki samkvæmt stöðlum í kerfinu. Félagsleg- um verkefnum á borð við dagvistarstofn- anir miðaði óskaplega hægt, því að ýmist skorti frumkvæði eða menn sem gegndu þar lykilhlutverki mátu þau lítils. Sjálf- boðaliðasveitir höfðu verið lagðar af og í áætlunarkerfinu var sú skoðun ríkjandi, að þær skiluðu ekki þeirri vinnu sem sóst væri eftir. Margir stjórnendur verkefna og umsjónarmenn verksmiðja höfðu það uppgjafarviðhorf að hvetja verkafólk til vinnu með bónusgjöfum og sumir þeirra eignuðu sér hluta hinnar félagslegu fram- leiðslu. Hvorki áætlanir, gangverk né kapítal- ískar aðferðir leiða til sósíalisma. Burðar- ásinn í þeirri þróun er pólitísk vitund og virkni vinnandi fólks, karla og kvenna. Leiðréttingin byggist á því að verkafólk 173

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.