Morgunblaðið - 05.01.2006, Síða 6
6 FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
FRAMLEIÐSLA á raforku með
jarðgufuvirkjunum hefur verið að
aukast og má ljóst vera að næg eft-
irspurn virðist vera eftir rafmagn-
inu. Að sögn viðmælenda blaða-
manns þarf að huga að
rannsóknarborunum með góðum
fyrirvara þar sem ferlið tekur lang-
an tíma, auk þess að vera nokkuð
kostnaðarsamt, en hver rannsókn-
arhola kostar á bilinu 200–250 millj-
ónir króna.
Orkuveita Reykjavíkur stóð í árs-
lok 2005 fyrir tveimur rannsóknar-
borunum, annars vegar í Hverahlíð
og hins vegar Ölkelduhálsi. Hita-
veita Suðurnesja fyrirhugar rann-
sóknarboranir í Trölladyngju með
vorinu og Landsvirkjun áætlar á
næstu þremur árum að bora á bilinu
9-10 rannsóknarholur á háhitasvæð-
unum í Bjarnarflagi, Kröflu, Gjá-
stykki og Þeistareykjum.
Auk þessa er, samkvæmt upplýs-
ingum blaðamanns, verið að undir-
búa umsókn um rannsóknarleyfi á
fleiri svæðum á landinu, s.s. á Torfa-
jökulssvæðinu, í Brennisteinsfjöllum
og Köldukvíslarbotnum, sem eru
norðan og austan við Hágöngulón á
Sprengisandi. Af þessu má greini-
lega merkja að vaxandi áhugi er á
jarðvarmavirkjunarkostum.
Mikil eftirspurn eftir rafmagni
Hitaveita Suðurnesja (HS) er að
byggja 100 MW virkjun á Reykja-
nesi sem tekin verður í notkun í maí
nk. Að sögn Júlíusar Jónssonar, for-
stjóra HS, er þegar komin gufa fyrir
100 MW, en verið er að bora a.m.k.
eina holu í viðbót. Öll orkan frá
Reykjanesvirkjun fer til Norðuráls
á Grundartanga. Aðspurður segir
Júlíus ólíklegt að HS bori meira í
bili. „Við komum til með að sjá
hvernig svæðið bregst við þessari
áraun sem á það er lagt með þessari
virkjun. Í lok næsta árs eða 2008 þá
sjáum við hvort svæðið þolir meira
og þá kannski förum við af stað,“
segir Júlíus.
Aðspurður segir Júlíus mikla eft-
irspurn eftir rafmagni. Bendir hann
þannig á að Norðurál hafi þegar
óskað eftir meira rafmagni m.a. fyr-
ir hugsanlegt álver í Helguvík og
Alcan hefur einnig spurst fyrir um
meira rafmagn vegna hugsanlegrar
stækkunar álversins í Straumsvík.
Að sögn Júlíusar eru fyrirhugaðar
rannsóknarborarnir á vegum HS í
Trölladyngju nú í vor, en þegar er
búið að bora þar eina holu. Segir
hann fyrstu holuna ekki hafa staðist
væntingar, en lykilatriðið sé að hitta
á réttan stað, þ.e. sprungu.
„Við vitum að það er hitamyndun
á þessu svæði, en flutningsmiðillinn,
þ.e. vökvi, þarf að vera fyrir hendi
til þess að flytja hitann úr berglög-
unum upp á yfirborðið.“ Einnig hef-
ur HS sótt um rannsóknarleyfi fyrir
Krýsuvíkursvæðið og standa vonir
forsvarsmanna fyrirtækisins til þess
að ljóst liggi fyrir með vorinu hvað
komi út úr því ferli.
„Þetta er tímafrekt ferli, það tek-
ur ár að rannsaka þetta. Þannig að
ef menn ætla að vera tilbúnir að
svara eftirspurn í framtíðinni þá
verðum við að fara af stað með góð-
um fyrirvara og rannsaka svæðin til
að athuga hvort þau eru virkjana-
hæf,“ segir Júlíus og bendir á að
hver rannsóknarhola kostar um 200-
250 milljónir króna, en oftast þarf að
bora tvær til þrjár slíkar til þess að
vita hvort svæðið henti til virkjunar.
Tíu tilraunaholur á
næstu þremur árum
Samkvæmt upplýsingum frá
Bjarna Bjarnasyni, framkvæmda-
stjóra orkusviðs Landsvirkjunar,
hefur Landsvirkjun ekki borað eftir
háhita í nokkur ár sökum þess að
jarðhitaréttindin hafa ekki verið á
hreinu. En næstu þrjú sumur eru
fyrirhugaðar tilraunaboranir fyrir-
tækisins á Norðausturlandi. Þar
verða boraðar þrjár holur í sumar,
ein í Bjarnarflagi, önnur á vestur-
svæði Kröflu og sú þriðja á Þeista-
reykjum.
„Þetta eru allt álitleg háhitasvæði,
þ.e. Bjarnarflag, Krafla, Gjástykki
og Þeistareykir, þannig að við höf-
um trú á því að þau geti gefið veru-
lega orku, en það vitum við ekki fyrr
en rannsóknarborunum er lokið,“
segir Bjarni, en ráðgert er að bora
alls 9–10 holur á næstu þremur ár-
um, þannig að hægt sé að hafa
þokkalega góða vissu um getu svæð-
anna í árslok 2008. Að sögn Bjarna
standa vonir manna til að hægt
verði að fá samtals á bilinu 300–400
MW út úr þessum svæðum. Gera má
ráð fyrir að rannsóknarkostnaður
fyrirtækisins á næstu þremur árum
nemi um 2 milljörðum króna. Að-
spurður hvert hugsanlegt rafmagn
sem hægt væri að framleiða á við-
komandi svæðum verði selt segir
Bjarni það ekki liggja fyrir á þessari
stundu. „En það er alveg ljóst að
það er enginn notandi í dag fyrir
þessa orku, þannig að það yrði að
vera í tengslum við einhvers konar
stóriðjuuppbyggingu,“ segir Bjarni
og bendir í því samhengi á að heima-
menn séu í samstarfi við iðnaðar-
ráðuneytið og Alcoa um að skoða
möguleika á byggingu álvers á
Norðurlandi.
Áætlanir OR um virkjanir á
Hellisheiði fram til ársins 2020
Líkt og áður hefur komið fram
stendur Orkuveita Reykjavíkur í
miklum fjárfestingum í jarðgufu-
virkjunum um þessar mundir, en
bygging virkjunarinnar á Hellis-
heiði er á lokastigi. Að sögn Guð-
mundar Þóroddssonar, forstjóra
Orkuveitu Reykjavíkur, er búið að
afla gufunnar fyrir fyrstu tvo áfanga
Hellisheiðarvirkjunar. Þannig koma
90 MW inn á markað í október og
september á þessu ári og síðan bæt-
ast við 30 MW árið 2007.
Aðspurður segir Guðmundur
megnið af rafmagninu, eða 90 MW,
þegar hafa verið selt til Norðuráls,
en 30 MW fara inn á landsnetið. Alls
er OR með tuttugu holur á Hellis-
heiðinni, en talið er að Hengilssvæð-
ið í heild sinni geti skilað 600 MW
raforku með jarðhita.
„Við erum með plön um virkjanir
á Hellisheiði fram til ársins 2020, en
við erum líka að virkja þetta fyrir
heitt vatn,“ segir Guðmundur og
bendir á að árið 2009 komi fyrsta
vatnið frá Hellisheiði inn í heita-
vatnskerfi borgarinnar, sem sam-
svarar um 130 MW, en alls mun
heitavatnsframleiðslan á svæðinu
samsvara um 400 MW árið 2020.
Spurður hvort markaður sé fyrir
allt það rafmagn sem stefnt sé að
því að fá út úr jarðgufuvirkjunum
bendir Guðmundur á þær miklu
stóriðjuframkvæmdir sem fyrirhug-
aðar eru á næstu misserum sem út-
heimti mikið rafmagn. „Við erum
með samning við Norðurál um að út-
vega þeim árlega rafmagn sem svar-
ar til 170 MW frá og með árinu 2009,
auk þess sem við erum með sam-
komulag við Alcan í Straumsvík um
að útvega þeim árlega rafmagn sem
samsvarar 200 MW frá árinu 2011.“
Aðspurður segir Guðmundur OR
hafa verið með rannsóknarboranir á
tveimur nýjum svæðum nú í árslok
2005, annars vegar í Hverahlíð og
hins vegar Ölkelduhálsi sem líka er
á Hengilssvæðinu. Segir hann of
snemmt að segja til um hver nið-
urstaðan úr þeim borunum verði.
Einnig er OR með borarnir á
Skarðsmýrarfjalli, fyrir ofan núver-
andi virkjunarsvæði fyrirtækisins á
Hellisheiði, í umhverfismati.
BORUN stendur nú yfir við rannsóknarholu Orkuveitu
Reykjavíkur í Hverahlíð á Hellisheiði. Það er fyrirtækið
Jarðboranir sem sér um þessa framkvæmd og hefur
verkið gengið vel að sögn starfsmanna fyrirtækisins á
vettvangi. Við verkið er notaður þriðji stærsti bor Jarð-
borana, Sleipnir, en hann getur borað á 2400 metra dýpi
hið mesta. Nú stendur yfir forborun og hefur Sleipnir
borað niður á 100 metra dýpi. Framkvæmdir hófust við
uppsetningu borsins skömmu fyrir jól en búist er við að
bora niður á 2000 metra dýpi á næstu 40 dögum.
Morgunbalðið/RAX
Sleipnir borar í Hverahlíð
Eftir Silju Björk Huldudóttur
silja@mbl.is
Boranir undirbúnar á
fjölmörgum stöðum
Huga þarf tímanlega að rannsóknum vegna áforma um jarðgufuvirkjanir hérlendis
RANNSÓKNARNEFND flugslysa
beinir þeim tilmælum til Svifflug-
félags Íslands að endurskoða og
samræma leiðbeiningar til svifflug-
manna um neyðarviðbrögð og að
flugmálastjórn íhugi að taka upp
eftirlit með ástandi og viðhaldi
búnaðar sem svifflugfélög nota við
iðkun svifflugs. Tilefnið er nið-
urstaða rannsóknar á slysi er svif-
flugu hlekktist á í flugtaki á Sand-
skeiði. Tveir menn voru um borð
og hlaut annar þeirra alvarleg
meiðsli.
Atvikum er lýst í skýrslu RNF
sem er nýlega komin út en slysið
varð síðdegis 7. september 2003
þegar svifflugan TF-SAC var í
flugtaki en hún var toguð á loft
með spili. Þegar vélin var komin í
20–25 metra hæð taldi flugmað-
urinn að togvírinn hefði slitnað þar
sem togið hætti. Losaði hann þá
dráttartaugina með handfangi, ýtti
stýrinu fram til að lenda og setti
loftbremsur út. Fann hann þá að
svifflugan féll hratt til jarðar og
setti þær aftur inn. Skömmu fyrir
lendingu tók hann loftbremsurnar
aftur út. Svifflugan skall harkalega
til jarðar og skemmdist töluvert.
Flugmaðurinn slasaðist alvarlega
en farþeginn slapp að mestu
ómeiddur. Báðir voru með örygg-
isbelti spennt.
Fram kemur og í skýrslunni að
spiltogið virtist hafa verið eðlilegt
framan af en skömmu eftir flug-
takið jókst snúningur spilsins
skyndilega eins og vírinn hefði
slitnað. Spilstjórinn kúplaði þá
spilið frá mótornum og drap á hon-
um.
RNF leitaðist við að finna orsak-
ir þess að flugmaðurinn taldi að
vírinn hefði slitnað og eru þrjár
orsakir taldar líklegar: Spilið hafi
hætt að toga vegna þess að hand-
fang þess var ekki læst, hafi
hrokkið tilbaka og kúplað spilinu
frá; að hnykkur hafi komið á vírinn
vegna þess að hann vafðist óreglu-
lega á spilið; hnykkur hafi komið á
vírinn þar sem hann hafi ekki legið
í sömu stefnu og svifflugvélin í
flugtoginu.
Í niðurstöðukafla skýrslu RNF
segir ennfremur: „Við rannsóknina
kom fram að talsverð áhersla er
lögð á verklegar æfingar í við-
brögðum við vírsliti hjá Svifflug-
félagi Íslands. Í útgefnu efni er að
finna misræmi á því verklagi sem
skal beita þegar togvír slitnar
þannig að ekki er ljóst hvort á að
hafa forgang, að ná upp lending-
arhraða eða losa togvírinn frá flug-
vélinni. RNF telur að rétt hefði
verið að ná upp lendingarhraða
svifflugvélarinnar áður en ákvörð-
un var tekin um að losa togvír eða
setja loftbremsu á en líklegt er að
notkun lofthemla við þær aðstæður
sem flugvélin var í hafi valdið því
að fallhraði flugvélarinnar varð
mikill og því hafi hún lent svo
harkalega sem raun bar vitni.
Það er mat RNF að fyrstu við-
brögð við vírsliti skuli vera þau að
koma svifflugvélinni á lending-
arhraða áður en frekari við-
brögðum er beitt.“
Leiðbeiningar um neyðar-
viðbrögð verði samræmdar
Eftir Jóhannes Tómasson
joto@mbl.is
Eftirlit verði með ástandi og viðhaldi búnaðar sem svifflugfélög nota við iðkun sviflugs
Morgunblaðið/Árni Sæberg