Morgunblaðið - 05.01.2006, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 05.01.2006, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 2006 33 DAGLEGT LÍF Í JANÚAR Umbo›s- og sölua›ili sími: 551 9239 Vali› fæ›ubótarefni ársins 2002 í Finnlandi Minnistöflur Tilboð Tilboð Tilboð Ýmis jólavara – Góður afsláttur fimmtudag - föstudag - laugardag Klapparstíg 44 - sími 562 3614 Í NÓVEMBER sl. komu fram upplýsingar í Danmörku um að svört eldhúsáhöld úr næloni eða plasti gætu verið hættuleg heilsunni þar sem krabbameins- valdandi efni gætu komið fram við notkun þeirra. Ný rannsókn hefur leitt í ljós að hættulegum eldhúsáhöldum hefur fækkað á danska markaðnum þó enn sýni niðurstöðurnar að fjórar af 36 tegundum séu hættulegar. Í ljós hefur komið að það eru að- allega áhöld frá Kína sem búin eru til úr ódýru plasti sem gefa frá sér PAA, að því er fram kemur á vef Politiken. Um er að ræða efni í flokknum PAA sem geta verið krabbameins- eða ofnæmisvaldandi. PAA er not- að sem herðir í lím, lakk og plast og er að finna í ýmsum litarefnum. Skaðleg áhrif geta komið fram eftir langan tíma og þrátt fyrir að heilsunni sé ekki bráð hætta búin ráðleggja dönsk heilbrigðisyfirvöld fólki að skipta svörtum plastáhöld- um út fyrir annars konar áhöld. Minna um svört plastáhöld  HEILSA Hættulegum eldhús- áhöldum hefur fækk- að á danska markaðnum. Við eldum heima nánast áhverju kvöldi. Mér finnstmikilvægt að fjölskyldansafnist saman við matar- borðið einu sinni á dag, ræði saman og borði góðan mat,“ segir Hólm- fríður Þorgeirsdóttir, verkefnis- stjóri næringarmála hjá Lýð- heilsustöð, en hún býr í Reykjavík ásamt eiginmanni sínum og dóttur. „Ég geri aðalinnkaup einu sinni í viku í Bónus en þess á milli kaupi ég t.d. grænmeti, ávexti og aðrar nauð- synjavörur í þeim búðum sem verða á vegi mínum. Ég fæ yfirleitt ekki allt sem ég þarf í Bónus og fer því í aðrar búðir líka. Ég kem oft við í Hagkaupum í Kringlunni á leiðinni heim því þar er gott úrval.“ Hólm- fríður sér mikið til um matarinn- kaupin á heimilinu. „Ég ráðfæri mig nú gjarnan við þau hin um hvað við eigum að hafa í matinn.“ Matarkarfan hjá Hólmfríði er fjöl- breytt, hún kaupir mikið af græn- meti og ávöxtum, fjölbreytt úrval af léttum mjólkurvörum, gróft brauð og hýðishrísgrjón svo eitthvað sé nefnt. „Ég er meðvituð um hvað ég set í matarkörfuna án þess að vera með neinar öfgar í þeim efnum. Ég kaupi ekki mikið af sætindum en ég sleppi þeim nú ekki alveg heldur. Það er hófið og fjölbreytnin sem skiptir máli.“ Tilboð neysluhvetjandi Hólmfríður segir trúlega ýmislegt sjórna innkaupum hjá fólki. T.d. geti tilboðin sem alltaf eru í gangi haft áhrif á þau og hreinlega ýtt undir óþarfa innkaup í sumum tilfellum. „Magnið verður oft mikið meira en fólk keypti annars, tilboð geta bein- línis verið neysluhvetjandi.“ Hún telur Íslendinga yfirleitt meðvitaða um það hvað sé hollt og hvað ekki. „Fólk veit kannski hvað er æskilegt að setja ofan í sig en svo getur verið erfiðara að fara eftir því. Það sem skiptir mestu máli er að kaupa fjöl- breyttan mat, hafa nóg af grænmeti og ávöxtum á boðstólum en sætan og feitan mat í hófi. Ég ráðlegg t.d. þeim sem vilja draga úr neyslu sæt- inda núna eftir jólahátíðina að sleppa því að kaupa slíkt inn því þá eru meiri líkur á að gripið sé í ávöxt til að narta í milli mála en ýmis sæt- indi.“ Hólmfríður segir þau ekki kaupa mikinn skyndibita og það sé orðið vinsælla á hennar heimili að baka pítsuna heima en kaupa hana tilbúna. „Þá aðstoðar dóttirin gjarn- an við baksturinn, annars er það oft- ast ég sem sé um eldamennskuna en feðginin skiptast á um fráganginn eftir matinn.“ Mikið af fiski Hólmfríður segist elda fisk tvisvar til þrisvar í viku. „Það getur stund- um verið erfitt að ákveða hvað á að vera í matinn, ég verð stundum þurrausin af hugmyndum.“ Hún segist þó ekki vera að hugsa um það allan daginn hvað hún ætli að hafa í kvöldmatinn heldur fari að hugsa um það á heimleiðinni úr vinnunni. Góður fiskur er í miklu uppáhaldi hjá Hólmfríði. „Ég er vön að kaupa fisk í fiskbúð og fer þá oftast í Haf- rúnu í Skipholtinu eða í fiskborðin í stórmörkuðunum.“ Hólmfríður gef- ur hér að lokum lesendum uppskrift að fiskrétti. „Mér finnst þessi fisk- réttur mjög góður. Það er grænmeti í honum en ég mæli með að fólk hafi grænmetissalat og hrísgrjón með líka.“  HVAÐ ER Í MATINN? | Fjölbreytni í matarinnkaupum skiptir máli Góður fiskur í miklu uppáhaldi Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is Fiskur í grænmetissósu 800 g fiskflök t.d. þorskur, ýsa, búri eða karfi 1/2 dós ananas í eigin safa 1 msk matarolía 100–200 g sveppir 1 laukur 1/2 blaðlaukur 2 gulrætur 1 græn paprika 1 rauð paprika (eða það grænmeti sem er til í ískápnum hverju sinni) 125 g smurostur 1 1/2 dl léttmjólk salt pipar eða sítrónupipar paprikuduft karrí fiskteningur, ef vill 1. Fiskflökum raðað í smurt (með olíu) ofnfast fat ásamt ananas 2. Grænmeti skorið niður og létt- steikt í olíu á pönnu. 3. Bætið smurostinum í og bræðið 4. Hrærið mjólkina saman við grænmetið í smáskömmtum 5. Kryddið og bætið fiskteningi við ef vill 6. Hellið sósunni yfir fiskinn og bakið í 200°C heitum ofni í hálf- tíma Morgunblaðið/Ásdís Spurning: Lesandi hringdi og vildi vita hvers vegna það tæki heila níu daga að bak- færa fjárhæð af debetkortareikningi sem hefði af misgáningi eða vegna posa- mistaka verið tekin út af reikningi. Svar: Halla Leifsdóttir, deildarstjóri í endurkröfudeild VISA Ísland, var spurð hverju þetta sætti og hvort slík mistök væru algeng. „Svona atvik eru sem betur fer ekki algeng, en þau koma fyrir og ástæð- urnar geta verið margvíslegar, oftast samskiptavilla milli posa og færsluhirð- is, svar misferst sem leiðir til þess að greiðsla er endurtekin og þá eru allt í einu komnar tvær færslur. Ef þetta uppgötvast af söluaðila eða viðkomandi viðskiptavini, er að sjálf- sögðu hægt að leiðrétta strax. Hinsvegar leiðréttir tölvukerfi Reiknistofu bankanna slíkar rangfærslur sjálfkrafa eftir níu daga ef ekkert annað hefur verið gert. Korthafi þarf að sjálfsögðu alltaf að fara yfir reikningsyfirlit sitt og ef hann er ósáttur við eða þekkir ekki einhverjar tilteknar færslur þá gerir hann athugasemd í banka sínum og hvert slíkt mál er skoðað.“  NEYTENDUR | Spurt og svarað Bakfærslan tekur níu daga Morgunblaðið/Kristinn Korthafar þurfa að fara vel yfir reikningsyfirlit hjá sér. Hólmfríður eldar fisk tvisvar til þrisvar sinnum í viku og kaup- ir hann oft í fiskbúð- inni Hafrúnu. Morgunblaðið/Þorkell
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.