Morgunblaðið - 05.01.2006, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 2006 41
MINNINGAR
✝ Álfheiður LáraÞórðardóttir frá
Vestmannaeyjum
fæddist á Akureyri
26. febrúar 1928.
Hún lést á Landspít-
ala – háskólasjúkra-
húsi við Hringbraut
28. desember síðast-
liðinn. Foreldrar
hennar voru Þórður
Jónsson skipasmið-
ur og formaður í
Vestmannaeyjum, f.
10.6. 1887, d. 1.2.
1939, og eiginkona
hans, Kristbjörg Stefánsdóttir
húsmóðir, f. 12.7. 1896, d. 8.3.
1984. Alsystur Álfheiðar Láru eru
Oddný Guðbjörg, f. 15.8. 1929, d.
23.10. 1998; Ingibjörg Jónína, f.
11.8. 1932; Þóra, f. 16.4. 1939.
Hálfsystkini samfeðra eru: Jónína
Ásta, f. 27.11. 1918, d. 28.9. 1995;
Bergþóra, f. 16.3. 1924, d. 16.7.
2004; Jón, f. 17.6. 1921; Svein-
björg Alma, f. 22.12. 1925, d. 30.3.
1936.
Hinn 27. nóvember 1965 giftist
Álfheiður Lára eft-
irlifandi eiginmanni
sínum Ísak Þóri
Þorkelssyni járn-
smið, f. 28.9. 1932.
Foreldrar hans voru
Þorkell Guðmunds-
son járnsmiður og
Bergþóra Rannveig
Ísaksdóttir. Álfheið-
ur Lára og Ísak
eignuðust einn son,
Þórð, f. 8.5. 1966.
Álfheiður Lára
stundaði nám við
húsmæðraskólann
Ósk á Ísafirði 1946, hóf nám við
Hjúkrunarskólann 1949 en varð
að hætta námi vegna veikinda og
var hún þrjú ár á Vífilsstöðum.
Eftir veikindin fór hún til Vest-
mannaeyja aftur og vann þar
skrifstofustörf hjá Einari Sigurðs-
syni útgerðarmanni þar til hún
flutti frá Eyjum og stofnaði heim-
ili sitt í Kópavogi.
Útför Álfheiðar Láru verður
gerð frá Kópavogskirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 13.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Þýð. S. Egilsson.)
Elsku Lára mín. Okkur systurnar
langar að minnast þín með nokkrum
línum.
Fyrst bjó fjölskyldan á Akureyri,
það var áður en Þóra fæddist. Oft var
brugðið á leik og aðdráttarafl hafn-
arinnar var mikið eins og gengur og
gerist um land allt. En hætturnar eru
á næsta leiti. Klaufinn ég rann í Poll-
inn, það var mér til lífs að þú varst á
varðbergi, fljót að hugsa og snör í
snúningum. Frá þeirri stundu leit ég
á þig sem lífgjafa minn.
Við fluttum til Vestmannaeyja
1937, þar sem við leigðum húsnæði
hjá öndvegis hjónum, Sesselju og
Boga í Vallatúni. Þar höfðum við að-
eins búið í ein tvö ár þegar sorgin
dundi yfir. Faðir okkar lést óvænt í
svefni. Þú varst aðeins ellefu ára,
Didda níu ára, ég sjö ára og mamma
gekk með Þóru. Þetta voru erfiðir
tímar fyrir móður okkar. Hún stóð
ein með fjórar dætur, engar trygg-
ingar voru og því var bara um eitt að
ræða, finna leið til þess að framfleyta
fjölskyldunni. Við fluttum í Skálanes
og fljótlega fór mamma að selja fæði
til kostgangara, enda frábær kokkur.
Mikið reyndi á þær elstu, og það er
víst að ábyrgðin lagðist hvað mest á
þig. Þú stóðst undir því, ábyrgðarfull,
samviskusöm og gættir okkar vel,
dugleg að læra og vinna. Varst
mömmu og okkur systrunum til halds
og trausts á þessum erfiðu tímum.
Ábyrgðin breytti æskunni mikið, en
allar komum við þó sterkar út í lífið.
Það hjálpaði líka til sú vinátta og sam-
heldni sem ríkti í Lautinni og við
Vesturveginn. Þvílík forréttindi að fá
að alast þar upp, vinátta þeirra sem
þarna bjuggu hefur haldist til dagsins
í dag.
Þú fórst í sveit á sumrin, oft með
Mörtu vinkonu þinni. Síðan fóruð þið
saman á húsmæðraskóla á Ísafirði
ásamt Diddu systur. Þú ætlaðir að
læra hjúkrun, en forlögin tóku í
taumana, berklar komu upp og koll-
vörpuðu öllum áformum. Í stað
spennandi náms veiktumst við tvær
og þú þurftir að dvelja í þrjú ár á Víf-
ilsstöðum. Þegar þeirri dvöl var lokið
breyttist ýmislegt. Af frekara námi
varð ekki en þú fórst að vinna á skrif-
stofu og vannst þar þar til ástin
kvaddi dyra og þú fluttir í Kópavog-
inn til þess að stofna þitt heimili.
Þú varst einstök frænka öllum
frændsystkinum þínum. Svona
frænka sem allar ættir þurfa að eiga.
Mundir alla afmælisdaga og alltaf
tilbúin að hjálpa okkur systrunum að
passa börnin. Þú hugsaðir ávallt fyrst
um aðra. Börnin okkar fengu oft að
gista í Skálanesi og þá var nú heldur
betur dekrað við þau.
Eftir að þú fluttir í Kópavoginn
hélduð þið áfram ykkar nánu vináttu,
Marta í Varmahlíð og einnig Svala í
Sigtúni sem var nú orðinn nágranni
þinn í Kópavogi. Við systur viljum
þakka þeim fyrir hvað þær hafa verið
góðar vinkonur alla tíð.
Þú veiktist úti á Kanaríeyjum 23.
nóvember. Þar varstu á sjúkrahúsi en
varst síðan flutt heim með sjúkraflug-
vél 14. desember. Þú dvaldir á Land-
spítalanum – háskólasjúkrahúsi þar
til þú lést. Þar fékkstu frábæra
umönnun sem og á Kanaríeyjum. Við
viljum færa starfsfólki E14 á Land-
spítalanum, hjúkrunarfræðingi og
fararstjórum Úrvals-Útsýnar okkar
bestu þakkir.
Við sendum Ísak og Þórði okkar
innilegustu samúðar- og vinarkveðj-
ur. Minning hennar lifi.
Ingibjörg Jónína og Þóra.
Elsku Lára. Þakka þér handleiðslu
þína, ástúð og umhyggju. Strax við
fæðingu naut ég umhyggju þinnar.
Lífið hafði hagað því þannig til að þú
áttir stóran þátt í uppeldi systra
þinna og þegar Þóra litla systir eign-
aðist sinn frumburð var nóg pláss í
hjarta þínu til þess að gefa þessum
litla einstakling ást og alúð.
Þegar sú stutta dafnaði og fór að
skynja lífið og tilveruna örlítið var lit-
ið með lotningu upp til Láru frænku.
Hún kunni að vélrita, vann á skrif-
stofu, átti saumavél og hafði ætlað að
verða hjúkrunarkona. Auðvitað ætl-
aði ég að feta í fótspor hennar ég
byrjaði að æfa mig á hjúkrunarstörf-
unum. Þórður frændi var á aldur við
mig, ég ráðskaðist með hann, sagði
honum að hann væri sjúklingurinn,
hann ætti að liggja í rúminu og síðan
sprautaði ég hann. Að vísu hafði ég
ekki sprautu en títuprjónn dugði
ágætlega, eða þar til ég hafði brúkað
hann, þá upphófst þvílíkur grátur að
ég fór ekki frekar út á þá braut.
Þú varst endalaust dugleg að hlúa
að okkur systrabörnunum. Sérstak-
lega nutum við þess börnin sem
bjuggum í Eyjum, okkar annað heim-
ili var Skálanes hjá ömmu og þér.
Alltaf var pláss og aldrei var þröngt,
þó svo að við skiljum ekki í dag hvar
hægt var að koma svo mörgum fyrir í
svo litlu húsi. Kjólarnir urðu óteljandi
sem þú galdraðir fram í saumavélinni
og ég er ekki frá því að nokkur stelpa
í Vestmannaeyjum hafi átt svona
flotta kjóla. Þegar horft er aftur
varstu alltaf til staðar, verndandi,
gefandi, minnug, leiðbeinandi með
sterka skapgerð, gjafmild og frænd-
rækin. Frænkan sem hafðir svo sterk
áhrif á líf okkar, áhrif sem mótuðu líf-
ið og enginn vill fara á mis við.
Þú gafst okkur svo mikið, bæði
systrum þínum og systkinabörnum,
það verður seint fullþakkað.
Það urðu þáttaskil í lífi þínu þegar
þú hittir Ísak, við krakkarnir pískr-
uðum svolítið, hún Lára átti kærasta.
Þið rugluðuð saman reytum og þú
fluttir frá Eyjum í Kópavoginn þar
sem þið byggðuð ykkur heimili, heim-
ili sem alltaf stóð opið og gestrisnin
réð ríkjum. Það var síðan árið 1966 að
sólargeislinn hann Þórður fæddist.
Fæðing hans fullkomnaði lífið. Þú
hafðir orð á því síðast þegar þú komst
í heimsókn rétt áður en farið var í frí
til Kanarí. Hvað stolt þú værir af hon-
um, hann væri svo góður drengur og
þér þætti svo óendanlega vænt um
hann. Tilfinning sem væri svo stór að
enginn gæti skilið hana.
Kæra Lára ég þakka samfylgdina,
og ég veit að minningarnar um þig
ylja mér og öllum þeim, sem kynntust
þér, um ókomin ár.
Elsku Ísak og Þórður, Guð verði
með ykkur og veiti ykkur styrk.
Þín frænka
Kristbjörg.
Í birtu og fegurð jólahátíðar 28.
desember andaðist á sjúkrahúsi hér í
borg kær vinkona mín, Álfheiður
Lára Þórðardóttir frá Vestmannaeyj-
um. Var hún þá búin að heyja baráttu
við margs konar sjúkdóma en hafði
með sínum andlega styrk og kjarki
alltaf risið upp. En einn er sá sem
sigrar að lokum.
Þegar Lára var átta ára flutti fjöl-
skyldan til Vestmannaeyja, en þegar
hún var ellefu ára andaðist faðir
hennar snögglega og stóð þá móðir
hennar ein uppi með dætur sínar fjór-
ar. Þá kom dugnaður móðurinnar og
myndarskapur sér vel. Þau hjónin
höfðu nýlega fest kaup á húsinu
Skálanesi við Vesturveg og setti hún
þar upp matsölu sem hún annaðist í
mörg ár og kom þar upp dætrum sín-
um með sóma.
Þegar Lára hafði lokið gagnfræða-
prófi í Vestmannaeyjum fór hún í
Húsmæðraskólann Ósk á Ísafirði.
Síðan hóf hún hjúkrunarnám en varð
að hætta því vegna veikinda. Eftir
ára baráttu á Vífilsstöðum kom hún
heim og fór fljótlega að vinna á skrif-
stofu hjá Einari Sigurðssyni, kaup-
manni og útgerðarmanni í Vest-
mannaeyjum. Lára giftist Ísak
Þorkelssyni úr Kópavogi og eignuð-
ust þau einn son, Þórð, vel gefinn og
góðan dreng. Svo vel vildi til að við
Lára fluttumst báðar í Kópavog um
líkt leyti og bjuggum skammt hvor
frá annarri.
Eins og Vestmannaeyinga er vandi
þá drógumst við fljótt hvor að annarri
og hittumst nánast daglega. Lára
kom með sinn eina dreng og ég var
með minn eina dreng og við hefðum
ekki getað verið ánægðari þó við
hefðum átt tíu börn. Við töluðum um
liðna tíð í Vestmannaeyjum.
Skemmtilegust fannst mér okkar
sameiginlega minning um það þegar
mæður okkar voru að steikja sunnu-
dagskjötið, útvarpsmessan hljómaði
og hænurnar vöppuðu fyrir utan eld-
húsgluggann.
Lára var ákaflega gestrisin og
myndarleg húsmóðir. Hún hélt upp á
öll afmæli og þar hittust systur henn-
ar, mágar og vinir. Það er ekki langt
síðan við vorum í veislu hjá henni.
Vinkona mín sannfærir mig um að
Lára sé komin til bjartari og betri
heima og til þess „ljósanna hásals“
sendi ég henni mínar hjartans kveðj-
ur og þakklæti fyrir allt.
Jóhanna H. Sveinbjörnsdóttir.
ÁLFHEIÐUR LÁRA
ÞÓRÐARDÓTTIR
Morgunblaðið birtir minningar-
greinar alla útgáfudagana.
Skil Minningargreinar skal senda í
gegnum vefsíðu Morgunblaðsins:
mbl.is (smellt á reitinn Morgun-
blaðið í fliparöndinni – þá birtist
valkosturinn „Senda inn minning-
ar/afmæli“ ásamt frekari upplýs-
ingum).
Skilafrestur Ef birta á minning-
argrein á útfarardegi verður hún
að berast fyrir hádegi tveimur
virkum dögum fyrr (á föstudegi ef
útför er á mánudegi eða þriðju-
degi). Ef útför hefur farið fram
eða grein berst ekki innan hins til-
tekna skilafrests er ekki unnt að
lofa ákveðnum birtingardegi. Þar
sem pláss er takmarkað getur
birting dregist, enda þótt grein
berist áður en skilafrestur rennur
út.
Minningar-
greinar
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og
langafi okkar,
JÓHANN EYJÓLFSSON,
Dalsbyggð 21,
Garðabæ,
lést á Landspítala Fossvogi að morgni þriðjudags-
ins 3. janúar.
Fríða Valdimarsdóttir,
Eyjólfur Jóhannsson,
Markús Jóhannsson, Guðný B. Kristjánsdóttir,
Hanna Fríða Jóhannsdóttir, Hlöðver Þorsteinsson,
Helga Jóhannsdóttir, Aðalsteinn Svavarsson,
barnabörn og barnabarnabarn.
Móðir okkar, tengdamóðir og amma,
STEINVÖR KRISTÓFERSDÓTTIR,
Vitastíg 8a,
verður jarðsungin frá Útskálakirkju föstudaginn
6. janúar kl. 13.00.
Barði Guðmundsson,
Elísabet Guðmundsdóttir, Orhan Karaali,
Hrafnhildur Guðmundsdóttir, Ingólfur H. Eyfells
og barnabörn.
Elskuleg frænka okkar,
ÁSTA GUÐMUNDSDÓTTIR,
lést á hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum
laugardaginn 31. desember.
Útförin fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn
9. janúar kl. 15.00.
Fyrir hönd aðstandenda,
Svava Hjaltadóttir,
Oddný Finnbogadóttir.
Móðursystir mín,
ÞORBJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR,
Mávahlíð 4,
Reykjavík,
lést á Grund að morgni mánudagsins 26. desember.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey.
Þorvarður Helgason.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir
og afi,
HELGI INGVAR VALDIMARSSON
frá Fosshóli,
Miðfirði,
Brekkubyggð 93,
Garðabæ,
lést á heimili sínu þriðjudaginn 3. janúar.
Jarðsungið verður frá Garðakirkju þriðjudaginn 10. janúar kl. 13.00.
Bryndís Stefánsdóttir,
Jónína Helga Helgadóttir, Kristinn Gunnarsson,
Þorsteinn Baldur Helgason, Ásta Sveinsdóttir,
Valdimar Helgason, María Sif Númadóttir
og barnabörn.
Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma og systir
okkar,
MARGRÉT ÞORSTEINSDÓTTIR
frá Vík í Mýrdal,
lést á heimili sínu í Stamford Connecticut í
Bandaríkjunum mánudaginn 2. janúar sl.
Thor L. Crone, Marybeth Crone,
Margret Ann og Kyle,
Elín Þorsteinsdóttir,
Halla Valdimarsdóttir.